Rússar loka Memorial-stofnuninni

Hćstiréttur Rússlands samţykkti 28. desember síđast liđinn kröfu ríkissaksóknara landsins um ađ loka Memorial-stofnuninni rússnesku, en tilgangur hennar er ađ halda á lofti minningu fórnarlamba kommúnismans og annarra alrćđishreyfinga tuttugustu aldar. Var ţađ haft ađ yfirvarpi, ađ stofnunin vćri tengd erlendum ađilum. Saksóknari kvađ stofnunina líka halda ţví ranglega fram, ađ Ráđstjórnarríkin hefđu veriđ hryđjuverkaríki, jafnframt ţví sem hún dreifđi rógi um Föđurlandsstríđiđ mikla 1941–1945.

Memorial-stofnunin talar fyrir munn ţeirra, sem varnađ hefur veriđ máls. Nú reyna hins vegar Pútín og samstarfsmenn hans ađ falsa söguna, hylja slóđ glćpanna. Ráđstjórnarríkin voru einmitt hryđjuverkaríki. Ţađ var eđlismunur á einrćđi Rússakeisara og alrćđi kommúnista. Á tímabilinu frá 1825 til 1905 var 191 mađur tekinn af lífi af stjórnmálaástćđum í Rússaveldi. Kommúnistar drápu margfalt fleiri fyrstu fjóra mánuđina eftir valdarán sitt í nóvember 1917. Taliđ er, ađ samtals hafi um tuttugu milljónir manna týnt lífi í Ráđstjórnarríkjunum af völdum ţeirra, auk ţess sem tugmilljónir manna hírđust árum saman viđ illan ađbúnađ í ţrćlakistum norđan heimsskautsbaugs.

Ţađ er síđan umhugsunarefni, ađ Rússar skuli kalla ţátttöku sína í seinni heimsstyrjöld „Föđurlandsstríđiđ mikla“. Ţess ber ađ minnast, ađ ţađ var griđasáttmáli Stalíns og Hitlers, sem hleypti styrjöldinni af stađ, en hann var undirritađur í Moskvu 23. ágúst 1939. Fram í júní 1941, ţegar Hitler rauf sáttmálann og réđst á Rússland, voru ţeir Stalín bandamenn. Eftir ađ Hitler lagđi Frakkland ađ velli sumariđ 1940, börđust Bretar einir (ásamt samveldislöndunum) gegn alrćđisstefnunni. Ţá voru ađeins sex lýđrćđisríki eftir í Evrópu, Írland, Bretland, Ísland, Svíţjóđ, Finnland og Sviss.

Böđlarnir mega ekki fá ađ drepa fórnarlömb sín tvisvar, í seinna skiptiđ međ ţögninni.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 15. janúar 2022.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband