WSJ, Ríkisútvarpið og málstaður Íslendinga

Andriki.is vekur athygli á því, að hið virta stórblað Wall Street Journal tekur afstöðu með Íslendingum í Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga. Í leiðara blaðsins 23. janúar er bent á, að aðgerðir breskra og hollenskra stjórnvalda haustið 2008 voru ekki til að hjálpa Íslendingum, heldur breskum og hollenskum sparifjáreigendum:

Sú ákvörðun að bjarga innlánseigendum á Icesave kostaði ríkisstjórnir [Bretlands og Hollands] 3,1 milljarð punda. En allir þeir fjármunir fóru til þeirra eigin þegna sem höfðu tekið þá ákvörðun að leggja sparifé sitt inn á Íslandi. Þessar aðgerðir voru á engan hátt liður í því að koma í veg fyrir nær algert hrun íslenska bankakerfisins eða hrun gjaldmiðilsins. 

Einnig segir í leiðaranum, að framkoma Breta og Hollendinga gagnvart Íslandi frá bankahruninu hafi síst verið þeim til sóma.

Ef ríkisstjórnir Bretlands og Hollands töldu þessar björgunaraðgerðir nauðsynlegar þá var það þeirra mál. En það kemur vart á óvart að Íslendingar vilji ljúka málinu eins og nýleg skoðanakönnun bendir til. En það ætti ekki að taka sem réttlætingu fyrir því að í tvö og hálft ár hafa Bretar og Hollendingar úthrópað Ísland.

 

Financial Times hefur tekið í sama streng. Hvers vegna getur íslenska Ríkisútvarpið ekki lagt málið fyrir á þennan eðlilega hátt, eins og hin erlendu stórblöð, í stað þess að tala sífellt um „Icesave-skuldina“, þegar ekki er um neina skuld að ræða, heldur aðeins kröfu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband