Viðtal á Útvarpi Sögu

Ég var í þætti Höskulds Höskuldssonar á Útvarpi Sögu 99.4 miðvikudaginn 2. september kl. 17 ásamt Jóni G. Haukssyni, ritstjóra Frjálsrar verslunar, og Agli Jóhannssyni, forstjóra Brimborgar. Við ræddum um Svartbók kommúnismans, og töldu viðmælendur mínir allir, að mikill fengur væri að henni á íslensku. Ég sagði, að ég hefði viljað votta fórnarlömbum kommúnismans virðingu mína. Voðaverkin í nafni þeirrar hugsjónar mættu ekki gleymast fremur en glæpir nasista. Umræður voru fjörugar og málefnalegar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband