Piketty: Tómlćti um fátćkt

Munurinn á tveimur helstu spámönnum jafnađarmanna á okkar dögum, John Rawls og Tómasi Piketty, er, ađ Rawls hefur áhyggjur af fátćkt, en Piketty af auđlegđ. Mér finnst skođun Rawls heilbrigđari. Fátćkt er böl, en auđlegđ blessun. Ég get sofiđ á nćturnar, ţótt öđrum gangi vel.

Ef til vill var ţess ekki ađ vćnta, ađ Piketty gerđi fátćkt ađ neinu ađalatriđi, ţví ađ mjög hefur dregiđ úr henni í heiminum síđustu áratugi. Samkvćmt nýlegri skýrslu Alţjóđabankans bjó röskur ţriđjungur mannkyns viđ sára fátćkt eđa örbirgđ áriđ 1990. En aldarfjórđungi síđar, áriđ 2015, var ţessi tala komin niđur í einn tíunda hluta mannkyns.

Hundruđ milljóna Kínverja hafa brotist úr fátćkt til bjargálna vegna ţess, ađ Kína ákvađ upp úr 1980 ađ tengjast alţjóđakapítalismanum. En hagkerfiđ á meginlandi Kína er ađeins eitt af fjórum kínverskum hagkerfum. Lífskjarabćtur hafa orđiđ miklu meiri í ţeim ţremur kínversku hagkerfum, sem reist eru á ómenguđum kapítalisma. Áriđ 2017 var landsframleiđsla á mann 57.700 Bandaríkjadalir í Singapúr, 46.200 í Hong Kong og 24.300 í Taívan, en ađeins 8.800 í Kína. Og frjálsu kínversku hagkerfin ţrjú sluppu viđ ofsakommúnisma Maós, en í hungursneyđinni vegna „Stóra stökksins“ í Kína 1958–1962 týndu um 44 milljónir manna lífi.

Talnarunur um tekjur mega síđan ekki dylja ţá stađreynd, ađ lífiđ er almennt orđiđ miklu ţćgilegra. Kjör fátćks fólks eru nú jafnvel um margt betri en kjör ríks fólks fyrir tveimur öldum vegna bíla, vatnslagna, húshitunar og húskćlingar, ísskápa, síma, netsambands, ódýrra flugferđa og ótal annarra lífsgćđa. Venjulegur launţegi vann fyrir 186 ljósastundum (Lumen-stundum) um miđja ţrettándu öld, en fyrir 8,4 milljónum áriđ 2018.

Lífiđ er ekki ađeins orđiđ betra, heldur lengra. Áriđ 1751 voru lífslíkur viđ fćđingu 38 ár í Svíţjóđ, en áriđ 2016 82 ár. Áriđ 1838 voru lífslíkur viđ fćđingu 33 ár á Íslandi, en áriđ 2016 hinar sömu og í Svíţjóđ, 82 ár. Heilsa hefur batnađ og menntun aukist. Áriđ 1950 hafđi um helmingur mannkyns aldrei gengiđ í skóla. Áriđ 2010 var ţessi tala komin niđur í einn sjöunda hluta mannkyns. Allt skiptir ţetta máli í umrćđum um auđ og eklu.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 27. apríl 2019.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband