Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
25.10.2009 | 20:01
Tvö dæmi um hlutdrægni RÚV
Ríkisútvarpið hefur lögbundna skyldu til að gæta fyllstu óhlutdrægni. Skýringin er sú, að við erum öll skylduð til að greiða til þess. Við getum ekki sagt upp áskrift að því, ef við erum óánægð með það, eins og við getum að Morgunblaðinu, Stöð tvö eða DV. Með þessari lagaskyldu um óhlutdrægni er auðvitað ekki átt við, að starfsmenn Ríkisútvarpsins hljóti að vera skoðunarlausir, heldur hitt, að þeir gæti sæmilegs jafnvægis í því, sem kemur fram. Sé einn þáttastjórnandi vinstrisinnaður, þá sé annar hægrisinnaður, og svo framvegis. Ég er ekki einn um að telja, að Ríkisútvarpið hafi síðustu misserin ekki gegnt þessari lagaskyldu sinni. En þá er oft kallað eftir dæmum. Ég nefni tvö lítil dæmi úr mínu minni, sem einhverjir fjölmiðlamenn mættu rannsaka betur. Annað var á menningarnótt Reykjavíkurborgar í sumar. Þá vildu sjónvarpsmenn ekki slást í för með borgarstjóranum, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þegar hún gekk um Reykjavík, því að hún væri stjórnmálamaður. Hins vegar heimsóttu þeir Dag Bergþóruson-Eggertsson í vöfflukaffi heim til hans! Ekki veit ég, hvort það var vegna þess, að þeir töldu hann ekki stjórnmálamann, en ef svo er, þá höfðu þeir auðvitað ýmislegt til síns máls. Gauti, bróðir Dags, er miklu meiri stjórnmálamaður, eins og sést á daglegu bloggi hans. Hitt dæmið um hlutdrægni Ríkisútvarpsins var af frásögn þess af umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í októberbyrjun. Í kvöldfréttum þann dag var ræða ráðherrans endursögð athugasemdalaust. En fréttastofan hafði tafarlaust leitað til erlends sérfræðings um þá skoðun Bjarna Benediktssonar, að hugsanlega bæri að segja upp samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, og taldi sérfræðingurinn öll tormerki á því. Var þessi frétt flutt í sama fréttatíma og sagt var frá ræðu Bjarna. Þannig var reynt að ómerkja málflutning Bjarna tafarlaust.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook
24.10.2009 | 22:57
Sungu Nallann og steyttu hnefa
Hneyksli þætti, ef einhverjir tækju upp á því, hvað þá stjórnmálamenn, að syngja opinberlega baráttusöng nasista, Horst Wessel, sem var raunar gerður að eins konar óopinberum þjóðsöng Þýskalands um skeið á Hitlerstímanum. En er nokkru betra að syngja Internationalinn hástöfum og steyta hnefa, eins og þeir Össur Skarphéðinsson og Árni Páll Árnason gerðu á þingi BSRB á dögunum? Ólafur Ragnar Grímsson og Ögmundur Jónasson slepptu því þó að steyta hnefa, hvort sem þeir hafa raulað með eða ekki. Internationalinn, Nallinn, var um skeið þjóðsöngur Ráðstjórnarríkjanna, enda er hann svipað tákn kommúnismans og Horst Wessel er nasismans. Í Svartbók kommúnismans, sem ég sneri á íslensku, er giskað á, að hátt í þrjátíu milljónir manna hafi týnt lífi af völdum nasismans, en 85100 milljónir manna af völdum kommúnismans. Kommúnisminn var blóðug alræðisstefna. Þar sem kommúnistar höfðu tækifæri til, frömdu þeir fjöldamorð, sendu þá, sem þeir grunuðu um óhreinar hugsanir, í vinnubúðir eða fangelsi, fluttu fólk nauðugt úr heimkynnum sínum, bönnuðu alla gagnrýni og héldu uppi víðtækum njósnum. Í útvarpsþætti á dögunum skiptust við Gunnar Smári Egilsson á skoðunum um kommúnismann. Hann kvaðst telja, að hann nyti sömu skilyrðislausu fordæmingarinnar og nasisminn. Ég dró það í efa. Benti ég meðal annars á það, að ekki er lengra síðan en 1997, að áhrifamaður í Blaðamannafélagi Íslands og síðar í Samfylkingunni, Lúðvík Geirsson, sagði eftirlætisstjórnmálamann sinn vera Lenín. Alþýðubandalagið lauk snautlegum ferli sínum á því að senda hóp manna í boðsferð til Kúbu haustið 1998 á vegum kúbverska kommúnistaflokksins. Voru þar meðal annarra í för Margrét Frímannsdóttir og Svavar Gestsson. Núverandi formaður utanríkisnefndar, Árni Þór Sigurðsson, ber húfu með mynd af Che Guavara, liðsmanni Castros á Kúbu, en þaðan hefur 10% þjóðarinnar flúið, og er talið, að um þrjátíu þúsund manns hafi týnt lífi af völdum kúbverskra kommúnista. Þeir Össur og Árni Páll sýna fórnarlömbum kommúnismans virðingarleysi með því að syngja Internationalinn og steyta hnefa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.10.2009 kl. 06:10 | Slóð | Facebook
24.10.2009 | 01:15
Strákur í stórri ætt

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook
24.10.2009 | 00:57
Agli hefur farið aftur

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook
21.10.2009 | 23:12
Hroki og hleypidómar

20.10.2009 | 18:45
Iceslave-samningarnir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook
19.10.2009 | 19:09
Einn með Davíðsheilkennið

18.10.2009 | 18:11
Er jörðin ekki að hlýna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook
18.10.2009 | 18:07
Björn betri en Egill

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook
16.10.2009 | 16:25
Gauti hleypur á sig

Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.10.2009 kl. 23:00 | Slóð | Facebook