Svartbók kommúnismans

svartbok.jpgSvartbók kommúnismans, Livre noir du communisme, kom út hjá Háskólaútgáfunni 31. ágúst 2009 í þýðingu minni og undir minni ritstjórn. Íslenska útgáfan er 828 bls. Undirfyrirsögn er Glæpir, ofsóknir, kúgun. Þetta er stórfróðleg og vönduð bók. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskólanum og Samtök um vestræna samvinnu kynntu bókina á hádegisfundi í fundarsal Þjóðminjasafnsins á útgáfudaginn. Þar gerði sænski þingmaðurinn Göran Lindblad grein fyrir ályktun Evrópuráðsins frá því í janúar 2006 til fordæmingar glæpaverkum kommúnistastjórna um allan heim. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, brást við erindi Lindblads, en einnig tóku Birgir Ármannsson alþingismaður, sem átti þátt í að greiða fyrir ályktuninni á vettvangi Evrópuráðsins, Alyson Bailes, kennari í alþjóðastjórnmálum og fleiri til máls. Björn Bjarnason, formaður SVS og fyrrverandi ráðherra, stjórnaði fundinum.

Jón Baldvin hefur birt innlegg sitt á heimasíðu sinni. Þar er fróðlegt að lesa athugasemd dr. Eyjólfs Kjalars Emilssonar, prófessors í heimspeki í Noregi og fyrrverandi eiginmanns Hjördísar Hákonardóttur hæstaréttardómara:

emilsson_903977.jpgÞetta var flest alveg rétt og ágætt hjá Jóni Baldvin, þannig séð. En tvennt vildi ég gera athugasemdir við: (1) Hann talar um óhæfuverk katólsku kirkjunnar. Það má til sanns vegar færa en um flest af því sem hann nefnir (að vísu ekki krossferðir en það hefði eins getað verið) eru lúterska kirkjan og mótmælendakirkjur almennt meira sekar, ekki síst á Íslandi Hitt er (2) að Jón Baldvin, sem hefur skrifað svo marga ágæta pistla síðustu vikur og mánuði, skuli vera að eyða púðri í hann Hannes. Hann er ekki og hefur aldrei verið nema blaðra sem best er látin alveg óáreitt. Það mun farsælast.

Það er einmitt hugarfar eins og Eyjólfs Kjalars, virðingarleysið fyrir andstæðingum (sem hann telur ekki menn með full réttindi, tilfinningar, vit og vilja, verur af holdi og blóði, heldur aðeins „blöðrur“), sem ryður brautina til alræðis, hvort sem það er síðan kennt við nasisma eða kommúnisma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband