Ótrúleg fávísi Höskulds Kára Schrams

Frétt birtist um málstofu á ráđstefnu í Háskólanum á Akureyri, sem ég tók ţátt í. Höskuldur Kári Schram, fréttamađur á Stöđ tvö, skrifađi á Facebook um hana:

Nú hef ég bara fréttina til ađ styđjast viđ en ekki rannsóknina sjálfa. En stundum hafa Íslendingar veriđ ađeins of duglegir í ađ leita ađ sökudólgum í útlöndum. Ţá vill stundum gleymast ađ viđ komum okkur sjálf í ţessa stöđu. Bretar voru fyrir hrun búnir ađ lýsa yfir áhyggjum af stöđu bankanna. Ţáverandi Seđlabankastjóri reyndi ađ gera lítiđ úr ţeim áhyggjum á fundum erlendis. Sérfrćđingi Danske bank sem lýsti yfir áhyggjum var bent á ađ fara í endurmenntun. Landsbankinn fékk grćnt ljós á stofnun icesave reikninga í Hollandi bara nokkrum mánuđum fyrir hrun. Ţá var ţađ ekkert leyndarmál ađ bankinn var međ ţessum reikningum ađ bregđast viđ lausafjárskorti í erlendum gjaldeyri. Vaxtaálag á íslensku bankana byrjađi ađ hćkka amk tveimur árum fyrir hrun. Ţađ sáu allir í hvađ stefndi en engin brást viđ. Mervin King bauđst til ađ hjálpa en ţví bréfi var bara alls ekki svarađ. Stjórnvöld lýstu ţví yfir ađ ţetta vćri allt blessađ og gott og ekkert vandamál og fóru í sérstaka PR herferđ. Seđlabankinn lýsti ţví yfir í erlendum fjölmiđlum ađ ţađ vćri ekkert mál ađ koma bönkunum til bjargar. Svo hrundi allt međ látum og ţađ fyrsta sem viđ gerđum var ađ skilja útlendingana eftir á köldum klaka.

Ég svarađi honum í  nokkrum liđum:

  • „Ţáverandi Seđlabankastjóri reyndi ađ gera lítiđ úr ţeim áhyggjum á fundum erlendis.“ Hvađ átti hann ađ gera annađ? Átti hann ađ fella bankana međ ógćtilegum orđum? En hefurđu ekki lesiđ skýrslu RNA, ţar sem fram koma ótal viđvaranir hans í rćđum og á einkafundum međ bankamönnum og ráđherrum, ekki ađeins 6. nóvember 2007 og 7. febrúar 2008, heldur miklu oftar?
  • „Landsbankinn fékk grćnt ljós á stofnun icesave reikninga í Hollandi bara nokkrum mánuđum fyrir hrun. Ţá var ţađ ekkert leyndarmál ađ bankinn var međ ţessum reikningum ađ bregđast viđ lausafjárskorti í erlendum gjaldeyri.“ Fékk grćnt ljós? Hann hafđi blátt áfram heimild til ađ gera ţetta samkvćmt reglum um Evrópska efnahagssvćđiđ. Auđvitađ var ţađ ekkert leyndarmál, ađ bankinn var ađ bregđast viđ lausafjárskorti. En almennt hefur veriđ taliđ heppilegra, ađ bankar fjármagni sig međ innlánum en lántökum.
  • „Mervin King bauđst til ađ hjálpa en ţví bréfi var bara alls ekki svarađ.“ Hann heitir Mervyn King. Bréfiđ, sem ekki var svarađ, var frá Seđlabankanum til Kings. Og til hvers bauđst King? Ađ hjálpa til viđ ađ minnka bankakerfiđ. Hvađ merkti ţađ? Ađ ađstođa viđ brunaútsölu á eignum íslensku bankanna til breskra banka. Ţađ gat á ţessum tíma ekki merkt neitt annađ.
  • „Svo hrundi allt međ látum og ţađ fyrsta sem viđ gerđum var ađ skilja útlendingana eftir á köldum klaka.“ Skilja útlendingana eftir á köldum klaka? Hvers konar rugl er ţetta? Međ hryđjuverkalögunum og lokun breskra banka í eigu Íslendinga voru Íslendingar skildir eftir úti á köldum klaka. Útlendingarnir, sem veittu íslenskum bönkum lán, gerđu ţađ á eigin ábyrgđ, en ekki íslenskra skattgreiđenda.

Höskuldur Kári minnist ekkert á ţátt Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í hinni hóflausu skuldasöfnun bankanna. Eins og fram kom í skýrslu RNA (Rannsóknarnefndar Alţingis), safnađi Baugsklíkan langmestum skuldum árin fyrir hrun. Einkennilegt er, ađ Höskuldur Kári skuli gleyma Jóni Ásgeiri, ţví ađ hćg eru heimatökin: Ţeir eru systrasynir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband