Rakhnífur Occams

Ţegar ég stundađi forđum heimspekinám, var okkur kennt um „rakhníf Occams“. Vilhjálmur af Occam var enskur munkur af reglu heilags Frans frá Assisi, og var hann uppi frá 1285 til 1349. Rakhnífur Occams merkir ţá reglu, ađ jafnan beri ađ velja einföldustu skýringuna, sem völ sé á. Ţessi regla er oftast orđuđ svo á latínu: „Entia non sunt multiplicanda prćter necessitatem.“ Ţađ er á íslensku: „Eigi ber ađ fjölga einingum umfram ţađ, sem nauđsynlegt getur talist.“ Ţađ er annađ mál, ađ ţessa reglu er hvergi ađ finna í ţeim ritum Vilhjálms, sem kunn eru. Ţar segir ţó á einum stađ: „Pluralitas non est ponenda sine necessitate.“ Ţađ er á íslensku: Ekki ber ađ nota fleira en nauđsynlegt er. Sjá Quodlibeta (um 1324), 5. kafla, 1. spurningu, 2. grein.

Mér datt rakhnífur Occams í hug, ţegar ég horfđi á viđtal Helga Seljans fréttamanns viđ Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi eiganda Baugs, í „Kveik“ fimmtudagskvöldiđ 21. janúar 2021. Ţar rakti Jón Ásgeir upphaf Baugsmálsins svonefnda, sem hófst sumariđ 2002, til Davíđs Oddssonar forsćtisráđherra, sem hefđi sigađ lögreglunni á sig. En er einfaldasta skýringin á upphafi málsins ekki sú, sem liggur fyrir? Hún er, ađ gamall viđskiptafélagi Jóns Ásgeirs, Jón Gerald Sullenberger, kćrđi hann ţá um sumariđ fyrir lögreglu. Kvađ hann Jón Ásgeir hafa tekiđ ţátt í ţví međ sér ađ gera ólöglegt skjal. Ađrir kunna ađ hafa haft skođanir á Jóni Ásgeiri og umsvifum hans, til dćmis forsćtisráđherra, og jafnvel látiđ ţćr í ljós í einkasamtölum. En ţarf ađ blanda ţeim í máliđ, svo einföld og augljós skýring sem til er á upphafi ţess? Eins og kom fram í dómsúrskurđum, bar Jón Gerald ţungan hug til Jóns Ásgeirs og ţurfti ţví enga hvatningu til kćrunnar, og eftir mikiđ ţóf urđu lyktir ţćr, ađ báđir voru ţeir nafnar sakfelldir fyrir gerđ skjalsins og dćmdir í ţriggja mánađa skilorđsbundiđ fangelsi.

Hér hefđi fréttamađurinn mátt nota rakhníf Occams.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 23. janúar 2021.)


Laxness: Lćrisveinn Einars og Brynjólfs

Oft er međ réttu talađ um mikil áhrif Halldórs Laxness á hreyfingu íslenskra kommúnista og vinstri sósíalista. Minna hefur veriđ rćtt um áhrif helstu íslensku stalínistanna á skáldiđ. Hér skal ég nefna tvö dćmi um bein áhrif Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar á Laxness.

Eftir ađ Laxness hafđi gefiđ út Sölku Völku, birti Einar greiningu í Rétti 1932 á bókinni undir heitinu „Skáld á leiđ til sósíalismans“. Kvađ hann Laxness ekki hafa náđ fullum ţroska sem öreigarithöfundur. Hann ćtti til ađ skopast ađ verkalýđsbaráttu. Hann gćti lćrt margt af skáldverkum eins og Anna proletarka (Öreigastúlkunni Önnu) eftir tékkneska rithöfundinn Ivan Olbracht. Sú bók var til í bókasöfnum og bókabúđum hér á landi í ţýskri og sćnskri ţýđingu. Laxness fór ađ ráđi Einars, ţví ađ söguţráđurinn í Atómstöđinni er tekinn beint upp úr sögu Olbrachts. Alţýđustúlka kemur úr sveit, vinnur hjá efnađri fjölskyldu og flćkist inn í stjórnmálaátök, nema hvađ í sögu Olbrachts svíkja jafnađarmenn kommúnista eftir fyrra stríđ, en í sögu Laxness er landiđ selt.

Upphafiđ ađ Gerska ćfintýrinu, ferđabók Laxness frá Rússlandi, sem kom út haustiđ 1938, hefur löngum ţótt meistaralegt. Ţar segist Laxness í fyrsta sinn á ćvinni geta skrifađ bók, sem ţýdd yrđi á allar ţjóđtungur Norđurálfu, og keypt sér fyrir ritlaunin bústađ viđ Miđjarđarhaf og Rolls Royce bíl. Hann ţyrfti ekki ađ gera annađ en skrifa ádeilu á Rússland. Ţess í stađ ćtlađi hann ađ skrifa um ţađ sannleikann. Hugmyndin ađ ţessu upphafi er bersýnilega tekin beint úr grein eftir Brynjólf Bjarnason í Ţjóđviljanum 5. mars 1937. Hefđi Laxness skrifađ níđ um stjórnarfar Stalíns, segir Brynjólfur ţar, ţá hefđu Morgunblađiđ og Alţýđublađiđ „óđar gert hann ađ dýrlingi um allar aldir. Ţá hefđu nú ekki veriđ sparađir peningarnir úr ríkissjóđi til vísinda og lista. Ţá hefđi Halldóri veriđ reist veglegt hús og voldugur minnisvarđi í lifanda lífi.“

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 16. janúar 2021.)


Bloggfćrslur 23. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband