Átakanleg saga kvenhetju

Fyrir nokkrum árum kom út á íslensku lćsileg bók, Engan ţarf ađ öfunda, eftir bandarísku blađakonuna Barböru Demick, en ţar segir frá örlögum nokkurra einstaklinga frá Norđur-Kóreu.

Nú hefur Almenna bókafélagiđ gefiđ út ađra bók um Norđur-Kóreu, ekki síđri, Međ lífiđ ađ veđi, eftir Yeonmi Park, sem er ađeins 24 ára, fćdd í október 1993. Foreldrar Park voru tiltölulega vel stćđ eftir ţví, sem gerđist í Norđur-Kóreu, uns hungursneyđ skall ţar á um miđjan tíunda áratug og fólk varđ ađ bjarga sér sjálft. Taliđ er, ađ mörg hundruđ ţúsund manns hafi ţá soltiđ í hel. Fađir Park hóf svartamarkađsbrask til ađ hafa í og á fjölskyldu sína, en var sendur í ţrćlabúđir. Móđir hennar var líka um skeiđ fangelsuđ.

Ţćr mćđgur ákváđu voriđ 2007 ađ flýja norđur til Kína. En smyglararnir, sem fengnir voru til ađ koma ţeim yfir landamćrin, stunduđu mansal. Strax og til Kína kom, var móđur Park nauđgađ og síđar henni sjálfri, og báđar voru ţćr seldar í nauđungarhjónabönd. Mađurinn, sem tók Park ađ sér, lagđi ást á hana, en fór misjafnlega međ hana. Ţćr mćđgur gáfust ekki upp, og tókst ţeim í febrúar 2009 ađ komast til Mongólíu eftir margra sólarhringa gang í fimbulkulda yfir Góbí-eyđimörkina. Ţar beiđ ţeirra óvissa, sem lauk međ ţví, ađ suđur-kóresk stjórnvöld fengu ţćr afhentar. Lýsing Park á vandanum viđ ađ verđa skyndilega frjáls og ţurfa ađ velja og hafna er ekki síđur forvitnileg en á kúguninni í Norđur-Kóreu og hremmingum í Kína og Mongólíu.

Park hafđi ekki notiđ skólagöngu í mörg ár, en hún vann ţađ upp međ kappsemi samfara góđum gáfum, lćrđi ensku og öđlađist sjálfstraust. Hún sló í gegn í alţjóđlegum sjónvarpsţćtti haustiđ 2014, og á tveimur dögum horfđu 50 milljónir manna á rćđu hennar á Youtube. Bók hennar kom út á ensku haustiđ 2015, og stundar hún nú háskólanám í Bandaríkjunum, jafnframt ţví sem hún vekur ötullega athygli á mannréttindabrotum í Norđur-Kóreu.

Er ekki samlíđunin uppspretta hins ćđsta söngs? Samlíđunin međ ţeim Ástu Sóllilju og Yeonmi Park á jörđinni?

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 10. júní 2017.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband