Á ráðstefnu á Akureyri 19. mars

1618620_10153956595274590_6141459162001333246_n.jpgÉg flutti fyrirlestur á ráðstefnu Háskólans á Akureyri um alþjóðamál laugardaginn 19. mars 2016. Ég leiddi þar rök gegn þeirri kenningu Anne Siberts og Baldurs Þórhallssonar, að Ísland væri of lítið, eins og bankahrunið íslenska hefði sýnt. Ég benti á, að smáríkjum vegnaði iðulega betur en stórveldum. Kostnaður af því, sem ríkið ætti að gera — að framleiða samgæði — væri alls ekki meiri í smáríkjum en stórveldum. Til dæmis hættu smáríki sér sjaldnast út í hernaðarævintýri, og þar væri löggæsla oft ódýrari á mann en í fjölmennari og sundurleitari löndum, þar sem hvítir og svartir, ríkir og fátækir, kristnir menn og múslimar stæðu iðulega andspænis hverjir öðrum gráir fyrir járnum. Ég sagði, að Íslendingar hefðu lent í gildru, þegar þeir ætluðu að skríða í skjól Noregskonungs 1262. Þeir hefðu verið læstir í þá gildru fátæktar og kúgunar öldum saman. Rök Jóns Sigurðssonar fyrir sjálfstæði væru enn gild: 1) Ísland hefði verið fullvalda frá öndverðu. 2) Íslendingar væru sérstök þjóð með eigin tungu og sögu. 3) Íslendingar vissu betur en aðrar þjóðir og fjarlægar, hvað þeim væri sjálfum fyrir bestu. Ég brýndi lesendur á því, að við værum ein þjóð og ættum sálufélag með þeim fjörutíu kynslóðum, sem byggt hefðu landið á undan okkar:

Ísland, í lyftum heitum höndum ver

ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband