Adam Smith á Íslandi

Einokunarverslunin danska var í raun innheimtustofnun fyrir auđlindaskatt, eins og Gísli Gunnarsson prófessor hefur sýnt fram á: Fé var međ ýmsum opinberum ađgerđum fćrt úr sjávarútvegi til landbúnađar, en snarminnkađi auđvitađ á leiđinni, eins og títt er um slíkt umstang. Međ henni voru Íslendingar hraktir inn í fátćktargildru, sem gekk svo nćrri ţjóđinni, ađ hún leiđ nćstum ţví út af á átjándu öld. En hvers vegna ákvađ Danastjórn ađ afnema einokunarverslunina 1787? Eflaust er helsta skýringin, ađ komiđ var í öngstrćti. En ef til vill gegndu hugmyndir hlutverki líka.

Adam Smith hafđi áriđ 1776 gefiđ út Auđlegđ ţjóđanna, öfluga málsvörn verslunarfrelsis. Ein fyrsta ţýđing bókarinnar kom út á dönsku árin 1779–1780. Hún var ađ undirlagi vina Smiths í Danmörku og Noregi, brćđranna Peters og Carstens Ankers og Andreasar Holts. Ţeir ţrír höfđu í maí 1762 kynnst Smith í Glasgow og endurnýjađ ţau kynni í Toulouse í mars 1764. Holt var formađur landsnefndarinnar fyrri 1770–1772, sem lagđi á ráđin um umbćtur á Íslandi. Í október 1780 skrifađi Smith honum, ţakkađi fyrir skemmtilegan ferđapistil um Ísland og lýsti yfir ánćgju sinni međ, ađ ţýđingin skyldi vera komin út.

Ţeir Holt og Carsten Anker gegndu báđir embćttum í Rentukammerinu (fjármálaráđuneytinu) danska. Ţýđandi bókarinnar, Frands Drćbye, starfađi ţar einnig. Ţegar einokunarverslunin var afnumin, var Holt látinn, en ţeir Anker og Drćbye sinntu enn ýmsum verkefnum fyrir Rentukammeriđ. Ţeir voru frjálslyndir umbótasinnar, en fóru gćtilega, eins og Smith gerđi jafnan sjálfur. Nćrtćkt er ađ álykta, ađ ţeir hafi haft einhver áhrif á hina örlagaríku ákvörđun um ađ létta okinu af Íslendingum 1787. Í sömu mund var einokunarverslun viđ Finnmörku afnumin. Enn fremur hafđi yfirmađur Rentukammersins, Ernst Schimmelmann, kynnst frelsisrökum Smiths á ferđum sínum um Norđurálfuna ungur. (Peter Anker kemur örlítiđ viđ Íslandssöguna líka, en í allt öđru máli.)

Vitanlega var afnám einokunarverslunarinnar ađeins skref í rétta átt, en samt mikilvćgt. Ţjóđin lifnađi viđ, og fullt verslunarfrelsi fékkst áriđ 1855. Ef til vill átti Adam Smith einhvern ţátt í ţessari ţróun.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 11. janúar 2020.)


« Síđasta fćrsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband