Kiljan um Davíð

Ég kom fram í þætti Egils Helgasonar um bókmenntir í Sjónvarpinu, Kiljunni, miðvikudagskvöldið 16. janúar kl. 10.30 og sagði þar frá bókinni Davíð Oddsson í myndum og máli, sem Samband ungra sjálfstæðismanna gaf út til heiðurs Davíð á sextugsafmælinu 17. janúar. Horfa má á þáttinn hér. Ég sá um myndaval og texta. Bókin er 240 blaðsíður og full af myndum, sem sumar eru merkilegar, sögulegar heimildir, en aðrar hafa ótvírætt listrænt gildi, enda hefur Davíð verið verkefni margra snjallra atvinnuljósmyndara í nær þrjátíu ár, sem borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og aðalbankastjóri Seðlabankans. Þessi mynd hér er ekki í bókinni, en ég fann hana í grúski mínu hennar vegna: Við Davíð göngum um miðbæinn einn góðan veðurdag í borgarstjóratíð hans (1982-1991) og leggjum á ráðin.HHGDO

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband