Hlutdrægni fréttastofu RÚV

Máni Atlason benti á gott dæmi um hlutdrægni fréttastofu RÚV á athugasemd við færslu hjá mér á Facebook:

Sagðar voru fréttir af styrkjamáli Sjálfstæðisflokks linnulaust dögum saman og hver kratinn á fætur öðrum fenginn í búningi fræðimanns til að gefa sitt faglega álit, en daginn sem kom í ljós að Samfylking hafði fengið svo til sömu upphæðir í styrki frá sömu fyrirtækjum var því einfaldlega sleppt að fjalla um málið.

Nú síðast í gær byrjaði fréttamaður RÚV frétt sína "Stjórnarþingmenn vinna nú hörðum höndum að því að leysa skuldavanda heimilanna...", að vísu lítið atriði en hvað veit fréttamaðurinn um það hvort unnið er hörðum höndum að þessu? Þarna er bara einhver fullyrðing um fórnfýsi og dugnað Samfylkingarinnar út í bláinn.

Svona gæti maður lengi talið, en það sér það auðvitað hver maður sem á annað borð horfir á fréttir RÚV að á þeirri fréttastofu starfar fólk sem er hallt undir annað hvort Samfylkinguna eða Evrópusambandsaðild og jafnvel bæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband