Draumar Jóns Trausta

Thor Vilhjálmsson sat eitt sinn um borđ í Gullfossi međ ţeim Halldóri Kiljan Laxness og Jónasi Jónssyni frá Hriflu. Jón Trausti barst í tal. Thor rifjađi upp, ţegar Jón Trausti varđ ber ađ fáfrćđi í ferđalýsingu. Jónas frá Hriflu reiddist fyrir hönd Jóns Trausta. Ég er sammála Jónasi. Jón Trausti er vanmetinn rithöfundur. Athyglisgáfa og frásagnargleđi ţessa sjálfmenntađa manns eru međ ólíkindum. Hann á til dćmis margt í Laxness og Ţórbergi. Hliđstćđur eru milli heiđarbýlissagna hans og Sjálfstćđs fólks Laxness, og söguna um hreindýriđ, sem Bjartur í Sumarhúsum sat, má raunar rekja til einnar smásögu Jóns Trausta. Sitt hvađ í Bréfi til Láru minnir á ađra smásögu eftir Jón Trausta, „Séra Keli,“ sem birtist í Eimreiđinni 1915 og Ţórbergur hefur ţá eflaust lesiđ. Ţađ er rétt, ađ Jón Trausti skrifađi ekki nógu vandađan stíl. Sniđiđ á sögum hans er ekki fullkomiđ. En á sama hátt og hin rússneska ţjóđarsál nítjándu aldar birtist í verkum Dostóévskís, eru sögur Jóns Trausta heimildir um hina íslensku ţjóđarsál um aldamótin 1900. Er Jón Trausti ekki Dostóévskí Íslands?

Jón Trausti var frjálslyndur framfaramađur. Berum saman sögulokin í heiđarbýlissögunum og Sjálfstćđu fólki. Halla flyst niđur í kaupstađinn. Hún skilur, ađ ţar er frelsiđ. Ţar getur hún selt vinnuafl sitt fyrir glóandi krónur. Ţar er hún einstaklingur. Mistök hennar voru ađ hrekjast upp í heiđarbýliđ forđum. En Bjartur í Sumarhúsum flýr lengra upp á heiđina (alveg eins og Ólafur Kárason gekk upp á jökulinn). Bjartur hverfur út úr veruleikanum, Halla inn í hann. Heiđarbýlissögur Jóns Trausta gerast á skilum bćndaveldisins forna, ţar sem hlutskipti fátćklinga var ýmist ađ deyja úr hor eđa tóra sem vinnufólk, og hins íslenska kapítalisma, sem kom til sögunnar á nítjándu öld og veitti fólki tćkifćri til ađ flytjast í kaupstađina, ekki síst Reykjavík, og brjótast til bjargálna.

fastnet_sailing_race_30_foot_Grimalkin_yacht_1979Ádeila Jóns Trausta á sósíalisma, Bessi gamli, er auđvitađ ekki vel heppnuđ skáldsaga. Ţar er ţó snjöll lýsing á hugsjónum jafnađarmanna: „Upp međ dalina! Niđur međ fjöllin!“ En skýrasta dćmiđ um stjórnmálaskođun Jóns Trausta er í smásögunni „Kappsiglingunni“. Hún gerist erlendis. Gamall mađur og ung stúlka fylgjast úr stúku međ kappsiglingu, ţar sem snekkja keisarans er lengst af fremst, en síđan siglir minni skúta hana uppi, og henni stýrir alţýđumađur, sonur gamla mannsins og unnusti stúlkunnar. Í stúkunni veđja áhorfendur um úrslit. Lundúnasláni og gildvaxinn stórkaupmađur veđja báđir á keisarasnekkjuna, en Bandaríkjamađur á skútu alţýđumannsins. Siglingunni lýkur međ sigri alţýđumannsins. Gamli mađurinn, fađir hans, segir ţá viđ Bandaríkjamanninn: „Ţeir sigra ekki alltaf, miklu mennirnir, oddborgararnir, — ekki alltaf. Einokunaröldin er um garđ gengin. Nú er öld samkeppninnar og hins frjálsa mannjafnađar.“

Jón Trausti skildi og bjó skáldlegum búningi, ađ samkeppni er alţýđu manna í hag. Ţađ er engin tilviljun, ađ í ţessari smásögu lćtur hann Bandaríkjamann veđja á skútu alţýđumannsins. Ţar vestra hefur löngum veriđ land tćkifćranna. Ísland breyttist í sömu átt međ auknu atvinnufrelsi í lok nítjándu aldar, ţótt nokkur afturkippur yrđi síđan međ heimskreppu og haftabúskap. Í lok tuttugustu aldar rćttust loks draumar Jóns Trausta.

Lesbók Morgunblađsins 29. mars 2008. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband