Mönnum sést yfir tvö einföld atriði Icesave-málsins

Sleppum í bili málalengingum um lögfræðileg sjónarmið í Icesave-málinu og einbeitum okkur að tveimur einföldum atriðum þess.

Annað atriðið er, að eignir þrotabús Landsbankans eru að sögn sérfræðinga að skila meiri verðmætum en áætlað hafði verið. Þess vegna liggur ekkert á. Við eigum að tefja málið eins lengi og við getum. Tíminn vinnur með okkur.

Hitt atriðið er, að auðvitað eykst lánstraust okkar til langs tíma, ef við bætum ekki (hinni óvísu) Icesave-upphæð inn í heildarskuldir okkar. Ef Íslendingar taka ekki að sér þessar „skuldir óreiðumanna“, þá eru þeir ekki eins skuldugir og ella og þá eru aðrir reiðubúnari að lána þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband