Útfarir á Ţingvöllum

jonasfrahriflu_1066227.jpgJónas Jónsson frá Hriflu var kappsamur, ađ hverju sem hann gekk. Eitt helsta áhugamál hans upp úr 1940 var ađ stofna ţjóđargrafreit fyrir merkismenn á Ţingvöllum, og hafđi hann í huga, ađ ýmsir frćgir Bretar eru jarđsettir í Westminster-kirkju í Lundúnum. Tókst Jónasi ađ sjá um, ađ Einar Benediktsson og Jónas Hallgrímsson vćru grafnir á Ţingvöllum. Ţótti Jónas raunar svo áhugasamur um grafreitinn á Ţingvöllum, ađ frćgđarmenn óttuđust ađ sögn gárunganna kviksetningu ţar.

Hvađ sem ţví líđur, hitti Jónas Halldór Kiljan Laxness á förnum vegi um ţćr mundir, er deilt var hvađ harđast um grafreitinn. Sagđi Jónas viđ Kiljan: „Ţú verđur grafinn á Ţingvöllum.“ Kiljan svarađi: „Já, en ţú verđur grafinn í Svínahrauni.“

Í Atómstöđinni, sem kom út 1946, skopađist Kiljan ađ útför Jónasar Hallgrímssonar á Ţingvöllum, sem fram fór haustiđ 1946, um svipađ leyti og Ólafur Thors gerđi Keflavíkursamninginn svokallađa viđ Bandaríkjastjórn. Kallađi hann Jónas ţar „blýgráa sorglega manninn sem hafđi gefiđ út blađiđ“.

Jónas hafđi gefiđ út blađiđ Landvörn til stuđnings frekari varnarsamstarfi viđ Bandaríkjastjórn, en ţví voru stalínistar eins og Kiljan afar andvígir, eins og vćnta mátti.

Í Atómstöđinni beitti Kiljan sama stílbragđi og oft fyrr og síđar, ađ láta eina sögu bergmála ađra og magna hana međ ţví: Ţjóđin horfđi á eftir skáldinu niđur í jörđina og sjálfstćđinu út í buskann (ađ dómi Kiljans). „Selja land, grafa bein.“

Ţví var raunar haldiđ fram, ađ líkamsleifarnar, sem jarđsettar voru á Ţingvöllum haustiđ 1946, vćru ekki af Jónasi, heldur dönskum bakara. Séra Bjarni Jónsson, sem talađi yfir moldum hins látna, var mađur gamansamur. Á međan á athöfninni stóđ, sagđi hann í hálfum hljóđum viđ Ágúst, son sinn: „Ćtli ţađ sé nú ekki vissara, ađ ég segi hér nokkur orđ á dönsku.“

(Ţessi fróđleiksmoli birtist í Morgunblađinu 26. febrúar 2011 og er sóttur í Kjarna málsins. Fleyg orđ á íslensku, sem kom út eftir mig fyrir jólin 2010.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband