Í þjálfunarbúðum byltingarmanna

roses_for_stalin_by_vladimirskij.jpgÉg birti ritgerð í 4. hefti 4. árgangs Þjóðmála (vetur 2008), 70.-86. bls., sem nefnist „Í þjálfunarbúðum byltingarmanna“. Þar segi ég sögu þeirra Íslendinga, sem sátu í leynilegum byltingarskólum kommúnista í Moskvu árin 1929-1938. Dr. Þór Whitehead prófessor hafði 1979 í bók um kommúnistahreyfinguna tekist að afla upplýsinga um 15 námsmenn. Jón Ólafsson, sem kannaði skjalasöfn í Moskvu eftir hrun kommúnismans, bætti við fjórum mönnum. Auk þess höfðu tveir menn skýrt frá því opinberlega, að þeir hefðu setið í slíkum skólum, og var annar þeirra dr. Benjamín H. J. Eiríksson bankastjóri, sem ég skrásetti bók eftir 1996. Í ritgerðinni í Þjóðmálum benti ég á þrjá nemendur íslenska í viðbót í þessum byltingarskólum og leiddi rök að því, að einn af þeim 15, sem Þór taldi upp, hefði ekki stundað byltingarnám í Moskvu. Alls er þá vitað um 23 Íslendinga í leyniskólum kommúnista í Moskvu árin milli stríða. Einnig dró ég fram í dagsljósið heimildir um, hvenær Íslendingarnir voru í þjálfun þar eystra, undir hvaða dulnefnum þeir gengu og hvað þeim var kennt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband