Jón S. Guđmundsson

jonsgudmundssonJón Sigurđur Guđmundsson er rammíslenskt nafn, og íslenskukennarinn, sem bar ţađ og kenndi í Menntaskólanum í Reykjavík í hálfa öld, var rammíslenskur mađur. Hann mótađi málfar marga kynslóđa međ leiđréttingum sínum víđ skólastíla og leiđbeiningum, sem allar hnigu í átt ađ vönduđu, eđlilegu og ţó blćbrigđaríku máli, ţar sem sneitt vćri hjá dönsku- og enskuslettum, tuggum og tilgerđ. Hann kenndi mér íslensku í ţrjá vetur af fjórum í Menntaskólanum í Reykjavík, og man ég enn fyrsta skólastílinn, sem ég fékk mér til mikillar undrunar útkrotađan frá honum í rauđu haustiđ 1968. Ég hafđi til dćmis skrifađ „Mexico City“, en Jón benti á, ađ ég ćtti annađhvort ađ nota íslenska heitiđ Mexíkóborg eđa hiđ spćnska nafn borgarinnar, Ciudad Mexico. Auđvitađ! Hann brýndi fyrir okkur ađ hafa fleiri orđ um ýmsar framkvćmdir en sögnina ofnotuđu „ađ byggja“. Viđ leggjum vegi, reisum hús, smíđum brýr og hlöđum stíflur. Í stađ annars ofnotađs orđs, „uppbyggingar,“ mátti iđulega setja myndun, mótun, ţróun, vöxt eđa skipulagningu. Jón varađi okkur líka viđ nafnorđahröngli ađ enskri fyrirmynd. Mig grunar, ađ hann hafi í íslenskunámi sínu í Háskólanum ađallega mótast af tveimur ólíkum frćđimönnum, Birni Guđfinnssyni málfrćđingi og Sigurđi Nordal, bókmenntaskýranda og skáldi, og vitnađi hann oft til ţeirra í kennslustundum.

Jón var einnig glöggur prófarkalesari. Hann las til dćmis öll ţrjú bindin af ćvisögu Laxness fyrir mig í handriti af stakri prýđi. Fróđlegt var ađ fara yfir athugasemdir hins gamalreynda íslenskumanns og sjá, hvernig textinn batnađi og varđ liprari međ tiltölulega litlum breytingum. Jón hafđi ekki alist upp viđ mikil efni, en brotist til mennta. Hann var gćfumađur, ţví ađ hann var í starfi, sem átti afar vel viđ hann. Jón var kennari af Guđs náđ, unni sér ekki hvíldar, flutti mál sitt vel og skörulega og hreif nemendur međ sér, ţegar lesnar voru íslenskar bókmenntir, Egils saga, Hávamál, Völuspá, Passíusálmarnir, Reisubókin og mörg fleiri afbragđsverk, sem festust í minni nemenda fyrir tilstilli hans. Ţegar Jón S. Guđmundsson féll frá, var svo sannarlega skarđ fyrir skildi.

Minningargrein í Morgunblađinu (ţar örlítiđ stytt) 20. apríl 2008. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband