Andmælti Davíð, en trúði honum samt

1200px-thorgerdur_k_gunnarsdottir_islands_kulturminister_cropped.jpgÉg gat þess hér á dög­un­um, að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir alþing­is­kona sat seint á ár­inu 2007 trúnaðar­fund í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu með seðlabanka­stjór­um, for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra, þar sem Davíð Odds­son reifaði áhyggj­ur af því, að banka­kerfið gæti hrunið. And­mælti hún þá hon­um. Eins og fram kem­ur í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is 2010, fengu þau Þor­gerður og maður henn­ar, sem var í stjórn­enda­hóp Kaupþings, síðan í fe­brú­ar 2008 und­anþágu frá regl­um Kaupþings, svo að þau gætu flutt mest­öll hluta­bréf sín í bank­an­um og skuld­bind­ing­ar sín­ar þeirra vegna í einka­hluta­fé­lag. Með því minnkuðu þau áhættu sína stór­kost­lega, nokkr­um mánuðum eft­ir að Þor­gerður hafði hlustað á viðvar­an­ir Davíðs á trúnaðar­fundi.

Það af hluta­bréf­um sín­um, sem Þor­gerður og maður henn­ar fluttu ekki í einka­hluta­fé­lag sitt, var leyst úr veðbönd­um. Þau seldu það fyr­ir 72,4 millj­ón­ir króna þriðju­dag­inn 30. sept­em­ber 2008, eins og fram kem­ur í Hæsta­rétt­ar­dómi í máli nr. 593/2013, sem kveðinn var upp 10. apríl 2014. Það var að morgni þess dags, sem Davíð Odds­son kom á rík­is­stjórn­ar­fund og sagði, að banka­kerfið yrði hrunið inn­an 10-15 daga. Á fund­in­um and­mælti Þor­gerður hon­um og sagði, að „ámæl­is­vert“ væri að koma og „drama­tísera hlut­ina“. Davíð svaraði, að þetta ástand væri svo al­var­legt, að það væri ekki hægt að drama­tísera. Síðar sama dag seldu þau hjón­in þau hluta­bréf sín, sem laus voru úr veðbönd­um. Þótt Þor­gerður hefði and­mælt Davíð, trúði hún hon­um. Eins og fram kem­ur í skýrslu Rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is, skrifaði Þor­gerður næsta dag Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra tölvu­bréf og krafðist þess, að Davíð yrði rek­inn.

Hvor er sú Þor­gerður, sem nú býður fram krafta sína í ís­lensk­um stjórn­mál­um: Sú, sem and­mælti Davíð á fund­un­um tveim­ur, eða hin, sem trúði hon­um?

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 27. janúar 2018.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband