Iceslave-samningurinn

141_w270.pngÞað er ekki oft, sem þeir Sigurður Líndal prófessor og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari eru sammála, en þeir eru það í Icesave-málinu. Óskiljanlegt er, hvers vegna ekki er látið reyna á lagalegar skuldbindingar Íslendinga fyrir dómstólum. Óreyndir og óöruggir samningamenn Íslands hafa illa samið af sér. Bretar fengu ólíkt íslensku samningamönnunum færa alþjóðlega sérfræðinga í lögum sér til aðstoðar, og reyna þeir að loka öllum undankomuleiðum fyrir Íslendingum og hræða úr þeir líftóruna. Fyrirvararnir, sem samþykktir voru í meðförum þingsins, eru um greiðslukjör, en ekki um það, sem máli skiptir, greiðsluskylduna, sem dómstólar eiga að skera úr um að mínum dómi. Ég reyndi að taka þátt í mótmælum á Austurvelli vegna þessa í dag, en það tókst ekki sem skyldi, eins og sjá má hér að neðan. En eins og ég sagði í viðtali við Þóru Kristínu Ástgeirsdóttur við Alþingishúsið er fólk skiljanlega reitt (ekki aðeins við okkur í „skrímsladeild“ Sjálfstæðisflokksins, eins og Georg Bjarnfreðarson og Gunnar Helgi Kristinsson kalla okkur).

295803_258_preview.jpgFólk er í leit að útrás fyrir reiði sína. Það ætti að vera reitt við þá, sem eru að semja okkur inn í skuldafangelsi að óþörfu. Hvers vegna birtu fjölmiðlar ekki skoðanakönnun Gallup, þar sem kom fram, að 70–80% aðspurðra voru andvígir Icesave-samningnum? Hvers vegna sögðu þeir ekki frá hollenska fjármálaráðherranum, sem taldi ríkisábyrgð ekki eiga við um fjármálahrun, heldur hugsaða til að afstýra falli einstakra banka? Hvers vegna sögðu þeir lítt eða ekki frá doktorsritgerðum fræðimanna, sem veltu fyrir sér merkingu ríkisábyrgðar löngu fyrir hrun, og komust þá að því, að hún ætti ekki við? Hvers vegna sögðu þeir ekki frá skýrslu nefndar undir forystu Trichets, núverandi seðlabankastjóra Evrópu, um, að ríkisábyrgð ætti ekki við í bankahruni? Hvers vegna hafa þeir ekki vakið meiri athygli á fautaskap Breta og reynt að meta, hversu mikið bankarnir töpuðu á skyndilegum aðgerðum Breta gegn þeim? Og á kerfisgallanum í EES-samningnum, þar sem rekstrarsvæðið er annað en baktryggingarsvæðið, sem allir hljóta að geta viðurkennt (enda gerðu það hollenski fjármálaráðherrann, evrópski seðlabankastjórinn og erlendir fræðimenn, sem skrifað höfðu um málið fyrir hrun). Ef Sjálfstæðisflokkurinn viðurkennir greiðsluskylduna í þessu máli, þá er hann á óheillabraut. Þá hefur hann látið ríkisstjórnina kúga til að samþykkja nauðungarsamning, sem ætti að rifta við fyrsta tækifæri, þegar þjóðhollari stjórn er tekin við á Íslandi. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar ákveðið að hafna icesave-samningnum, og er það vel.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband