Forseti Náskersins

crop_260x-1.jpgÓlafur Ragnar Grímsson hefur nú birt nokkur þeirra bréfa til stuðnings íslenskum auðmönnum, sem hann þurfti að afhenda rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. Hann hefur hins vegar ekki þrátt fyrir áskoranir birt þær reglur, sem hann segir, að banni honum að afhenda önnur bréf hans svipaðs eða sama efnis, enda eru engar slíkar reglur til. Nú er ekkert við það að athuga, að þjóðhöfðingi greiði götu atvinnurekenda lands síns erlendis. Það gera allir þjóðhöfðingjar. En sjá má af þessum bréfum, að Ólafur Ragnar gekk miklu lengra í erindrekstri fyrir auðmenn en aðrir telja sæma. Þessi bréf hans eru þó ekki versti vitnisburðurinn um forsetatíð hans, heldur hitt, að hann synjaði sumarið 2004 staðfestingar fjölmiðlafrumvarpi, sem átti að takmarka tækifæri auðmanna til að móta almenningsálitið sér í hag. Var það í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins, að forseti gekk á þann hátt gegn þingviljanum. Forseti Íslands átti að vera sameiningartákn, en ekki þátttakandi í illdeilum. Sjálfur hafði Ólafur Ragnar í kennslubók, sem kennd var áratugum saman í félagsvísindadeild Háskóla Íslands, skrifað, að synjunarvald forseta væri dauður bókstafur. Ekki bætti úr skák, að Ólafur Ragnar hafði sumarið 2004 sterk tengsl við illvígasta og skuldugasta íslenska auðmanninn, fjölmiðlakónginn Jón Násker: Dóttir hans var í vinnu hjá Náskerinu, og kosningastjóri hans í forsetakjöri 1996 var forstjóri fjölmiðlafyrirtækis Náskersins. Og Ólafur Ragnar hélt uppteknum hætti. Þegar heimilisvinur forsetahjónanna, Martha Stewart, kom til Íslands, nýsloppin úr fangelsi í Bandaríkjunum, bauð Ólafur Ragnar í hóf á Bessastöðum, þar sem skilyrðið fyrir boði virtist vera dómur fyrir efnahagsbrot. Þar voru Náskerið, Pálmi í Fons og aðrir þeir, sem sett hafa Ísland á hliðina. Ólafur Ragnar er ekki forseti þjóðarinnar. Hann er forseti Náskersins. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband