Í Súdan og Grímsnesinu

Hótel Borg var opnuđ áriđ 1930. Ţetta var ţá veglegasta gistihús borgarinnar og veitingasalinn sóttu margir góđborgarar. En ţetta ár var nokkrum Indverjum, sem áttu leiđ um Ísland og vildu gistingu á stađnum, úthýst vegna litarháttar síns.

Tómas Guđmundsson skáld hafđi forgöngu um ađ mótmćla ţessu ásamt tveimur kunningjum sínum, ţeim Hendrik Ottóssyni og Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni. Gestgjafinn á Hótel Borg, Jóhannes Jósefsson glímukappi, samţykkti ađ bera afgreiđslubanniđ undir atkvćđi fastagesta. Reyndust um 200 ţeirra vera andvígir banninu, en ađeins um 20 hlynntir ţví.

Orti Tómas eftir ţetta hiđ frćga ljóđ um stúlkuna frá Súdan, ţar sem ţessi vísuorđ eru:

Mér dvaldist viđ hennar dökku fegurđ.
Samt dáđist ég enn meir ađ hinu,
hve hjörtum mannanna svipar saman,
í Súdan og Grímsnesinu.

Röskum tveimur áratugum síđar gerđist ţađ hins vegar, ađ fest var upp spjald í anddyri Hótel Borgar, laugardagskvöldiđ 10. maí 1952. Ţar stóđ: »We do not cater for colored people here.« Hér fćr ţeldökkt fólk ekki afgreiđslu. Daginn eftir gerđi Sigurđur Magnússon kennari, sem var um skeiđ blađafulltrúi Loftleiđa, sér lítiđ fyrir og reif spjaldiđ niđur. Var afgreiđslubanniđ eftir ţađ úr sögunni. Sennilega hefur Jóhannes á Borg ekki veriđ ađ fylgja eftir neinum eigin fordómum í ţessi tvö skipti, heldur ađeins ađ ţóknast einhverjum viđskiptavinum.

Hiđ sama er eflaust ađ segja um Hermann Jónasson, sem var forsćtisráđherra áriđ 1941, ţegar Íslendingar sömdu viđ Bandaríkjamenn um hervernd. Í skeyti frá Bertil E. Kuniholm, rćđismanni Bandaríkjanna á Íslandi, til Bandaríkjastjórnar 23. júní 1941 segir: »The Prime Minister requests that no negroes be included in the unit assigned here.« Forsćtisráđherra óskar eftir ţví, ađ engir svertingjar verđi í liđssveitinni, sem skipađ verđur niđur hér. Ţessi setning var af einhverjum ástćđum felld niđur úr útgáfu Bandaríkjastjórnar á skjölum áriđ 1959, án úrfellingarmerkis, eins og dr. Ţór Whitehead prófessor hefur bent á.

(Ţessi fróđleiksmoli er sóttur í ýmsa stađi í nýútkominni bók minni, Kjarni málsins. Fleyg orđ á íslensku, og birtist í Morgunblađinu laugardaginn 11. desember 2010.)

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband