Stjórnmálamenn munu huga að baklandinu

Nú keppast hinir „óháðu“ álitsgjafar RÚV og sumra annarra fjölmiðla við að reyna að lesa vinstri stjórn út úr niðurstöðum kosninganna. Þeir gleyma því, að stjórnmálamenn þurfa alltaf að huga að baklandinu. Það verður áreiðanlega sterk þörf fyrir það í Framsóknarflokknum að taka upp samstarf við Sigmund Davíð Gunnlaugsson og leggja til hliðar ágreiningsefni. Þetta eru í raun sömu flokkarnir. Sjálfstæðisflokkurinn og þessir tveir flokkar geta farið í stjórn saman, án þess að neitt baklandanna rísi upp gegn því. Þetta geta þeir þrír gert ýmist með Viðreisn eða Flokki fólksins.

Ef þeir flokkar fara hins vegar í vinstri stjórn, þá eru þeir að ganga gegn sínum baklöndum, hygg ég. Til dæmis vill Þorsteinn Víglundsson ekki aðför að atvinnulífinu í anda vinstri stjórnar og Magnús Þór Hafsteinsson ekki straum hælisleitenda frá löndum, sem ekki eru talin brjóta mannréttindi kerfisbundið. Annars er þetta sem betur fer frjálst land, og ef þessir flokkar á miðjunni vilja ólmir sjálfstortímingu með því að ganga inn í vinstri stjórn með sífelldum upphlaupum og úrslitakostum óreyndra hávaðamanna, verðbólgu og stórfelldum skattahækkunum, þá getum við hin ekki komið í veg fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband