Fleiri kostir en evra

Í svissneska tímaritinu L’Agefi (Le Agence Économique et Financêre à Genéve) 8. september 2009 er sagt frá hugmyndum mínum um æskilegustu peningaskipan Íslendinga, en þær eru í fæstum orðum valfrelsi um gjaldmiðla í anda míns gamla lærimeistara, Friedrichs von Hayek. Seðlabankinn gæti gegnt hlutverki myntslátturáðs eins og víða hefur tíðkast, til dæmis í Hong Kong. Furðulegt er, hversu fáir gera sér grein fyrir, að Ísland hefur í raun haft tvímyntarkerfi áratugum saman, verðtryggða krónu í langtímasamningum og venjulega krónu til að greiða fyrir í sjálfsölum og á sundstöðum.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband