Sjálfstćđi dómarans

Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins 2003–2017, gerir harđa hríđ ađ eftirmanni sínum, Páli Hreinssyni, í Morgunblađinu 31. júlí 2021. Nefnir hann nokkur dćmi, ţar sem hann telur dómstólinn undir forystu Páls draga taum norska ríkisins, en Páll hafi auk ţess tekiđ ađ sér launađa ráđgjöf fyrir forsćtisráđuneytiđ íslenska og skert međ ţví sjálfstćđi sitt. Ég ţekki ekki hin norsku mál, en kann eitt íslenskt dćmi.

Í árslok 2008 var Páll skipađur formađur rannsóknarnefndar Alţingis á bankahruninu. Međ honum í nefndinni skyldu sitja Tryggvi Gunnarsson lögfrćđingur og Sigríđur Benediktsdóttir hagfrćđingur. Hinn 31. mars 2009 birtist í bandarísku stúdentablađi viđtal viđ Sigríđi, ţar sem hún sagđi um bankahruniđ: „Mér finnst sem ţetta sé niđurstađan af öfgakenndri grćđgi margra sem hlut eiga ađ máli og tómlátu andvaraleysi ţeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit međ fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöđugleika í landinu.“ Međ „tómlátu andvaraleysi“ gat Sigríđur ekki átt viđ nema tvćr stofnanir, Fjármálaeftirlitiđ, sem átti ađ hafa eftirlit međ fjármálakerfinu, og Seđlabankann, sem átti ađ sjá um fjármálastöđugleika. Hún hafđi ţannig fellt dóm fyrirfram.

Eftir ţessu var strax tekiđ. Ásmundur Helgason, ađallögfrćđingur Alţingis, taldi Sigríđi hafa gert sig vanhćfa međ ţessum ummćlum. Ţeir Páll og Tryggvi voru sömu skođunar, en Páll er sérfrćđingur í hćfisreglum stjórnsýslu, sem hann hafđi skrifađ um heila doktorsritgerđ. Í símtali 22. apríl 2009 báđu Páll og Tryggvi Sigríđi um ađ víkja úr nefndinni. Hún neitađi, og hófst vel skipulögđ fjölmiđlaherferđ henni til stuđnings. Viđ svo búiđ skiptu ţeir Páll og Tryggvi um skođun og kváđu nú ummćli Sigríđar hafa veriđ almenns eđlis, enda hefđi hún ekki nafngreint neinar stofnanir. Hún gćti ţví setiđ áfram í nefndinni. Ţessi rökstuđningur var fráleitur. Lögum samkvćmt hefur ein stofnun eftirlit međ fjármálakerfinu, Fjármálaeftirlitiđ, og önnur stofnun sér um fjármálastöđugleika, Seđlabankinn. Auđvitađ var Sigríđur ađ tala um ţessar stofnanir og engar ađrar. Doktorsritgerđ Páls var ţegjandi og hljóđalaust sett upp í hillu.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. ágúst 2021.)


Leiđréttingar á grein Stefáns Snćvarrs um mig

Stefán Snćvarr birti í gćr grein í nettímaritinu Stundinni um skođanir mínar á tengslum fasisma og sósíalisma. Hann segir ţar:

Frjálshyggjumađurinn Ludwig von Mises lofsöng fasismann ítalska áriđ 1927 og sagđi (í enskri ţýđingu úr ţýsku): “It cannot be denied that Fascism and similar movements aiming at the establishment of dictatorships are full of the best intentions and that their intervention has, for the moment, saved European civilization. The merit that Fascism has thereby won for itself will live on eternally in history” (Mises (1985): 51). Gerir ţetta frjálshyggjuna ađ systur  nasismann og fasismans? Hannes nefnir ekki ţessa athugasemd Mises í bók sinni Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers (2 bindi).

Ţetta er rangt. Ég skrifađi langt mál um ţessa athugasemd Mises á bls. 94–95 í seinna bindi bókar minnar:

For Mises, a choice always involves trade-offs. Sometimes it is between a greater and a lesser evil. This explains his comment on fascism that left-wing intellectuals are fond of quoting: ‘It cannot be denied that Fascism and similar movements aiming at the establishment of dictatorships are full of the best intentions and that their intervention has, for the moment, saved European civilization. The merit that Fascism has thereby won for itself will live on eternally in history.’ But Mises should not be quoted out of context, because he continues: ‘But though its policy has brought salvation for the moment, it is not of the kind which could promise continued success. Fascism was an emergency makeshift. To view it as something more would be a fatal error.’ Mises’ point is the plausible one that for a liberal faced with two evils, fascism and communism, fascism seems the lesser one, not least because it is possibly reversible. It is authoritarian rather than totalitarian: It aims not at total control of mind and body, but rather of body alone. Because it does not abolish private property rights to the means of production, it does not unite all economic control in one body. What Mises was referring to in the 1920s was that the ex-socialist Benito Mussolini in Italy and Admiral Miklós Horthy in Hungary hindered communist takeovers, although in Hungary the communists actually ruled by terror for a few months. Later examples might be Francisco Franco in Spain and Augusto Pinochet in Chile. Be that as it may, European fascism of the 1920s was quite different to Hitler’s national socialism with its horrible antisemitism. It should also be pointed out that in the 1920s Austria was surrounded by hostile neighbours and that her only potential ally and protector then was Mussolini’s Fascist Italy.


Leiđréttingar viđ grein Reynis Traustasonar um mig

Screenshot 2021-08-10 at 07.10.50Reynir Traustason birti í gćr grein um mig í nettímaritinu Mannlífi. Margt er ónákvćmt eđa rangt í ţessari grein, og hefđi honum veriđ í lófa lagiđ ađ hafa samband viđ mig til ađ fá stađreyndir málsins réttar.

1) Útivistardómurinn yfir mér í Bretlandi fyrir meiđyrđi var ógiltur af ţarlendum dómstólum, vegna ţess ađ mér hafđi ekki veriđ stefnt eftir réttum reglum. Málinu lauk svo, ađ Jón Ólafsson sótti bćtur til breskra stjórnvalda vegna ţessarar handvammar. Hins vegar kostuđu ţessi málaferli mig um 25 milljónir, jafnvel ţótt ég hlyti ađ lokum engan dóm. Hvorki Rithöfundasambandiđ né Blađamannafélagiđ ályktuđu mér til stuđnings, ţótt eftir ţví vćri leitađ. Málfrelsiđ er ađeins fyrir vinstri menn. New York Times og Sunday Times skrifuđu hins vegar mér til stuđnings, og meiđyrđalöggjöfinni hefur veriđ breytt í Bretlandi, međal annars vegna ţessa máls, sem vakti mikla athygli ţar ytra og ţótti furđulegt.

2) Ég hlaut engan dóm fyrir ritstuld, heldur fyrir brot á höfundarrétti, enda gerđi ég enga tilraun til ađ leyna ţví, ađ í bók um ćskuverk Laxness studdist ég ađ miklu leyti viđ endurminningar Laxness frá ćsku. Ég notađi sömu ađferđir og Laxness í bókum eins og Heimsljósi og Íslandsklukkunni og Pétur Gunnarsson í bókum sínum um Ţórberg. En auđvitađ giltu ađrar reglur um ţá en mig. Ţeir máttu ţađ, sem ég mátti ekki. Bókmenntafrćđingar sögđu í ađdáunartón, ađ eitt einkenni Laxness vćri, hvernig hann ynni eigin texta úr texta annarra! Ég sýndi raunar fjölskyldu Laxness handritiđ, og sátu tvćr dćtur hans í tvo daga yfir ţví, eins og ţáverandi starfsmađur útgáfunnar, Bjarni Ţorsteinsson, bar fyrir Hérađsdómi. Guđný Halldórsdóttir var ekki stödd í réttarsal, ţegar Bjarni bar vitni, og ţegar hún bar síđan vitni og var spurđ, hversu lengi hún hefđi setiđ međ handritiđ, svarađi hún, um ţađ bil kortér! Viđstaddir, sem hlustađ höfđu áđur á framburđ Bjarna, tóku andköf. Ţeir vissu, ađ hún var ađ setja ósatt. Ţađ var ekki nema von, ađ Hérađsdómur sýknađi mig. En Hćstiréttur virđist ekki hafa litiđ á ţessa hliđ málsins. Fyrir mér vakti auđvitađ alls ekki ađ brjóta höfundarrétt á Laxness-fjölskyldunni, sem hefur raunar nýlega tilkynnt skattyfirvöldum, ađ höfundarrétturinn sé einskis virđi, svo ađ hún eigi ekki ađ greiđa erfđaskatt af honum.

En bćđi ţessi dómsmál voru óskemmtileg, og sagđi ég stundum nemendum mínum, ađ eini dómurinn, sem ég hefđi hlotiđ og vćri stoltur af, vćri fyrir ađ reka Frjálst útvarp. Okkur tókst ađ brjóta á bak aftur einokun ríkisins á útvarpsrekstri.


Hvađ sögđu ráđunautarnir?

HalldorLaxnessGögn úr skjalasafni bandaríska útgefandans Alfreds A. Knopfs, sem Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafrćđingur hefur grafiđ upp og birt á Moggabloggi sínu, afsanna ţá kenningu, ađ Bjarni Benediktsson og bandarískir erindrekar hafi í sameiningu komiđ í veg fyrir, ađ bćkur Laxness yrđu gefnar út í Bandaríkjunum á dögum Kalda stríđsins. Knopf gaf Sjálfstćtt fólk út 1946, enda höfđu rithöfundarnir May Davies Martinet og Bernard Smith mćlt sterklega međ bókinni. Hún seldist vel, eftir ađ Mánađarbókafélagiđ, Book-of-the-Month Club, gerđi hana ađ valbók.

Knopf lét ţví skođa Sölku Völku, sem til var í enskri ţýđingu. Starfsmađur hans, bókmenntafrćđingurinn Roy Wilson Follett, las ţýđinguna, en taldi söguna standa ađ baki Sjálfstćđu fólki, vera hráa og ruglingslega. Ákvađ Knopf ađ gefa bókina ekki út. Ári síđar, 1947, var honum send dönsk ţýđing á Heimsljósi ásamt nokkrum köflum á ensku. Hann bar ensku kaflana undir annan starfsmann sinn, rithöfundinn Herbert Weinstock, sem kvađst ekki hafa veriđ hrifinn af Sjálfstćđu fólki og taldi ţetta brot úr Heimsljósi ekki lofa góđu. Tímasóun vćri ađ skođa verkiđ nánar.

Í árslok 1948 var Knopf send sćnsk ţýđing á Íslandsklukkunni, og nú var Eugene Gay-Tifft fenginn til ađ meta verkiđ, en hann hafđi ţýtt talsvert úr norsku fyrir Knopf. Hann skilađi rćkilegri umsögn, var hrifinn af verkinu, en taldi vafamál, ađ ţađ myndi höfđa til bandarískra lesenda. Ákvađ Knopf ađ gefa bókina ekki út. Enn var Knopf send ţýsk ţýđing á Íslandsklukkunni haustiđ 1951, og taldi rithöfundurinn Robert Pick (sem var austurrískur flóttamađur) ástćđulaust ađ endurskođa fyrri ákvörđun.

Snemma árs 1955 var Knopf send sćnsk ţýđing Gerplu. Nú var bókin borin undir sćnska konu, Alfhild Huebsch, sem gift var bandarískum bókmenntamanni, og lagđi hún til, ađ henni yrđi hafnađ. Sagan vćri góđ og gćti skírskotađ til norrćnna lesenda, en ekki bandarískra.

Ţremur árum síđar las einn ráđunautur Knopfs, Henry Robbins, enska ţýđingu Gerplu, og vildi hann líka hafna bókinni, enda vćri hún misheppnuđ skopstćling á Íslendinga sögum.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. ágúst 2021.)


Vegna skrifa í Viđskiptablađinu

Screenshot 2021-08-06 at 11.12.43Margt er oft til í ţví, sem Týr skrifar í Viđskiptablađiđ, en halda verđur ţví til haga, ađ Háskólinn fór aldrei eftir neinni kröfu um, ađ ég hćtti ađ kenna. Sú krafa kom raunar aldrei fram á neinn hátt viđ mig. Ţegar ég samdi fyrir nokkru um breytta tilhögun á rannsóknar-, stjórnunar- og kennsluskyldum mínum, var aldrei minnst einu orđi á neinar slíkar kröfur. Eins og ég hafđi oft lagt til áđur, voru sameinuđ tvö námskeiđ í stjórnmálaheimspeki: hafđi annađ veriđ kennt í stjórnmálafrćđi og hitt í heimspeki, og tóku heimspekingarnir ađ sér kennsluna, svo ađ ég gat helgađ mig ţeim rannsóknum, sem skiluđu á síđasta ári verki í tveimur bindum, TWENTY-FOUR CONSERVATIVE-LIBERAL THINKERS, samtals 884 bls. Fleira er vćntanlegt á nćstu árum. Framkoma yfirmanna Háskólans í minn garđ (rektors og forseta félagsvísindasviđs) viđ ţessar breytingar var óađfinnanleg. En vissulega ríđur holskefla ófrjálslyndis og umburđarleysis yfir vestrćna háskóla ţessi misserin, eins og Týr nefnir mörg dćmi um í ţessari grein. Vísindin eiga ađ vera frjáls samkeppni hugmynda, og frćđimenn ţurfa óttalausir ađ geta rakiđ hugmyndir og röksemdir út í hörgul, reynt á ţanţol ţeirra.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband