Grein í Wall Street Journal

Ég skrifaði grein í Wall Street Journal 18. nóvember 2008 undir fyrirsögninni „Iceland Abandoned“. Þar benti ég á tvö atriði. Annað hefur lítt komið fram í umræðum. Það er, að hugmyndin á bak við Evrópska efnahagssvæðið var um eina heild. Ekki skipti máli, hvar fyrirtæki væri rekið. Þess vegna töldu íslensku bankarnir sig geta hafið útrás. En Þegar á reyndi, neituðu seðlabankar annarra Evrópulanda, á sama efnahagssvæðinu, að styðja íslenska seðlabankann til að vera þrautavaralánveitandi bankanna, og kann einhverju að hafa valdið um það gremja í Evrópu í garð nýrra íslenskra keppinauta evrópskra banka. Hitt atriðið er, að Gordon Brown lagði tvo íslensku bankana að velli með fautaskap, sem hann notaði hins vegar ekki á banka voldugri þjóða, til dæmis Lehman Brothers. Síðan bætti Brown gráu ofan á svart með því að neyða íslenska ríkið til að taka á sig skuldbindingu, sem að réttum lögum er aðeins á herðum Tryggingarsjóðs innistæðna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband