Dæmi um heift vinstri manna

Ég skal játa, að ég varð hissa, þegar ég fékk tölvuskeyti frá Gunnari Gunnarssyni fréttamanni föstudagsmorguninn 22. nóvember 2013 um það, hvort ég gæti komið í Spegilinn þá síðdegis til að ræða um morðið á Kennedy Bandaríkjaforseta að liðinni hálfri öld. Samkennarar mínir í stjórnmálafræði hafa síðustu fimm árin verið tíðir gestir í Speglinum, en aldrei verið leitað til mín þar. Það hefur að vísu ekki haldið fyrir mér vöku, enda finnst mér satt að segja nóg framboð af mér í fjölmiðlum. Mín hugmynd um gott líf er að grúska á daginn og grilla á kvöldin, en ekki að láta móðann mása opinberlega. Ég kvað þó já við að koma, enda hef ég kennt námskeiðið Bandarísk stjórnmál í stjórnmálafræðideild og dvalist langdvölum í Bandaríkjunum, meðal annars sem gistifræðimaður í Stanford-háskóla, Kaliforníuháskóla í Los Angeles (UCLA) og George Mason-háskóla í Virginíu, tvisvar sem Fulbright-fræðimaður. Viðtalið gekk bærilega, og Gunnar var hinn alúðlegasti.

En annað undrunarefni tók síðan við. Ég las ummæli vinstri manna á Snjáldru (Facebook) um viðtalið. Það var eins og orðið hefði héraðsbrestur! Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði færslu: „Af hverju er Hannes Hólmsteinn í útvarpinu mínu?“ Síðan var röð af athugasemdum. Helga R. Óskarsdóttir skrifaði til dæmis: „Vantar ekki bara síðu á viðtækið þitt?“ Róbert Gíslason skrifaði: „Vírus?“ Vilhelm G. Kristinsson sagði: „Hann ætti fyrir löngu að hafa sagt sitt síðasta orð.“

Við þessa færslu Margrétar Tryggvadóttur höfðu 20 merkt velþóknun, þau Hans Kristján Árnason, Samúel Jóhannsson, Sigrún Hallsdóttir, Sigurður H. Magnússon, Margrét Rún, Þórunn Hreggviðsdóttir, Einar Sandoz, Helgi Jónsson, Erling Ingvason, Ingólfur Hermannsson, Birna Guðmundsdóttir, Sigurður Einarsson, Hans Júlíus Þórðarson, Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, Siggi Hólm, Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir, Örnólfur Hall, Helga Dröfn Högnadóttir, Gunnar Steinn Gunnarsson og Bjarnheiður Bjarnadóttir.

En hvenær varð Ríkisútvarpið þinglýst eign vinstri manna? Var ég skyndilega boðflenna í útvarpinu þeirra? Ég var að vísu feginn, að Margrét úrskurðaði mig ekki geðveikan, eins og gerst hefur í dæmi annarra. En ekki veit ég, hver útfærslan yrði á þeirri skoðun Vilhelms G. Kristinssonar (fyrrverandi fréttamanns), að ég hefði fyrir löngu átt að hafa sagt mitt síðasta orð.

Og Jón Þórisson, fyrrverandi aðstoðarmaður Evu Jolie, skrifaði færslu: „Heyrðuð þið Hannes Hólmstein í Speglinum um JFK? Ég veit ekki hvernig ykkur varð við en ég hringdi í fréttastofu RUV og kvartaði.“

Fjöldi athugasemda fylgdi þessari færslu, sumar eftir nafnkunna menn. Til dæmis sagði Þór Saari, hinn greinargóði heimildarmaður rannsóknarnefndarinnar um Íbúðalánasjóð: „Þetta var einhver hlægilegasta umfjöllun sem ég hef heyrt. Þvílíkt bull og þvæla.“ Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði: „Það má heita algilt lögmál að í hvert sinn sem Sjálfstæðismenn hafa Menntamálaráðuneytið fer Hannes Hólmsteinn að ríða húsum í Ríkisútvarpinu.“ Eini tölvuvinur Jóns Þórissonar, sem virtist vera í jafnvægi, var Egill Helgason, sem skrifaði: „Fólk getur verið ósammála Hannesi, en hann hlýtur nú að mega tala í útvarpið.“

Við þessa færslu Jóns Þórissonar höfðu 37 menn merkt velþóknun, þau Andri Sigurðsson, Matthildur Torfadóttir, Ásdís Thoroddsen, Þórunn Hreggviðsdóttir, Viðar Ingvason, Birna Guðmundsdóttir, Vala Friðriksdóttir, Einar Ólafsson, Júlíus Guðmundsson, Þráinn Bertelsson, Örnólfur Hall, Lára Hanna Einarsdóttir, Sigrún Helgadóttir, Jacob Thor Haraldsson, Björn Þorsteinsson, Arna Mosdal, Margrét Auðuns, Einar Þór Jörgensen, Hjördís Guðbjörnsdóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Hjálmtýr Heiðdal, Jón Kristófer Arnarson, Hildur Rúna Hauksdóttir, Máni Ragnar Sveinsson, Regína Stefnisdóttir, Sigurður Hauksson, Morten Lange, Anna Þórisdóttir, Katrín Hilmarsdóttir, Ragnheiður Gestsdóttir, Einar Steingrímsson, Hlynur Hallsson, Kristín I. Pálsdóttir, Andrea Þormar, Elísabet Ronaldsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Björg Sveinsdóttir. Þetta eru ekki allt dulnefni. Á bak við sum þessi nöfn stendur raunverulegt fólk, jafnvel tveir fyrrverandi alþingismenn.

Og Jón Þórisson kvartaði! Eftir öll viðtöl Spegilsins við þá Þórólf Matthíasson (sem vorið 2012 voru orðin 32 frá bankahruni) og sálufélaga hans, eins og rakið er hér í Viðskiptablaðinu.

Það er ótrúleg heift í þessu fólki. Hefur það ekkert merkilegra að gera en að hata mig? Ég er svo sannarlega ekki maður að þess skapi. En því miður get ég ekki bent því á að fara sér til hughreystingar á leikritið eftir Braga Ólafsson, sem sett var upp mér til háðungar í Þjóðleikhúsinu, því að sýningum á því hefur verið hætt vegna dræmrar aðsóknar.


Viðbrögð Lamonts lávarðar við erindi mínu

Norman Lamont, lávarður af Lerwick, sem var fjármálaráðherra Breta 1990–1993, sagði á ráðstefnu í Búdapest 15. nóvember 2013 um fjármálakreppuna 2008, að það framferði ríkisstjórnar breska Verkamannaflokksins að setja hryðjuverkalög á Íslendinga hefði verið „til skammar“ (a disgrace). Hann kvaðst biðjast afsökunar á þessu framferði fyrir hönd allra þeirra Breta, sem teldu Íslendinga eiga að sæta réttlátri málsmeðferð. Lamont lávarður kvaddi sér sárstaklega hljóðs eftir fyrirlestur minn á ráðstefnunni, en ég hafði rakið, hvernig stjórn Verkamannaflokksins hefði lokað íslensku bönkunum tveimur í Lundúnum, fimm mínútum áður en hún kynnti viðamikla björgunaráætlun fyrir alla banka í Bretlandi, og síðan sett hryðjuverkalög á einn íslenska bankann, sem hefði samstundis lamað starfsemi annarra íslenskra fyrirtækja og stofnana.

Í fyrirlestri mínum hafði ég hafnað ýmsum algengum skýringum á bankahruninu íslenska, til dæmis þeim, að regluverkið hefði verið losaralegra en annars staðar, bankarnir of stórir eða bankamennirnir íslensku sérstakir glannar. Ég benti á, að regluverkið var hið sama og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu, að stærð bankageirans í Sviss, Belgíu og Bretlandi hefði verið svipuð hlutfallslega og á Íslandi og að bankamenn annars staðar í Evrópu hefðu reynst vera sömu glannar og á Íslandi, nema hvað þeir hefðu fengið aðstoð bandaríska seðlabankans, svo að þeir hefðu ekki fallið. Ég kvað íslenska bankakerfið 2008 hafa verið veikburða vegna tvenns konar kerfisáhættu: vegna of mikilla innbyrðis eignatengsla og vegna þess, að rekstrarsvæði bankanna hefði verið miklu stærra en baktryggingarsvæði þeirra. Úrslitum hefði ráðið um hrun þess, að seðlabankinn bankaríski hefði neitað að veita Íslandi fyrirgreiðslu og stjórn breska Verkamannaflokksins hefði lokað íslensku bönkunum og beitt hryðjuverkalögunum. Þessar ákvarðanir væru enn ekki að fullu skýrðar.


Nýtt myndband um sjálfselsku

Hér er myndband með upptöku af ræðu dr. Yarons Brooks, sem hann flutti, þegar skáldsagan Kíra Argúnova eftir Ayn Rand kom út á íslensku 1. nóvember 2013. Þar færir hann rök fyrir því, að menn eigi að elska sjálfa sig, og svarar mjög vel erfiðum spurningum, sem beint var að honum. Enginn hinna fjölmörgu vinstri manna, sem deilt hafa á kenningar Ayns Rands, sá sér fært að koma, þótt ég hefði tekið frá sæti fyrir þá á fremsta bekk.

 


Hrollvekjur tuttugustu aldar

Evrópa tuttugustu aldar er full af hrollvekjum. Hún var full af fórnarlömbum. Nasistar myrtu um eða yfir 20 milljónir manna, að því er talið er, þar af sex milljónir gyðinga. (Þegar átt er við þjóðflokkinn eða trúflokkinn, á að skrifa nafnið með litlum staf, en með stórum, þegar rætt er um þjóðina.) Kommúnistar myrtu um eða yfir 100 milljónir manna, eins og kemur fram í Svartbók kommúnismans, sem ég ritstýrði og þýddi á íslensku 2009. Stéphane Courtois prófessor var ritstjóri frönsku frumútgáfunnar, og hann var einn af ræðumönnum á fundi Evrópuvettvangs um minningu og samvisku, sem ég sótti í Haag 12.–13. nóvember 2013. Á meðal annarra ræðumanna var Vytautas Landsbergis, fyrsti forseti Litháens, eftir að hernámi Rússa lauk 1991. (Íslendingar viðurkenndu aldrei innlimun Litháens og annarra Eystrasaltsríkja í Ráðstjórnarríkin 1940 og urðu fyrstir þjóða til að endurnýja hina gömlu viðurkenningu sína á sjálfstæði þeirra í ágúst 1991.)

Ég sagði á ráðstefnunni frá samstarfsverkefni RNH (Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt) og AECR (Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna) um „Evrópu fórnarlambanna“, en fjöldi fræðimanna og rithöfunda í fremstu röð hafa heimsótt Ísland í tengslum við það verkefni: dr. Bent Jensen prófessor, einn fremsti sérfræðingur Dana um kommúnisma, dr. Niels Erik Rosenfeldt prófessor, sem skrifað hefur tveggja binda verk um leynilega starfsemi Kominterns, dr. Øystein Sørensen prófessor, einn helsti sérfræðingur Norðmanna um alræðisstefnur, Stéphane Courtois sjálfur, Anna Funder, höfundur verðlaunabókarinnar Stasiland, Pawel Ukielski, forstöðumaður safnsins um uppreisnina í Varsjá 1944, dr. Mart Nuut, sagnfræðingur og þingmaður á eistneska þinginu, og Andreja Zver, forstöðumaður stofnunar um sátt við söguna í Slóveníu.

Einnig sagði ég frá tveimur erindum mínum í tengslum við verkefnið. Annað var haldið í nóvember 2012 til varnar Jung Chang og Jon Halliday, höfundum stórfróðlegrar ævisögu Maós, en starfsmaður og styrkþegi kínversku stjórnarinnar hafði skrifað langa árásargrein á þau í Sögu, tímarit Hins íslenska sögufélags. Hitt erindið var haldið í október 2013 um „Ólíkar þjóðir deila minningum“, þar sem ég bar saman hlutskipti Íslands og Eystrasaltslandanna á tuttugustu öld: Öll fengu ríkin sjálfstæði 1918, öll voru þau hernumin vorið 1940, í öllum leysti nýr hernámsaðili annan af hólmi 1941, og öll urðu þau lýðveldi 1944, þegar Ísland sleit sambandið við Dani, en Eystrasaltsríkin urðu „ráðstjórnarlýðveldi“ gegn vilja sínum.

Að kvöldi 12. nóvember var fundur í samkomuhúsi kaþólsku kirkjunnar í Haag um rætur alræðisstefnunnar. Stéphane Courtois benti á, að Lenín hefði fyrstur fylgt fram hugmyndinni um fullkomna umsköpun skipulagsins og nýjan mann að henni lokinni. Í rauninni hefðu Stalín og Hitler og jafnvel Mússólíni verið lærisveinar hans. Ég spurði Courtois, hvað hann segði um ýmis lönd, þar sem ríkisvaldið hefði verið nánast altækt, svo sem ríki Inkanna í Perú og Kínaveldi undir stjórn Ming-keisaranna. Hefðu þau verið alræðisríki? Courtois svaraði því til, að þetta hefðu verið ríki forræðissinna (authoritarians), en ekki alræðissinna (totalitarians), því að frumhugmyndina um fullkomna umsköpun skipulagsins og nýjan mann hefði vantað.

Courtois er lágvaxinn maður með alskegg, brosmildur, iðandi af lífi og fjöri. Við spjölluðum margt saman. Hann sagði mér, að franska frumútgáfan hefði komið í bókabúðir 7. nóvember 1997, réttum sjötíu árum eftir byltingu bolsévíka í Rússlandi. Dóttir sín hefði komið blaðskellandi inn rétt eftir morgunmat og sagði, að bókin væri komin í bókabúðina á horninu rétt hjá íbúð þeirra og þegar hefðu selst tvö eintök. Síðan hefði fjölmiðlaathyglin skollið á þeim eins og stormur. Courtois sagði líka frá ágreiningnum á meðal höfunda bókarinnar, sem nú hefði verið jafnaður, til dæmis við Nicolas Werth, sem skrifaði kaflann um Rússland. Hann sagði, að Svartbókin ætti sér sjálf langa og merkilega sögu.


Myndbönd um Kolkrabbann og Baugsklíkuna

Ég flutti erindi á málstofu í Viðskiptadeild þriðjudaginn 5. nóvember 2013 um það, hvort Kolkrabbi hefði löngum ráðið íslensku atvinnulífi ásamt „fjölskyldunum fjórtán“, eins og dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir hefur haldið fram. Einnig ræddi ég um þá kenningu hennar, að Eimreiðarhópurinn hefði síðan tekið við sem valdaklíka, og vísaði ég þvi á bug með ýmsum rökum. Enn fremur gerði ég að umtalsefni árin 2004–2008, þegar Jón Ásgeir Jóhannesson hafði hér mestöll völd og Baugspennarnir fóru mikinn. Ég benti á það, að Ísland naut þá mikils lánstrausts vegna hinnar skynsamlegu stefnu, sem fylgt var árin 1991–2004, þegar verðbólga hjaðnaði niður í hið sama og í grannlöndunum, andvirði seldra ríkisfyrirtækja var notað til að greiða upp skuldir ríkissjóðs, skilvirkt og arðbært fiskveiðistjórnunarkerfi var fest í sessi, sjálfbært og traust lífeyrissjóðakerfi fékk að myndast, skattar voru lækkaðir og réttindi einstaklinga aukin með stjórnsýslulögum og upplýsingalögum.

Ég sýndi línurit, sem ég sótti í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu, um skuldasöfnun viðskiptasamstæðnanna þriggja, sem mest kvað að upp úr 2000, Baugsklíkunnar, Exista-hópsins og Björgólfsfeðga. Þar kemur fram, að Baugsklíkan var í sérflokki um skuldasöfnun. Í samanburði við hana fóru hinir hóparnir tveir gætilega. Baugsklíkan var líka í sérflokki um það, að hún var mjög virk í stjórnmálabaráttunni. Hún keypti upp einkamiðlana og sigaði þeim miskunnarlaust á þá, sem hún taldi sér ekki hliðholla. Sú er kaldhæðni örlaganna, að Jón Ásgeir nýtti hið mikla lánstraust, sem Davíð Oddsson hafði skapað erlendis, til þess að berjast gegn Davíð af öllu afli. Má ef til vill hafa sömu orð um það og gert var, þegar Tryggvi Þórhallsson fór í framboð gegn Jónasi Jónssyni frá Hriflu: Sjaldan launar skepnan skaparanum. Illt er einnig til þess að vita, að margt duglegt og gott fólk í bönkum og útrásarfyrirtæki skuli hafa fengið á sig óorð vegna einnar klíku. Ekki á að fordæma allt viðskiptalífið fyrir bankahrun vegna þess, sem Baugsklíkan gerði ein.

Hér er viðtal, sem netsjónvarp Morgunblaðsins tók við mig eftir málstofuna:

Hér sést, í hvað eitthvað af því mikla fé, sem Baugsklíkan tók út úr bönkunum, rann::

Hún ögrar viðteknum viðhorfum

Hver er vinsælasti kvenrithöfundur heims? Hver er um leið áhrifamesti kvenheimspekingur heims? Hún er rússnesk-bandaríski rithöfundurinn Ayn Rand, en bækur hennar hafa selst í 30 milljónum eintaka um allan heim.

Nú er komin út skáldsagan Kíra Argúnova eftir hana á íslensku með eftirmála um Rand, ævi hennar og verk, eftir Ásgeir Jóhannesson, lögfræðing og heimspeking. Af því tilefni talaði kunnur mælskusnillingur, dr. Yaron Brook, forstöðumaður Ayn Rand-stofnunarinnar í Kaliforníu, um Rand og kenningar hennar, meðal annars um vörn hennar fyrir sjálselsku og kapítalisma. Fundurinn var 1. nóvember 2013 kl. 17.15 í stofu N-132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands.

Kíra Argúnova birtist fyrst á íslensku sem framhaldssaga í Morgunblaðinu 1949, en Frosti Logason útvarpsmaður bjó hana til prentunar, og var það þáttur í B.A. ritgerð hans í Háskóla Íslands undir minni umsjón. Þrátt fyrir nokkra eftirgrennslan er ekki vitað, hver þýddi hana, en farið var vandlega yfir þýðinguna, sem er samt lipur og aðgengileg.

Þess má líka geta, að útvarpsleikritið Aðfaranótt sautjánda janúar eftir Rand hefur að minnsta kosti tvisvar verið flutt í Ríkisútvarpinu í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir á bókarkápunni um Kíru Argúnovu: „Raunsönn lýsing á rússneskum örlögum.“ Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntaskýrandi segir: „Mesta bókmenntaverkið af sögum Rands.“ Ég vona, að þau Guðmundur og Kolbrún lendi ekki í neinum útistöðum við Egil Helgason sjónvarpsmann, Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor, Stefán Snævarr heimspekiprófessor og fleiri vinstri sinnaða menntamenn, sem hafa keppst við síðustu daga að fordæma verk Ayns Rands. Bandaríski rithöfundurinn H. L. Mencken sagði um þessa bók, að hún væri „frábær“.

Hér er stórfróðlegt viðtal sjónvarpsmannsins Mikes Wallaces við Ayn Rand frá 1959 í þremur hlutum:


Tuggur Stefáns hraktar

Stefán Ólafsson prófessor fer með sömu tuggurnar á bloggi sínu og hann hefur gert á Íslandi síðustu þrjátíu árin að minnsta kosti. Hann varar við auðræði. En hvar var Stefán, þegar hér var raunverulegt auðræði árin 2004–2008? Tók hann þá undir með Davíð Oddssyni, sem bar fram fjölmiðlafrumvarp vorið 2004, svo að ein auðklíka réði ekki aðeins yfir tveimur þriðju smásölumarkaðarins, heldur líka bönkum, tryggingafélögum og öllum einkamiðlum? Gagnrýndi hann Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir að ráðast í hinni alræmdu Borgarnesræðu á lögregluna, sem var aðeins að sinna skylduverki með því að rannsaka kæru frá Jóni Gerald Sullenberger á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? Ónei. Ónei.

Stefán hefur lítið lært, frá því að hann bar upp sömu spurningarnar við Milton Friedman 1984 — fyrir tuttugu og níu árum — og nú í daglegu bloggi sínu. Hér er stutt sýnishorn af því, hvernig Friedman svaraði honum:


Egill Helgason og Kommúnistaávarpið

Góðkunningi minn og tíður viðmælandi, víðlesinn, Egill Helgason, segist hafa teygt sig upp í bókahilluna og lesið aftur Kommúnistaávarpið, eftir að hann sá þetta myndband: Hann ætti að skoða líka þetta myndband, sem er viðbragð við hinu fyrra: Tölurnar í þessu síðara myndbandi eru svipaðar og dr. Birgir Þór Runólfsson, dósent í hagfræði, hefur bent á: Um 20% tekjuhæstu Bandaríkjamennirnir greiða um 70% skatta í landinu. Þetta merkir, að 80% landsmanna greiða aðeins um 30% skattanna. Hvað myndi gerast, ef þessi 20% tekjuhæstu gæfust upp á að halda landinu uppi og færu? Þá sætu þeir 80% tekjulægri uppi með skatta, sem næmu aðeins 30% af því, sem nú er. Þeir fengjust þá aðallega við að telja sultardropana úr nefjum sínum og þræta um sneiðar af miklu minni köku.

Þetta er stefið í bók Ayns Rands, Undirstöðunni, sem er um leið læsileg skáldsaga. Hvað myndi gerast, ef þeir, sem skapa verðmætin, hætta að nenna að deila þeim með hinum, sem ekki skapa verðmætin?Í Kommúnistaávarpinu segir, að öll saga mannkynsins hafi fram að þessu verið saga um stéttabaráttu. En er hún ekki saga um baráttu hinna talandi stétta við hinar vinnandi stéttir, um baráttu þeirra, sem sníkja, við hina, sem skapa?


Five Years On: 2008-2013

The 2008 collapse of the Icelandic banks has already generated some myths. One is that the Icelandic banking sector was overgrown. There is no such thing as an overgrown banking sector. All depends on the area which the sector is serving and the institutional support it can expect to receive. Switzerland, Belgium, Luxembourg and the United Kingdom had banking sectors that were roughly as big proportionally as that of Iceland, and these sectors did not collapse. Another myth is that the Icelandic bankers were more reckless than their colleagues elsewhere. But if they were, how did they then find customers, not only depositors, but also renowned financial institutions like Deutsche Bank? And when we read about HSBC being fined for money laundering and Barclays for libor rate-fixing, and about the excesses of the RBS management, the Icelandic bankers begin to appear, not exactly as choirboys, but rather as normal bankers. The third myth is that the collapse of the Icelandic banks was caused by “neo-liberalism”. It is left unexplained what exactly would be the causal connection, but the crucial point surely is that the Icelandic banking sector operated under precisely the same legal and regulatory framework as banking sectors in other member-states of the European Economic Area, EEA. Therefore, this is a myth, not a plausible explanation.
 
What did then cause all the Icelandic banks to collapse, while most other banks survived? The Special Investigation Commission, SIC, of the Icelandic parliament correctly identified a systemic risk in the Icelandic situation: “Of all the business blocks, which had borrowed liberally in the Icelandic banking system, the most conspicuous one was business associated with Baugur Group. In all three banks, as well as in Straumur-Burdaras, this group had become too large an exposure. The SIC considers that this has constituted a significant systemic risk, as collapse of one enterprise could affect not only one systematically important bank but all the three systematically important banks. The financial stability, therefore, would be significantly threatened by, for instance, Baugur Group, which had as indicated in the report, … substantial liquidation problems in the latter half of 2008.” What happened in Iceland was that in 2004, the leader of Baugur Group, businessman and adventurer Jon Asgeir Johannesson, became the most powerful man in Iceland, after his critic, David Oddsson, stepped down as Prime Minister. The market capitalism of 1991–2004 was transformed into the crony capitalism of 2004–2008. Not only did Johannesson and his cronies control two-thirds of the retail business, they also owned almost all the private media and one of the three banks, while having good access to the other two banks. It did not seem to make any difference to opinion-makers that Johannesson was investigated, indicted and convicted for breaking the law on business practices, being given a three months suspended prison sentence.
 
The other systemic risk in the Icelandic situation was that the area the banking sector served—the whole of EEA—was much larger than the area where it could depend on institutional support. This created a mismatch, or a system error. The problem was not that the banks were too big; it was that Iceland was too small. But it did not occur to anyone at the time that Iceland would, unlike all other European countries, be left totally to its own devices. The death knell of the Icelandic banking sector really sounded on 24 September 2008 when the US Federal Reserve System announced that it had made currency swap arrangements—essentially a license to print dollars—with the central banks of Sweden, Norway and Denmark. It became obvious to the financial markets that Iceland was not included, although it remained a secret for a while that Iceland’s Central Bank had indeed asked to participate, but that it had been refused. In the following months, the American Fed made currency swap deals with the Swiss for $466 billion and with Denmark for $73 billion. This enabled the central banks of these countries to bail out banks like UBS and Credit Suisse in Switzerland and Danske Bank in Denmark. Without these currency swap deals, these banks would probably have folded. In other words: the Icelandic banks collapsed, because they did not receive the same support as banks in larger countries. They were not blameless—one of them being controlled by Johannesson, and the other two betting heavily, and inexplicably, on him—but they were not to blame for an old ally, and the mightiest state in the world, abandoning Iceland. I am not saying, either, that the banks should have been bailed out—the refusal to help Iceland was probably a blessing in disguise—but only that almost all banks in other European countries obviously needed support to survive.
 
The British Labour government made things worse when it closed down the two banks in England owned by Icelanders on 8 October, the same day it bailed out almost all other banks in the country, including banks being investigated for rate-fixing and other questionable practices. Simultaneously, the Labour government took the drastic step of invoking the British anti-terrorism law against one of the Icelandic banks, with the almost instantaneous effect that all money transfers to and from Iceland stopped. For a while, Iceland’s Central Bank and the Treasury were also on the list of terrorist organisations, alongside Al Qaida, the Talibans and the governments of North Korea and the Sudan. It is still not fully explained why the British government took this extraordinary action against a NATO ally which did not even possess a military. The official explanation was that the authorities acted on a suspicion that a lot of money would otherwise be transferred from England to Iceland. This is what happened just before the demise of Lehman Brothers in September: About $8 billion were transferred from London to New York, under the nose of the British authorities. But at that time, of course, the British government did not put the Fed nor the American treasury on a list of terrorist organisations. However, no credible evidence has been presented for any attempt illegitimately to transfer money to Iceland. Probably, an important factor was that Labour ministers thought that bullying the defenceless Icelanders made good politics. Be it as it may, the use of the anti-terrorism law made any attempts to rescue what was left of the Icelandic banks hopeless. In the light of what happened in those dark October days five years ago, it was astonishing to see David Miliband—Foreign Minister in the government which had put Icelandic institutions and companies on a list of terrorist organisations—being fawned upon by Icelandic dignitaries when he gave a talk at the University of Iceland 26 September 2012, conveniently letting it be known in advance that he would not take questions about disputes with Iceland.
 
For the Icelanders, accustomed to peace and prosperity, the collapse of the banking sector was a huge shock. They did not realize until later—or even not at all—that in fact seven European countries were hurt worse than Iceland by the financial crisis. The political repercussions were serious. In came a government of petty, vengeful left-wingers. Central Bank Governor David Oddsson, the former Prime Minister and the only Icelandic person of authority who had consistently warned against the financial adventures of Johannesson and his cronies, was driven from his post, and Geir Haarde, the Prime Minister at the time of the collapse, was indicted (whereas the Social Democratic ministers were not). Later, Haarde was acquitted on all but one trivial count, that he had not held enough ministerial meetings before and during the crisis. The left-wing government gave in to demands from the British Labour government that Icelandic taxpayers should reimburse it for having (unilaterally) paid out money to depositors in so-called Icesave accounts in England, operated by one of the Icelandic banks. The Icelandic position, forcefully argued for by Oddsson, had been that Icelandic taxpayers were not liable for transactions between foreign depositors and Icelandic banks: It was the Insurance Fund for Depositors and Investors, set up properly under EEA regulations, that was liable, and if it could not pay out, it was its problem, not that of Icelandic taxpayers. The negotiations with British officials were carried out with extraordinary ineptitude by the Icelandic left-wingers in power: it was as if they became weak at their knees by even hearing a foreign language spoken. However, the Icesave deals made between the Icelandic and the British governments were twice struck down by Icelandic voters. In the end, the EFTA court decided in early 2013 that Iceland had not been liable at all, only the Insurance Fund for Depositors and Investors. This contributed to the rout of the left-wing parties in the 2013 elections, the Social Democrats dropping from 29.8% of the votes to 12.9%.
 
So, what did we learn? That we should both reject the crony capitalism of 2004–2008 and the petty, vengeful socialism of 2009–2013, and try to return to the healthy market capitalism of 1991–2004 where the major objective is to create opportunities for individuals to better their condition by their own effort.

(Grein í Grapevine fimm árum eftir bankahrunið 7. október 2013.)


Sigurbjörg biðst afsökunar og leiðréttir ummæli sín

Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir og prófessor Robert Wade hafa í ýmsum erlendum blöðum haft eftirfarandi setningu eftir mér innan gæsalappa: „Oddsson’s experiment with liberal policies is the greatest success story in the world.“ Eða á íslensku: Frjálshyggjutilraun Davíð Oddssonar er saga um mesta árangur í heimi. Á ég að hafa skrifað þessi hrifningarorð í Wall Street Journal 29. janúar 2004 um ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.

Frásögn Sigurbjargar og Wades hefur birst í New Left Review, Monde diplomatique, Huffington Post, Cambridge Journal of Economics og öðrum blöðum og tímaritum, á ensku, þýsku, frönsku, spænsku, portúgölsku og ítölsku og eflaust fleiri málum.

En ég sagði þetta alls ekki í Wall Street Journal 29. janúar 2004. Þau orð, sem Sigurbjörg og Wade hafa beint eftir mér og setja innan gæsalappa, er hvergi að finna í greininni, sem hefur frá upphafi verið aðgengileg á Netinu. Greinin í Wall Street Journal var skrifuð í tilefni af 100 ára heimastjórn á Íslandi, og þar segi ég, að Ísland sé komið í fremstu röð um almenna velmegun eftir róttækar og umfangsmiklar umbætur í átt til aukins frelsis, sem eigi sér helst hliðstæður í Bretlandi Thatchers, Nýja Sjálandi og Síle. Ég bæti við í næstu málsgrein, að þessi góði árangur sé ekki síst að þakka Davíð Oddssyni, sem hafi nú lengst allra vestrænna stjórnmálamanna verið forsætisráðherra.

Eftir að ég sneri mér til Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur og kvartaði undan hinni röngu tilvitnun þeirra Wades í mig, hefur hún bréflega beðist afsökunar á tilvitnuninni og boðist til að leiðrétta villu sína í þeim blöðum og tímaritum, sem hafa birt hana. Viðurkennir hún, að þeim Wade hafi orðið á mistök með því að setja gæsalappir utan um þessa setningu eins og um beina tilvitnun væri að ræða. Segir hún til skýringar, að þau Wade hafi tekið þessa setningu eftir þriðja aðila, en ekki flett frumheimildinni upp.

Ég hef samþykkt þessi málslok, enda hefur Sigurbjörg beðist afsökunar á að hafa haft rangt eftir mér og boðist til að leiðrétta þetta, þar sem það hefur birst. Tel ég það nægja.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband