Five Years On: 2008-2013

The 2008 collapse of the Icelandic banks has already generated some myths. One is that the Icelandic banking sector was overgrown. There is no such thing as an overgrown banking sector. All depends on the area which the sector is serving and the institutional support it can expect to receive. Switzerland, Belgium, Luxembourg and the United Kingdom had banking sectors that were roughly as big proportionally as that of Iceland, and these sectors did not collapse. Another myth is that the Icelandic bankers were more reckless than their colleagues elsewhere. But if they were, how did they then find customers, not only depositors, but also renowned financial institutions like Deutsche Bank? And when we read about HSBC being fined for money laundering and Barclays for libor rate-fixing, and about the excesses of the RBS management, the Icelandic bankers begin to appear, not exactly as choirboys, but rather as normal bankers. The third myth is that the collapse of the Icelandic banks was caused by “neo-liberalism”. It is left unexplained what exactly would be the causal connection, but the crucial point surely is that the Icelandic banking sector operated under precisely the same legal and regulatory framework as banking sectors in other member-states of the European Economic Area, EEA. Therefore, this is a myth, not a plausible explanation.
 
What did then cause all the Icelandic banks to collapse, while most other banks survived? The Special Investigation Commission, SIC, of the Icelandic parliament correctly identified a systemic risk in the Icelandic situation: “Of all the business blocks, which had borrowed liberally in the Icelandic banking system, the most conspicuous one was business associated with Baugur Group. In all three banks, as well as in Straumur-Burdaras, this group had become too large an exposure. The SIC considers that this has constituted a significant systemic risk, as collapse of one enterprise could affect not only one systematically important bank but all the three systematically important banks. The financial stability, therefore, would be significantly threatened by, for instance, Baugur Group, which had as indicated in the report, … substantial liquidation problems in the latter half of 2008.” What happened in Iceland was that in 2004, the leader of Baugur Group, businessman and adventurer Jon Asgeir Johannesson, became the most powerful man in Iceland, after his critic, David Oddsson, stepped down as Prime Minister. The market capitalism of 1991–2004 was transformed into the crony capitalism of 2004–2008. Not only did Johannesson and his cronies control two-thirds of the retail business, they also owned almost all the private media and one of the three banks, while having good access to the other two banks. It did not seem to make any difference to opinion-makers that Johannesson was investigated, indicted and convicted for breaking the law on business practices, being given a three months suspended prison sentence.
 
The other systemic risk in the Icelandic situation was that the area the banking sector served—the whole of EEA—was much larger than the area where it could depend on institutional support. This created a mismatch, or a system error. The problem was not that the banks were too big; it was that Iceland was too small. But it did not occur to anyone at the time that Iceland would, unlike all other European countries, be left totally to its own devices. The death knell of the Icelandic banking sector really sounded on 24 September 2008 when the US Federal Reserve System announced that it had made currency swap arrangements—essentially a license to print dollars—with the central banks of Sweden, Norway and Denmark. It became obvious to the financial markets that Iceland was not included, although it remained a secret for a while that Iceland’s Central Bank had indeed asked to participate, but that it had been refused. In the following months, the American Fed made currency swap deals with the Swiss for $466 billion and with Denmark for $73 billion. This enabled the central banks of these countries to bail out banks like UBS and Credit Suisse in Switzerland and Danske Bank in Denmark. Without these currency swap deals, these banks would probably have folded. In other words: the Icelandic banks collapsed, because they did not receive the same support as banks in larger countries. They were not blameless—one of them being controlled by Johannesson, and the other two betting heavily, and inexplicably, on him—but they were not to blame for an old ally, and the mightiest state in the world, abandoning Iceland. I am not saying, either, that the banks should have been bailed out—the refusal to help Iceland was probably a blessing in disguise—but only that almost all banks in other European countries obviously needed support to survive.
 
The British Labour government made things worse when it closed down the two banks in England owned by Icelanders on 8 October, the same day it bailed out almost all other banks in the country, including banks being investigated for rate-fixing and other questionable practices. Simultaneously, the Labour government took the drastic step of invoking the British anti-terrorism law against one of the Icelandic banks, with the almost instantaneous effect that all money transfers to and from Iceland stopped. For a while, Iceland’s Central Bank and the Treasury were also on the list of terrorist organisations, alongside Al Qaida, the Talibans and the governments of North Korea and the Sudan. It is still not fully explained why the British government took this extraordinary action against a NATO ally which did not even possess a military. The official explanation was that the authorities acted on a suspicion that a lot of money would otherwise be transferred from England to Iceland. This is what happened just before the demise of Lehman Brothers in September: About $8 billion were transferred from London to New York, under the nose of the British authorities. But at that time, of course, the British government did not put the Fed nor the American treasury on a list of terrorist organisations. However, no credible evidence has been presented for any attempt illegitimately to transfer money to Iceland. Probably, an important factor was that Labour ministers thought that bullying the defenceless Icelanders made good politics. Be it as it may, the use of the anti-terrorism law made any attempts to rescue what was left of the Icelandic banks hopeless. In the light of what happened in those dark October days five years ago, it was astonishing to see David Miliband—Foreign Minister in the government which had put Icelandic institutions and companies on a list of terrorist organisations—being fawned upon by Icelandic dignitaries when he gave a talk at the University of Iceland 26 September 2012, conveniently letting it be known in advance that he would not take questions about disputes with Iceland.
 
For the Icelanders, accustomed to peace and prosperity, the collapse of the banking sector was a huge shock. They did not realize until later—or even not at all—that in fact seven European countries were hurt worse than Iceland by the financial crisis. The political repercussions were serious. In came a government of petty, vengeful left-wingers. Central Bank Governor David Oddsson, the former Prime Minister and the only Icelandic person of authority who had consistently warned against the financial adventures of Johannesson and his cronies, was driven from his post, and Geir Haarde, the Prime Minister at the time of the collapse, was indicted (whereas the Social Democratic ministers were not). Later, Haarde was acquitted on all but one trivial count, that he had not held enough ministerial meetings before and during the crisis. The left-wing government gave in to demands from the British Labour government that Icelandic taxpayers should reimburse it for having (unilaterally) paid out money to depositors in so-called Icesave accounts in England, operated by one of the Icelandic banks. The Icelandic position, forcefully argued for by Oddsson, had been that Icelandic taxpayers were not liable for transactions between foreign depositors and Icelandic banks: It was the Insurance Fund for Depositors and Investors, set up properly under EEA regulations, that was liable, and if it could not pay out, it was its problem, not that of Icelandic taxpayers. The negotiations with British officials were carried out with extraordinary ineptitude by the Icelandic left-wingers in power: it was as if they became weak at their knees by even hearing a foreign language spoken. However, the Icesave deals made between the Icelandic and the British governments were twice struck down by Icelandic voters. In the end, the EFTA court decided in early 2013 that Iceland had not been liable at all, only the Insurance Fund for Depositors and Investors. This contributed to the rout of the left-wing parties in the 2013 elections, the Social Democrats dropping from 29.8% of the votes to 12.9%.
 
So, what did we learn? That we should both reject the crony capitalism of 2004–2008 and the petty, vengeful socialism of 2009–2013, and try to return to the healthy market capitalism of 1991–2004 where the major objective is to create opportunities for individuals to better their condition by their own effort.

(Grein í Grapevine fimm árum eftir bankahrunið 7. október 2013.)


Sigurbjörg biðst afsökunar og leiðréttir ummæli sín

Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og prófessor Robert Wade hafa í ýmsum erlendum blöðum haft eftirfarandi setningu eftir mér innan gæsalappa: „Oddsson’s experiment with liberal policies is the greatest success story in the world.“ Eða á íslensku: Frjálshyggjutilraun Davíð Oddssonar er saga um mesta árangur í heimi. Á ég að hafa skrifað þessi hrifningarorð í Wall Street Journal 29. janúar 2004 um ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.

Frásögn Sigurbjargar og Wades hefur birst í New Left Review, Monde diplomatique, Huffington Post, Cambridge Journal of Economics og öðrum blöðum og tímaritum, á ensku, þýsku, frönsku, spænsku, portúgölsku og ítölsku og eflaust fleiri málum.

En ég sagði þetta alls ekki í Wall Street Journal 29. janúar 2004. Þau orð, sem Sigurbjörg og Wade hafa beint eftir mér og setja innan gæsalappa, er hvergi að finna í greininni, sem hefur frá upphafi verið aðgengileg á Netinu. Greinin í Wall Street Journal var skrifuð í tilefni af 100 ára heimastjórn á Íslandi, og þar segi ég, að Ísland sé komið í fremstu röð um almenna velmegun eftir róttækar og umfangsmiklar umbætur í átt til aukins frelsis, sem eigi sér helst hliðstæður í Bretlandi Thatchers, Nýja Sjálandi og Síle. Ég bæti við í næstu málsgrein, að þessi góði árangur sé ekki síst að þakka Davíð Oddssyni, sem hafi nú lengst allra vestrænna stjórnmálamanna verið forsætisráðherra.

Eftir að ég sneri mér til Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur og kvartaði undan hinni röngu tilvitnun þeirra Wades í mig, hefur hún bréflega beðist afsökunar á tilvitnuninni og boðist til að leiðrétta villu sína í þeim blöðum og tímaritum, sem hafa birt hana. Viðurkennir hún, að þeim Wade hafi orðið á mistök með því að setja gæsalappir utan um þessa setningu eins og um beina tilvitnun væri að ræða. Segir hún til skýringar, að þau Wade hafi tekið þessa setningu eftir þriðja aðila, en ekki flett frumheimildinni upp.

Ég hef samþykkt þessi málslok, enda hefur Sigurbjörg beðist afsökunar á að hafa haft rangt eftir mér og boðist til að leiðrétta þetta, þar sem það hefur birst. Tel ég það nægja.


Ómálefnalegur Evrópusambandssinni

Ég er Evrópusinni. Ég er Evrópusambandssinni fyrir margar þjóðir, þar á meðal Frakka og Þjóðverja, sem loks eru hættir að berjast, og fyrir Eistlendinga, sem þurfa skjól gegn stórum og óbilgjörnum grönnum. En ég er ekki Evrópusambandssinni fyrir Íslendinga, sem þurfa aðgang að opnum markaði, en ekki aðild að lokuðu ríki.

Síðustu misseri hefur dunið á okkur áróður fyrir Evrópusambandsaðild, sem Evrópusambandið hefur kostað. Gestir hafa streymt hingað og haldið fyrirlestra í Háskóla Íslands um það, hversu dásamlegt sé fyrir smáríki að vera í Evrópusambandinu. Þeim hefur verið tekið af fullri kurteisi. Á þá hefur ekki verið ráðist ómálefnalega.

Nú bregður svo við, að fyrrverandi aðalendurskoðandi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Marta Andreasen, kemur og flytur fyrirlestur um vonbrigði sín af sambandinu og um hina víðtæku spillingu og bókhaldsóreiðu innan þess. Menn þurfa ekki að vera sammála Mörtu um allt til þess að viðurkenna, að sjónarmið hennar eru forvitnileg.

En nú ráðast Evrópusambandssinnar eins og einn bloggarinn á Eyjunni, Elvar Örn Arason, á hana fyrir fyrrverandi samstarfsfólk hennar! Hann kom ekki á fundinn með henni, svo að ég yrði var við, og hann reynir ekki að svara rökum hennar, sem sett voru fram í Sjónvarpinu, en einnig í skrifuðum fyrirlestri hennar.

Hvers vegna svara þessir menn ekki rökum og sjónarmiðum Andreasens, til dæmis að mikil spilling sé í ESB, að reikningar sambandsins hafi ekki verið endurskoðaðir síðustu átján árin, að féð, sem rann í styrki til Grikklands og Spánar, hafi horfið, að þjóðir með stóran fiskveiðiflota muni ásælast Íslandsmið, að skriffinnarnir í Brüssel, sem hún kynntist í sínu háa embætti, hafi engan áhuga á lýðræði, heldur aðeins á eigin völdum?

Evrópusambandið, Kýpur og Færeyjar

Því er haldið fram, að Ísland þurfi skjól. Það er rétt. Vegna skjólsins af Bandaríkjamönnum gátum við rekið Breta í áföngum af Íslandsmiðum, þar sem þeir höfðu veitt frá 1412. Og vegna þess, að við höfðum ekki lengur skjólið af þeim, féllu bankarnir íslensku haustið 2008, eins og ég á eftir að sýna betur.

En skjól geta verið misjöfn. Kýpur er á evrusvæðinu. Nú sætir Kýpur afarkostum til þess að fá neyðarlán frá þríeykinu, Evrópusambandinu, Evrópska seðlabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Fé innstæðueigenda er að nokkru leyti gert upptækt. Seðlabankar Evrópu og Bandaríkjanna dældu hins vegar fé í önnur lönd, til dæmis Danmörku og Sviss, þegar talin var alþjóðleg kerfisáhætta af falli bankakerfa þeirra. En Kýpur er eins og Ísland nógu lítið til að sparka því út í kuldann.

Og Danmörk er nú neydd til að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Færeyingum, hinum gömlu vinum þeirra og skjólstæðingum, vegna makríldeilunnar. Sú deila er einföld. Makríllinn tók upp að synda á fiskimið Íslendinga og Færeyinga og éta þar aðrar tegundur sjávardýra beint eða éta frá þeim fæðu. Við teljum okkur heimilt að veiða makrílinn, enda á Evrópusambandið hann ekki og getur ekki heldur breytt fiskimiðum okkar í ókeypis bithaga fyrir sig.

Einhverjir svara: En er Evrópusambandið ekki að taka á peningaþvætti og öðrum vafasömum aðgerðum bankanna á Kýpur? En hvað þá um Sviss og Bretland, sem var bjargað? Þurfti HSBC ekki að greiða stórsekt til Bandaríkjanna á dögunum fyrir peningaþvætti? Og halda menn, að allt það fé, sem Evópusambandið hefur látið til Ítalíu og Grikklands, hafi runnið í eðlilega farvegi?

Það situr síðan illa á Evrópusambandinu að reyna að kenna okkur fiskveiðistjórnun. Þar er allt í kaldakoli í sjávarútvegi, ráðleysi og ringulreið.


Innri endurskoðandinn systir ríkisendurskoðanda!

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 5. júlí 204 er bent á, að ríkisendurskoðandi er bróðir innra endurskoðanda Seðlabankans, en væntanlega hefur hinn furðulegi gerningur Más Guðmundssonar, þegar hann lét Seðlabankann greiða málskostnað sinn í máli, sem hann höfðaði gegn Seðlabankanum (og í því máli gerði Seðlabankinn á móti kröfu um málskostnað úr hendi Más Guðmundssonar og vann málið), farið fram hjá innri endurskoðandanum eða hún kosið að láta kyrrt liggja. Ríkisendurskoðandi var því meðal annars að rannsaka verk eða vanrækslu systur sinnar.

Eitt á yfir alla að ganga. Menn eiga að vera jafnir fyrir lögunum. Margir hafa furðað sig á því, að bróðir útrásarvíkingsins Ólafs Ólafssonar skuli sitja í dómi um útrásarmál, og hefur ríkissaksóknari krafist endurupptöku málsins. Bankamenn sæta þessa dagana ákærum fyrir umboðssvik, sem eru brot á 249. grein hegningarlaganna:

Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.

Fyrrverandi formaður bankaráðs, Lára V. Júlíusdóttir, lét greiða málskostnað Más í heimildarleysi. Það er viðurkennt í skýrslu Ríkisendurskoðunar, enda erfitt að neita þeirri augljósu staðreynd. En munu fjölmiðlar vera eins herskáir í garð bróður innri endurskoðanda Seðlabankans og í garð bróður Ólafs Ólafssonar? Og eins grimmir gegn þeim Láru V. Júlíusdóttir og Má Guðmundssyni og gegn bankamönnunum?

Hvar eru nú Bubbi og Hörður Torfa?

Þegar ég sat í bankaráði Seðlabankans, var Már Guðmundsson hagfræðingur bankans um skeið. Ég hafði gott eitt af honum að segja. Þótt hann væri drjúgur með sig, var hann vel að sér og mælti jafnan skynsamlega. Einu kynni mín af honum áður voru, þegar við vorum iðulega ræðumenn hvor fyrir sinn málstað í framhaldsskólum, hann fyrir sósíalisma og ég fyrir frjálshyggju. Boðaði hann þá, að menn skyldu taka almannahag fram fyrir eigin hag.

Hins vegar var Már bersýnilega ráðinn seðlabankastjóri af stjórnmálaástæðum, þótt látið væri svo heita, að hann hefði mesta þekkingu og reynslu umsækjenda. En dómgreind skiptir ekki síður máli. Sú ákvörðun Más að una ekki við launalækkun, sem aðrir í sambærilegum stöðum urðu að sætta sig við á erfiðum tímum, sýndi dómgreindarbrest.

Már kveðst hafa viljað láta reyna á rétt sinn með því að höfða mál gegn Seðlabankanum. En stundum er skynsamlegast að krefjast ekki réttar síns. Þegar Davíð Oddsson lét af starfi borgarstjóra, átti hann rétt á sex mánaða biðlaunum. Hann ákvað að taka sér þau ekki, þótt réttur hans til þeirra væri ótvíræður. Þegar Davíð var skipaður seðlabankastjóri, var gerður við hann ráðningarsamningur til sjö ára, frá 20. október 2005 til 20. október 2012. Samningurinn var svo skýr, að Davíð hefði með dómi getað fengið full mánaðarlaun greidd allt til 20. október 2012, en hann var sem kunnugt er hrakinn úr starfi í febrúar 2009. En Davíð ákvað að láta kyrrt liggja.

Þegar Davíð var ráðherra 1991–2005, tók eiginkona hans aldrei dagpeninga í utanlandsferðum eins og makar annarra ráðherra. Þetta var réttur hennar, en hún nýtti sér hann ekki.

Hvort tveggja gerir síðan hlut Más verri, að hann tapaði máli sínu gegn Seðlabankanum og að hann lét bankann greiða málskostnað sinn. En ólíkt hafast þeir að í eigin málum, gamli sósíalistinn, sem boðaði forðum, að taka skyldi almannahag fram yfir eigin hag, og hinn borgaralegi stjórnmálamaður Davíð Oddsson. En nú ber svo við, að þeir Hörður Torfason og Bubbi Morthens eru hvergi sjáanlegir með potta sína og pönnur fyrir utan Seðlabankann.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 22. mars 2014, endurbirtur af sérstöku tilefni.)


Alþingi ómerkir eina niðurstöðu rannsóknarnefndar sinnar

Margt var fróðlegt og gagnlegt í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu frá 2010. Meginniðurstaða nefndarinnar er, að Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi hafi verið helsti innlendi áhrifavaldurinn um hrunið. Í 7. bindi, 21. kafla, bls. 189, segir: „Af öllum þeim fyrirtækjahópum sem höfðu veruleg útlán í íslenska bankakerfinu stendur upp úr stór hópur fyrirtækja sem tengdist Baugi Group. Í öllum þremur bönkunum sem og í Straumi-Burðarási skapaði þessi hópur of stóra áhættu.“

Síðan segir: „Rannsóknarnefndin telur að hér hafi verið búin að myndast veruleg kerfisáhætta, þar sem fall eins fyrirtækis gat haft áhrif ekki aðeins á einn kerfislega mikilvægan banka heldur alla þrjá kerfislega mikilvægu bankana. Fjármálastöðugleika var því verulega ógnað af til að mynda Baugi sem var, eins og fram kemur í skýrslunni, kominn í veruleg greiðsluvandræði þegar líða tók á árið 2008. Seðlabanka Íslands er falið að tryggja fjármálastöðugleika í landinu, en eins og fram kemur í skýrslunni hafði Seðlabankinn heldur ekki kallað eftir nauðsynlegum gögnum til að meta þessa kerfisáhættu. Rannsóknarnefndin hafnar því hins vegar að honum hafi ekki verið heimilt að fá gögn, eins og fram kemur í kafla 19.7. Fjármálaeftirlitið hafði hins vegar gögnin til að sjá þessa kerfisáhættu.“

Þótt aðfinnslur Rannsóknarnefndarinnar um ætlaða vanrækslu seðlabankastjóranna þriggja séu ekki stórvægilegar, breytir það því ekki, að nefndin sakaði þá um vanrækslu. Þeir hefðu að hennar sögn átt að kalla eftir gögnum um Baug og fyrirtæki nátengd því. Í athugasemdum sínum, sem ekki fengust birtar í hinum prentaða hluta skýrslunnar, vísuðu seðlabankastjórarnir þrír þessum aðfinnslum alfarið á bug og sögðust ekki hafa haft lagaheimild til að útvega sér slík gögn ólíkt Fjármálaeftirlitinu.

Nú hefur Alþingi sjálft skorið úr þessum ágreiningi. Það samþykkti sumarið 2013 frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands. Í athugasemdum er efni þess stuttlega lýst: „Í frumvarpinu er lagt til að skerpt verði á heimildum Seðlabanka Íslands til að setja lánastofnunum reglur um laust fé og lágmark stöðugrar fjármögnunar hvort sem er í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðlum og skilgreina betur hvaða eignir og skuldir falli undir gjaldeyrisjöfnuð, sundurliðun þeirra og vægi. Til að reglur Seðlabankans nái markmiði sínu og bankinn geti rækt það hlutverk sitt að stuðla að fjármálastöðugleika og þar með virku og öruggu fjármálakerfi er jafnframt lagt til að skerpt verði á heimildum Seðlabankans til þess að afla upplýsinga og að tilgreint ákvæði laganna um beitingu dagsekta verði sett fram með skýrari hætti. Þá er lagt til að skýrt verði tekið fram í lögum um Seðlabanka Íslands að bankinn skuli stuðla að fjármálastöðugleika.“

Frumvarp þetta var flutt að frumkvæði Seðlabanka Íslands. Sigríður Benediktsdóttir, sem hefur umsjón með fjármálastöðugleika í bankanum, taldi að athuguðu máli nauðsynlegt að veita honum auknar heimildir til þess að afla upplýsinga. En hvers vegna þurfti að samþykkja sérstakt frumvarp um það? Vegna þess að Seðlabankinn hafði slíkar heimildir ekki áður. Alþingi hefur nú í raun viðurkennt, að seðlabankastjórarnir þrír höfðu rétt fyrir sér í athugasemdum við aðfinnslur Rannsóknarnefndarinnar. Hefði Rannsóknarnefndin haft rétt fyrir sér, þá hefði ekki þurft að samþykkja þetta frumvarp.

(Grein í Morgunblaðinu 3. ágúst 2013.)


Íslenskur huldumaður á Galápagos-eyjum

Fyrir skömmu átti ég erindi til Galapagos-eyja, og þá komst ég að því, að íslenskur einsetumaður bjó þar um 1930 til 1945. Hann kallaði sig oftast Walter Finsen, en enginn maður með slíku nafni er finnanlegur í íslenskum skjölum. Íslendingsins er getið í nokkrum bókum erlendra ferðalanga á eyjunum, en einnig í íslenskum heimildum. Ein slík er viðtal í Vísi 1951 við íslenskan skipstjóra, sem hafði hitt hann á stríðsárunum, þegar bandaríski herinn hafði bækistöð á eyjunum. Kvaðst hann þá vera af Thorarensen-ætt. Önnur heimild er viðtal í Morgunblaðinu 1967 við þýska konu, búsetta á Íslandi, sem hafði farið til eyjanna þá um sumarið og hitt gamla nágranna Íslendingsins.

Þessi Íslendingur var sagður um sjötugt, þegar hann lést á Galapagos-eyjum 1945. Hann hafði haldið ungur til sjós, væntanlega á síðasta áratug 19. aldar. Hann var staddur í San Francisco, þegar jarðskjálftinn mikli 1906 lagði borgina í rúst, en lengst var hann í Rómönsku Ameríku, meðal annars við olíuleit í Maricaibo í Venesúela, en hafði einnig eitthvað að segja af mexíkósku byltingunni 1910-1920. Þegar hann var á sextugsaldri bjó hann í Síle, en þá veiktist hann og læknar sögðu honum, að hann ætti ekki langt eftir. Þá ákvað hann að flytjast til Galapagos-eyja, þar sem hann átti dönsk kunningjahjón. Settist hann fyrst að hjá þeim á eynni Santa Cruz, en reisti sér síðan lítið hús þar úr svörtum hraunhellum. Vegna málakunnáttu sinnar var hann oft leiðsögumaður erlendra ferðamanna og kenndi einnig börnum eyjarskeggja. Sagði hann sögur af Íslandi, og íslenski sjómaðurinn, sem hitti hann á stríðsárunum, hafði orð á því, að heimili hans hefði verið með íslensku sniði.

Í íslensku heimildunum er ekki nefnt, að Íslendingurinn varð vitni að undarlegu morðmáli á eyjunum. Kona birtist þar með tveimur ástmönnum sínum og kallaði sig barónessu de Wagner-Bousquet. Settist hún að á Floreana-ey. En einn góðan veðurdag árið 1934 hvarf hún ásamt öðrum ástmanninum, og hefur ekki spurst til þeirra síðan. Hinn ástmaðurinn flýtti sér að reyna að komast til meginlandsins, en fannst nokkrum mánuðum síðar látinn á eyðiey þar skammt frá. En hver var Íslendingurinn, sem kallaði sig oftast Walter Finsen? Hugsanlega var hann Ágúst Bjarnason Thorarensen, sem fæddist 1880, missti föður sinn 1885 og fór í siglingar, og er ekkert meira vitað um hann.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 6. júlí 2013. Ég hef síðan komist að því, hver maðurinn var.)


The Case for (Sustainable) Whaling

[I published the following article in the English-language Reykjavik magazine Grapevine, July 2013:]

World food prices have soared in recent years, not least after the financial crisis of 2007–8. Expectedly, everywhere the poor are hit hardest. But a large source of cheap, healthy food is available, and hardly utilised: the whale stocks in the seven seas. Iceland is one of the few countries which allow some whaling. The two stocks harvested in Icelandic waters are the minke whale, one of the smaller whale species, and the fin whale, the world’s second-largest animal. These stocks are in good shape: According to Icelandic marine biologists, there are about 40,000 minke whales and 20,000 fin whales roaming around in Icelandic waters. There is therefore no problem in harvesting a few hundred whales of each stock every year. Whaling is fully sustainable in Iceland.

The European Union—where Iceland has recently applied for membership—is however adamant against whaling. The motive is political. The whale is, with the African elephant and a few other big animals, a part of the “charismatic megafauna” embraced by environmentalists, a powerful political constituency in Europe. The whale has no longer the image of the deadly Moby Dick in Melville’s novel. Now, it is supposed to be the smiling, playful Keiko of “Free Willy”. The scientific argument for a ban on whaling is weaker, however. Many stocks, not only the minke and fin whales in Icelandic waters, are abundant. Why are they not harvested?

Part of the answer is history: the terrible overexploitation of whale stocks in early 20th century. The majestic blue whale, the world’s largest animal, was almost driven to extinction. The International Whaling Commission, IWC, established in 1946, proved ineffective in protecting whale stocks. In 1973, a respected Canadian mathematician, Colin W. Clark, published a piece in Science discussing the failure of the IWC and showing that with a high discount rate, and a slow-growing species like the blue whale, it might be profitable to hunt it to extinction. Taking their cue from Clark, environmentalists targeted the IWC and in 1982, they succeeded in having it impose a moratorium on whaling, which started in 1986.

Iceland voted against the moratorium and used a special exemption to continue limited whaling for scientific purposes in 1986–9. In response, the environmentalist organisation Sea Shepherd in the Summer of 1986 sank two whaling boats in Reykjavik harbor and attacked a whale processing plant. Iceland left the IWC in 1992 in protest against the disregard it showed for scientific findings. The IWC had not allowed whalers to resume harvesting stocks found to be abundant. It seemed indeed to be turning itself into the International Non-Whaling Commission. The chairman of IWC’s scientific committee, Dr. Philip Hammond, resigned in 1993 from his position for the same reason as Iceland left the IWC.

In 2002, however, Iceland rejoined the IWC, with a reservation that if the scientific evidence favoured sustainable whaling, it would be resumed in Icelandic waters. When the minke and fin whale stocks were found to be abundant, whaling was resumed in 2006, despite loud complaints by the EU. Icelandic whalers are now regaining markets lost during the moratorium, while whale watching at sea is also popular with tourists in Iceland. Moreover, in 2007 three distinguished economists, Quentin Grafton, Tom Kompas and Ray Hilborn, published a piece in Science rejecting Clark’s 1973 argument against whaling. Grafton and his co-authors pointed out that if a particular stock of an animal was owned by someone, that owner would have a vested interest in maintaining a strong stock, because harvesting costs usually are low when the stock is abundant, rising as the population is reduced.

The Icelanders have developed an efficient system in their fishery, making it profitable unlike most fisheries elsewhere. This is a system of individual, transferable quotas which can best be described as private use rights in fish stocks. This system could easily be extended to whales in the Icelandic waters and for that matter elsewhere. This would essentially mean that whales would be privatised, taken into stewardship. Those holding the quotas would behave like owners: they would have a vested interest in maintaining strong whale stocks.

Whaling may not only be sustainable in many stocks, but also necessary. Icelandic marine biologists estimate that whales in the Icelandic waters consume annually about 6 million tonnes of many kinds of seafood, mostly squid and crustaceans, but also 2 million tonnes of fish, such as cod, herring and capelin. By comparison, the Icelanders harvest slightly more than 1 million tonnes of fish annually. It seems obvious that whales significantly reduce the total fish harvest in the Icelandic waters. But even if this was not true, as some environmentalists argue, this would only mean that the whale succeeds in finding and processing nutrients which man, with present technology, cannot utilise. In other words, the whale can then be looked upon as a highly efficient search engine for, and processor of, seafood.

In a world of food scarcity, especially amongst the poor, the fierce opposition of the European Union to sustainable whaling may not only be scientifically misguided, and economically unsound, but also immoral.


Fjölskyldurnar fjórtán

Hér hefur áður verið vikið að einu vígorði Jóns Baldvins Hannibalssonar, fjölskyldunum fjórtán, sem hann fullyrti í fundaherferð 1990, að ættu Ísland. Hann fékkst að vísu aldrei til að skýra nánar, hverjar þessar fjölskyldur væru. En ég tek eftir því, að þetta vígorð hefur ratað inn í bækur um Ísland, til dæmis fjörlega skrifað, en heldur óáreiðanlegt, rit eftir breska blaðamanninn Roger Boyes um bankahrunið, Meltdown Iceland. 

Ég lagðist þess vegna í grúsk um uppruna orðasambandsins. Í ljós kom, að Jón Baldvin smíðaði það ekki, heldur kom það fyrst fyrir hér á landi, svo að ég viti, í fréttagreinum um ástandið í El Salvador, til dæmis í Þjóðviljanum 1977 og 1980. Á spænsku er iðulega talað um „las catorce familias“, auðugar landeigendaættir, sem löngum hafi stjórnað þessu litla landi í Mið-Ameríku. Talan er aðallega táknræn, því að El Salvador skiptist í fjórtán umdæmi eða héruð. Á íslensku smellur þetta miklu betur vegna stuðlunar.

Mælt er, að Úlfar Þormóðsson, blaðamaður og rithöfundur, hafi fyrstur notað orðasambandið upp úr 1970 um nokkrar auðugustu fjölskyldur Íslands, og er það líklegt, enda er Úlfar áhugamaður um samsæriskenningar og lagði á sig að skrifa bók í tveimur bindum um frímúrararegluna. Ég hef þó hvergi getað fundið þetta orðasamband í skrifum Úlfars í Þjóðviljanum. Fyrst var það líklega notað í þessari staðfærðu merkingu í grein í Degi 6. nóvember 1987 eftir Reyni Antonsson, kennara og blaðamann. Þar kvað hann fjórtán fjölskyldur stjórna Íslandi, en sagði engin frekari deili á þeim.

Hverjar voru þessar fjölskyldur? Og stjórnuðu þær eins miklu og af var látið? Iðulega eru nefndar ættirnar, sem kenndar eru við Thors og Hafstein, Engeyjarættin og heildsalaættirnar þrjár, sem áttu forðum hluti í Morgunblaðinu, Johnson, Gíslason og afkomendur Hallgríms Benediktssonar. En þetta eru aðeins sex ættir og auður þeirra mestallur horfinn. Hverjar eru hinar átta?

Ég hygg, að auðugasti maður landsins um 1920 hafi verið Thor Jensen í Kveldúlfi, um 1955 Björn Ólafsson í Verksmiðjunni Vífilfelli og um 1990 Pálmi Jónsson í Hagkaup. Thor var vissulega ættfaðir einnar af þeim sex fjölskyldum, sem oftast eru nefndar, en Björn og Pálmi voru hvorugir tengdir þeim. Líklega er því áróðursgildi orðasambandsins meira en skýringargildi þess.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 29. júní 2013.)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband