Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
15.11.2009 | 19:54
Hin gömlu gildi
Á þjóðfundi í Laugardalshöllinni í dag, 14. nóvember 2009, töluðu margir um, að snúa þyrfti til gamalla gilda. Ég er hjartanlega sammála þeim. Íslendingar týndu sjálfum sér í trylltan dansi í kringum gullkálfinn í fjögur ár, frá 2004 til 2008. Baugurinn, sem þeir drógu sér á hönd í einhverju fáti, spillti þeim. Þeir fáu, sem vöruðu við, voru hrópaðir niður. En hver eru hin gömlu gildi? Hver er hin íslenska hugsun? Ísland byggðist mönnum, sem kunnu ekki við sig annars staðar á Norðurlöndum, af því að þeim þótti þar ekki nægilegt svigrúm. Þess vegna sigldu þeir vestur um haf og hingað heim. Þegar Þórarinn Nefjólsson færði Íslendingum þau skilaboð, að best væri fyrir þá að láta dátt við erlenda konunga, svaraði Einar Þveræingur í frábærri ræðu, að menn vissu, að konungar væru misjafnir, sumir góðir og aðrir vondir, og væri því best að hafa enga konunga. Varaði hann við öllum tilraunum konunga til skattheimtu. Á Sturlungaöld gengu bændur enn lengra og sögðu, að best væri að hafa enga höfðingja. Að þessum arfi búum við. Þess vegna er menning okkar einstæð. Söguhetja Snorra, Egill Skallagrímsson, var fyrsti einstaklingurinn, eins og Nordal orðaði það: Hann var nægilega höfðingjadjarfur til að yrkja gegn guðunum, þegar honum mislíkaði við þá. Þótt Halldór Laxness ætlaði sér að skopast að hetjuhugsjóninni með því að skapa Bjart í Sumarhúsum, var nógu mikið af Agli Skallagrímssyni (og raunar Halldóri sjálfum) í Bjarti til þess, að hann var réttborinn Íslendingur.Var þrjóska Bjarts ekki öðrum þræði festa og lífsþróttur? Snúum til gamalla gilda, sjálfstæðishneigðar, höfðingjadirfsku og hóflegrar tortryggni í garð erlendra herramanna, líka þeirra, sem búa í Brüssel.
(Ljósmyndin er Mbl.-Kristinn.)
14.11.2009 | 18:43
Fróðlegar tölur
13.11.2009 | 20:12
Stighækkandi tekjuskattur óheppilegur
- Hann er flókinn í framkvæmd,
- leiðir til ábyrgðarleysis í stjórnmálum (þegar ekki er sami hópurinn, sem tekur ákvörðun um skattinn og ber hann)
- og dregur úr vinnuframlagi og verðmætasköpun.
Tímaritið Vísbending er ómissandi öllum áhugamönnum um þjóðarhag.
12.11.2009 | 15:23
„Ég býð! Þið borgið!“
Og ég leit fram í salinn
og bjóst við stjórnlausum fögnuði
fólksins.
En þar var enginn
og annarleg kyrrð hvíldi yfir
auðum bekkjunum.
Eggert taldi sig yfir það hafinn að þurfa að vinna fyrir sér, svo að oft skorti hann fé. Þegar hann hitti menn á götum Reykjavíkur, var viðkvæði hans: Ég býð! Þú borgar!
Nú hefur einn maður tekið upp þennan sið Eggerts. Hann er Jón Ásgeir Jóhannesson, öðru nafni Jón Násker. Hann heldur nú á fimmtudagskvöld mikið samsæti í íbúð sinni í Nýju Jórvík, en hún er við Gramercy Park og hefur amx.is birt fjölda mynda úr henni. Jón Násker hefur sem kunnugt er safnað stórkostlegustu skuldum, sem um getur í sögu Íslands, þúsund milljörðum króna, og notað fjölmiðla sína í illskeytta herferð gegn öllum þeim, sem dirfðust að gagnrýna hann eða jafnvel hafa orð á því einu, að hann ætti ekki að gína yfir öllu. Sífellt fleirum er þó ljóst, að hann er söngvari, sem getur ekki sungið. Auðvitað á hann ekki þessa íbúð í Nýju Jórvík, heldur íslenskir skattgreiðendur, þótt einhverjum aulum í íslenskum bönkunum hafi sennilega láðst að taka veð í henni. Þetta samsæti hans á fimmtudagskvöldið er því í boði íslenskra skattgreiðenda. Jón Násker segir í anda Eggerts: Ég býð! Þið borgið! Það er aðeins einn munur: Þeir, sem borguðu fyrir Eggert, fengu sjálfir að sitja veisluna. Það fá ekki þeir, sem borga fyrir veislu Jóns Náskers.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2009 kl. 20:15 | Slóð | Facebook
11.11.2009 | 12:25
Þeir vilja ALLTAF hækka skatta
fjárþarfar ríkissjóðs, vildu líka gera það fyrir tveimur árum, á meðan
allt lék í lyndi. Skattahækkanir eru þeim ekki ill nauðsyn, heldur
dygð. Aðrar þjóðir reyna nú að lækka skatta í því skyni að örva
atvinnulífið og auka vinnufýsi. Stjórnvöld á Íslandi bregðast þveröfugt
við. Þau vilja hækka fjármagnstekjuskatt, þótt sá skattur sé í
raun ekki 10%, eins og jafnan er fullyrt, heldur 26,2% (eins og sjá má
með einföldum útreikningi á því, þegar fyrst er greiddur tekjuskattur á
fyrirtæki og síðan greiddur skattur af útgreiddum arði). Stjórnvöld
vilja taka upp stighækkandi tekjuskatt, þótt fullreynt sé, að slíkur
skattur er flókinn í framkvæmd og skilar ekki þeim skatttekjum, sem að
er stefnt. Þau Jóhanna og Steingrímur gleyma því, að margar
gæsirnar, sem verpa gulleggjum, eru fleygar: Fyrirtæki og fjármagn
leita úr háskattalöndum eins og Svíþjóð í lágskattalönd eins og Sviss. Íslensk
stjórnvöld vilja taka upp auðlindaskatt í sjávarútvegi, þótt með því
ráðist þau á blómlega atvinnugrein, sem er að verða grönnum okkar
fordæmi og fyrirmynd. Auðvitað þarf að brúa bilið milli tekna
og gjalda ríkissjóðs. En hin skyndilega fjárþörf er tímabundin.
Stjórnvöld ættu að gera tvennt í stað þess að hækka skatta: selja
ríkisskuldabréf innanlands og minnka fjárþörfina með því að spara
hressilega í rekstri ríkisins, eins og margar aðrar þjóðir hafa þurft
að gera. En til þess þarf röggsamari stjórnvöld með gleggri skilning á lögmálum auðs og eklu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.11.2009 kl. 15:27 | Slóð | Facebook
10.11.2009 | 19:25
Fall Berlínarmúrsins

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook
10.11.2009 | 19:24
Á gangi í miðbænum
Tómas Guðmundsson og aðrir fastagestir atkvæði um það í upphafi fjórða
áratugar, hvort veita ætti þeldökku fólki aðgang að staðnum. Tómas var
sem vænta mátti eindreginn stuðningsmaður þess, og þá varð til hið
fræga kvæði hans um, að hjörtunum svipaði saman í Súdan og Grímsnesinu. Raunar var aftur fest upp spjald þar laugardagskvöldið 10. maí
1952: We do not cater for colored people here. (Hér fær þeldökkt fólk
ekki afgreiðslu.) Daginn eftir reif Sigurður Magnússon, kennari og
blaðafulltrúi Loftleiða um skeið, spjaldið niður, eins og Alþýðublaðið
sagði frá 13. maí, og urðu engin eftirmál. Það var á Hótel
Borg, sem Árni Pálsson prófessor sagði, þegar vinur hans kom þangað
grúttimbraður og pantaði sér sódavatn: Þetta kalla ég illa farið með
góðan þorsta. Það var á Hótel Borg, sem Kjarval sagði við
þjóninn: Ég hef nú ekki peninga til að borga yður með, en ég get boðið
yður dús. Er það ekki nóg? (Þessa sögu skilur unga kynslóðin sennilega
ekki.) Það var líka á Hótel Borg, sem Agnar Bogason ritsjóri sagði, að Akureyringar væru bestir klukkustundu fyrir rismál. Og
það var á Hótel Borg, sem þeir sátu iðulega að skrafi Doddi kúla
(Þórður Albertsson) og Tómas skáld. Eitt sinn barst í tal
vísuhelmingur, sem kenndur er Marteini Lúther með vafasömum rétti, að
sá væri glópur allt sitt líf, sem ekki elskaði sönginn, vín og víf.
Doddi kúla sagði: Tómas, ég er viss um, að þú yrðir ekki í neinum
vandræðum með að þrauka án söngs, en hvað myndirðu gera, ef þú þyrftir
að velja á milli víns og kvenna? Tóms svaraði með sinni venjulegu
hægð: Ég hygg, að um hvort tveggja færi það nokkuð eftir árgöngum. Í
annað skipti vitnaði Doddi kúla í þau frægu orð Oscars Wilde, að kona
með fortíð ætti sér enga framtíð. Tómas sagði þá: En þeir, sem slíkri
konu kynnast, hljóta að gera sér vonir um, að sagan endurtaki sig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.11.2009 kl. 00:04 | Slóð | Facebook
8.11.2009 | 23:34
Hvers vegna gelti hundurinn ekki?
Í einni sögu Arthurs Conan Doyle um einkalögreglumanninn skarpskyggna Sherlock Holmes benti söguhetjan á það mikilvæga atriði í sakamáli, að hundurinn gelti ekki. Skýringin var sú, að hundurinn hafði séð eiganda sinn (sem reyndist vera sakamaðurinn). Mér datt þessi saga í hug, þegar ég sá fréttaskýringu Inga F. Vilhjálmssonar, blaðamanns á DV og sonar Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, formanns bankaráðs Íslandsbanka, um helgina. Hún var um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og dáleika hans við auðmæringa og útrásarvíkinga. Vitnað var í marga fésýslumenn íslenska, sem lofsungu Ólaf, og birtar af þeim myndir. Einnig var rætt við sagnfræðinga og stjórnmálafræðinga, sem hneyksluðust óspart á þjónustulund forsetans við þotuliðið, og efuðust jafnvel sumir þeirra um, að honum væri lengur sætt á Bessastöðum. En í fréttaskýringuna vantaði einn auðjöfur. Ekkert var haft eftir honum, engin mynd var af honum, ekki var á hann minnst einu orði. Þetta var Jón Ásgeir Jóhannesson, öðru nafni Jón Násker. Var samband Jóns Náskers við forsetann þó nánara en nokkurs annars auðmanns, enda gerði forsetinn af vináttu við hann að synja fjölmiðlafrumvarpinu staðfestingar sumarið 2004, af því að Jón Násker hefði þá væntanlega misst einhver ítök sín á fjölmiðlum. Jón Násker var líka tíður gestur á Bessastöðum, þegar vinir forsetans eins og Martha Stewart þurftu að jafna sig þar í veislufagnaði eftir fangelsisvist fyrir efnahagsbrot. Ekki þarf frekar vitnanna við um það, sem allir vita raunar, að Jón Násker á DV. Hann notar það til þeirra árása, sem ekki hentar öðrum fjölmiðlum hans að flytja. Sannast á þessari fréttaskýringu Inga F. Vilhjálmssonar hið fornkveðna:
Sá á hund, sem elur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2009 kl. 09:11 | Slóð | Facebook
7.11.2009 | 16:55
Á Náskeri staddur

Lofgjörð okkur Gaui gaf,
og gott fann nafn á hana.
Sagað hefur hann Óla af
alla vankantana.
6.11.2009 | 23:58
Samskiptin við Bandaríkin
Lítið hefur farið fyrir merkilegri frétt á Eyjunni. Hún er, að Bandaríkin hafa ekki haft sendiherra á Íslandi í nærri því ár. Þetta er auðvitað engin tilviljun. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, móðgaði vísvitandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, dr. Carol van Voorst, skömmu áður en hún fór frá landinu snemma árs 2009. Henni hafði verið tilkynnt skriflega, að hún fengi fálkaorðuna, eins og oft gerist, þegar sendiherrar kveðja. Á leiðinni til Bessastaða, þar sem hún átti að taka við orðunni, var hringt í hana og henni sagt, að ekkert yrði af orðuveitingunni. Um misskilning hefði verið að ræða. Auðvitað hafði Ólafur Ragnar skipulagt þetta. Hann var að hefna sín á sendiherranum fyrir það, að hún kom því ekki í kring, að hann yrði viðstaddur embættistöku Obama Bandaríkjaforseta, eins og hann sóttist eftir. Þetta voru fádæmi og furðulegt, að orðunefnd eða forsætisráðherra, sem ber að lögum ábyrgð á gerðum forseta, skuli ekki hafa látið þetta til sín taka. Okkur ríður á miklu að hafa góð samskipti við Bandaríkin. Þótt þessi forseti kæmi fram við fulltrúa gamallar vinaþjóðar eins og argasti dóni, var hann kurteisin uppmáluð við þá íslensku skuldakónga, sem ollu bankahruninu, Bónus-menn. Vann hann það jafnvel til sumarið 2004 að synja lögum, sem takmarkað hefðu kost þeirra á að móta almenningsálitið, staðfestingar. Eins og kunnur hagyrðingur orti þá:
Hann vanhæfur kemur að verkinu,
Vigdís plantaði lerkinu
Hvert barn má það sjá,
að Bónus hann á.
Það er mynd af honum í merkinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.11.2009 kl. 12:26 | Slóð | Facebook