Í ţjálfunarbúđum byltingarmanna

roses_for_stalin_by_vladimirskij.jpgÉg birti ritgerđ í 4. hefti 4. árgangs Ţjóđmála (vetur 2008), 70.-86. bls., sem nefnist „Í ţjálfunarbúđum byltingarmanna“. Ţar segi ég sögu ţeirra Íslendinga, sem sátu í leynilegum byltingarskólum kommúnista í Moskvu árin 1929-1938. Dr. Ţór Whitehead prófessor hafđi 1979 í bók um kommúnistahreyfinguna tekist ađ afla upplýsinga um 15 námsmenn. Jón Ólafsson, sem kannađi skjalasöfn í Moskvu eftir hrun kommúnismans, bćtti viđ fjórum mönnum. Auk ţess höfđu tveir menn skýrt frá ţví opinberlega, ađ ţeir hefđu setiđ í slíkum skólum, og var annar ţeirra dr. Benjamín H. J. Eiríksson bankastjóri, sem ég skrásetti bók eftir 1996. Í ritgerđinni í Ţjóđmálum benti ég á ţrjá nemendur íslenska í viđbót í ţessum byltingarskólum og leiddi rök ađ ţví, ađ einn af ţeim 15, sem Ţór taldi upp, hefđi ekki stundađ byltingarnám í Moskvu. Alls er ţá vitađ um 23 Íslendinga í leyniskólum kommúnista í Moskvu árin milli stríđa. Einnig dró ég fram í dagsljósiđ heimildir um, hvenćr Íslendingarnir voru í ţjálfun ţar eystra, undir hvađa dulnefnum ţeir gengu og hvađ ţeim var kennt.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband