Skipan Landsréttar

Hvorir eiga að hafa úrslitavaldið, sérfræðingarnir eða kjörnir fulltrúar fólksins? Platón hefði sagt: sérfræðingarnir. Frjálslyndir menn segja: kjörnir fulltrúar fólksins þrátt fyrir alla galla lýðræðisins. Þessi ólíku svör endurspeglast í deilunum um skipan Landsréttar. Platóningar vilja ekki, að ráðherra og þing hafi neina aðkomu að vali dómara. Dómarastéttin eigi að velja inn í sig sjálfa. Frjálslyndir lýðræðissinnar vilja hins vegar taka tillit til mats sérfræðinga, en hafa eitthvert svigrúm til að velja eftir eigin dómgreind og sannfæringu. Þeir eru jafnefagjarnir um óskeikulleika einnar nefndar og um óskeikulleika páfans — eða danska kóngsins, sem sagði: „Vi alene vide.“ Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur farið skynsamlega og röggsamlega að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband