Leiðréttingar á grein Stefáns Snævarrs um mig

Stefán Snævarr birti í gær grein í nettímaritinu Stundinni um skoðanir mínar á tengslum fasisma og sósíalisma. Hann segir þar:

Frjálshyggjumaðurinn Ludwig von Mises lofsöng fasismann ítalska árið 1927 og sagði (í enskri þýðingu úr þýsku): “It cannot be denied that Fascism and similar movements aiming at the establishment of dictatorships are full of the best intentions and that their intervention has, for the moment, saved European civilization. The merit that Fascism has thereby won for itself will live on eternally in history” (Mises (1985): 51). Gerir þetta frjálshyggjuna að systur  nasismann og fasismans? Hannes nefnir ekki þessa athugasemd Mises í bók sinni Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers (2 bindi).

Þetta er rangt. Ég skrifaði langt mál um þessa athugasemd Mises á bls. 94–95 í seinna bindi bókar minnar:

For Mises, a choice always involves trade-offs. Sometimes it is between a greater and a lesser evil. This explains his comment on fascism that left-wing intellectuals are fond of quoting: ‘It cannot be denied that Fascism and similar movements aiming at the establishment of dictatorships are full of the best intentions and that their intervention has, for the moment, saved European civilization. The merit that Fascism has thereby won for itself will live on eternally in history.’ But Mises should not be quoted out of context, because he continues: ‘But though its policy has brought salvation for the moment, it is not of the kind which could promise continued success. Fascism was an emergency makeshift. To view it as something more would be a fatal error.’ Mises’ point is the plausible one that for a liberal faced with two evils, fascism and communism, fascism seems the lesser one, not least because it is possibly reversible. It is authoritarian rather than totalitarian: It aims not at total control of mind and body, but rather of body alone. Because it does not abolish private property rights to the means of production, it does not unite all economic control in one body. What Mises was referring to in the 1920s was that the ex-socialist Benito Mussolini in Italy and Admiral Miklós Horthy in Hungary hindered communist takeovers, although in Hungary the communists actually ruled by terror for a few months. Later examples might be Francisco Franco in Spain and Augusto Pinochet in Chile. Be that as it may, European fascism of the 1920s was quite different to Hitler’s national socialism with its horrible antisemitism. It should also be pointed out that in the 1920s Austria was surrounded by hostile neighbours and that her only potential ally and protector then was Mussolini’s Fascist Italy.


Leiðréttingar við grein Reynis Traustasonar um mig

Screenshot 2021-08-10 at 07.10.50Reynir Traustason birti í gær grein um mig í nettímaritinu Mannlífi. Margt er ónákvæmt eða rangt í þessari grein, og hefði honum verið í lófa lagið að hafa samband við mig til að fá staðreyndir málsins réttar.

1) Útivistardómurinn yfir mér í Bretlandi fyrir meiðyrði var ógiltur af þarlendum dómstólum, vegna þess að mér hafði ekki verið stefnt eftir réttum reglum. Málinu lauk svo, að Jón Ólafsson sótti bætur til breskra stjórnvalda vegna þessarar handvammar. Hins vegar kostuðu þessi málaferli mig um 25 milljónir, jafnvel þótt ég hlyti að lokum engan dóm. Hvorki Rithöfundasambandið né Blaðamannafélagið ályktuðu mér til stuðnings, þótt eftir því væri leitað. Málfrelsið er aðeins fyrir vinstri menn. New York Times og Sunday Times skrifuðu hins vegar mér til stuðnings, og meiðyrðalöggjöfinni hefur verið breytt í Bretlandi, meðal annars vegna þessa máls, sem vakti mikla athygli þar ytra og þótti furðulegt.

2) Ég hlaut engan dóm fyrir ritstuld, heldur fyrir brot á höfundarrétti, enda gerði ég enga tilraun til að leyna því, að í bók um æskuverk Laxness studdist ég að miklu leyti við endurminningar Laxness frá æsku. Ég notaði sömu aðferðir og Laxness í bókum eins og Heimsljósi og Íslandsklukkunni og Pétur Gunnarsson í bókum sínum um Þórberg. En auðvitað giltu aðrar reglur um þá en mig. Þeir máttu það, sem ég mátti ekki. Bókmenntafræðingar sögðu í aðdáunartón, að eitt einkenni Laxness væri, hvernig hann ynni eigin texta úr texta annarra! Ég sýndi raunar fjölskyldu Laxness handritið, og sátu tvær dætur hans í tvo daga yfir því, eins og þáverandi starfsmaður útgáfunnar, Bjarni Þorsteinsson, bar fyrir Héraðsdómi. Guðný Halldórsdóttir var ekki stödd í réttarsal, þegar Bjarni bar vitni, og þegar hún bar síðan vitni og var spurð, hversu lengi hún hefði setið með handritið, svaraði hún, um það bil kortér! Viðstaddir, sem hlustað höfðu áður á framburð Bjarna, tóku andköf. Þeir vissu, að hún var að setja ósatt. Það var ekki nema von, að Héraðsdómur sýknaði mig. En Hæstiréttur virðist ekki hafa litið á þessa hlið málsins. Fyrir mér vakti auðvitað alls ekki að brjóta höfundarrétt á Laxness-fjölskyldunni, sem hefur raunar nýlega tilkynnt skattyfirvöldum, að höfundarrétturinn sé einskis virði, svo að hún eigi ekki að greiða erfðaskatt af honum.

En bæði þessi dómsmál voru óskemmtileg, og sagði ég stundum nemendum mínum, að eini dómurinn, sem ég hefði hlotið og væri stoltur af, væri fyrir að reka Frjálst útvarp. Okkur tókst að brjóta á bak aftur einokun ríkisins á útvarpsrekstri.


Bloggfærslur 10. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband