Ne bid in idem

Eitt merkasta og mikilvćgasta lögmál réttarríkisins er Ne bis in idem, sem merkir bókstaflega: ekki aftur hiđ sama. Ţađ felur í sér, ađ borgarar í réttarríki geti treyst ţví, ađ sama máliđ sé ekki rekiđ aftur gegn ţeim, eftir ađ ţađ hefur veriđ leitt til lykta. Ţeir ţurfi ekki ađ eiga yfir höfđi sér ţrotlausar málshöfđanir út af ţví sama. Ţví hefur ekki veriđ veitt athygli, ađ ţetta lögmál var brotiđ í málarekstrinum gegn Geir H. Haarde, eins og ég bendi á í bók minni um landsdómsmáliđ.

Rannsóknarnefnd Alţingis tók til athugunar, hvort Geir hefđi í ađdraganda bankahrunsins brotiđ ţađ ákvćđi stjórnarskrárinnar, ađ halda skyldi fundi um mikilvćg stjórnarmálefni, međ ţví hvoru tveggja ađ bođa ekki sjálfur til slíks fundar og veita ekki bankamálaráđherranum nćgar upplýsingar til ţess, ađ sá gćti neytt réttar síns til ađ óska slíks fundar. Komu ţessar athugasemdir fram í bréfi nefndarinnar til Geirs í febrúar 2010, ţar sem honum var gefinn kostur á ađ svara. Geir gerđi ţađ skilmerkilega og benti á, ađ um margt hefđi veriđ rćtt á ráđherrafundum, ţar á međal efnahagsvandann áriđ 2008, án ţess ađ um ţađ hefđi veriđ bókađ, ađ varasamt hefđi veriđ ađ setja á dagskrá ráđherrafundar hinn sérstaka vanda bankanna og ađ oddviti samstarfsflokksins hefđi átt ađ veita bankamálaráđherranum upplýsingar. Rannsóknarnefndin hvarf ţá frá ţví ađ gera ţetta ađ sérstöku ásökunarefni á hendur Geir.

Ađalráđgjafi ţingmannanefndar um viđbrögđ viđ skýrslu rannsóknarnefndarinnar, Jónatan Ţórmundsson, bćtti hins vegar ţessu ásökunarefni viđ aftur. Ţótt vissulega hefđi rannsóknarnefndin hvorki ákćruvald né dómsvald, voru rannsóknarheimildir hennar svo rúmar og afleiđingar fyrir menn af niđurstöđum hennar svo miklar, ađ líkja mátti henni viđ dómstól (enda fengu rannsóknarnefndarmennirnir međ lögum sömu friđhelgi og dómarar). Ţví má segja, ađ međ ţví ađ vilja ákćra Geir fyrir ađ hafa brotiđ stjórnarskrána hafi ţingmannanefndin brotiđ lögmáliđ Ne bis in idem.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. janúar 2023.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband