Árni Vilhjálmsson: Minningarorđ

Eftirfarandi minningargrein birtist í Morgunblađinu 15. mars 2013:

Árni Vilhjálmsson bar ekki utan á sér, ađ hann var einn auđugasti útgerđarmađur landsins. Hann var međalmađur á hćđ, grannvaxinn, međ hvasst nef, örlítiđ lotinn í herđum, bláeygur, rjóđur í vöngum og útitekinn eins og erfiđismađur, hógvćr og kurteis, oftast međ bros á vör og vildi bersýnilega forđast átök. En undir niđri var hann mađur afar ákveđinn, jafnvel ráđríkur, ljóngáfađur og harđduglegur. Í honum sameinađist á fágćtan hátt frćđimađur og framkvćmdamađur.

Árni var eindreginn frjálshyggjumađur, og kynntist ég honum fyrst, ţegar hann var formađur nefndar, sem Matthías Á. Mathiesen, ţá fjármálaráđherra, skipađi 1977 til ađ skođa sölu ríkisfyrirtćkja, en ungir sjálfstćđismenn höfđu ţá undir forystu Friđriks Sophussonar markađ sér stefnu undir kjörorđinu „Bákniđ burt“. Gerđi Árni grein fyrir niđurstöđum nefndarinnar í tímaritinu Frelsinu 1983. Ríkisstjórnin 1983–1987 framkvćmdi margar tillögur nefndarinnar. En Árni lét sér ekki nćgja ađ skrifa um einkarekstur. Hann vildi skapa. Áriđ 1988 keyptu hann og viđskiptafélagi hans og vinur, Kristján Loftsson, mestallan hlut borgarinnar í útgerđarfélaginu Granda, en Davíđ Oddsson, ţá borgarstjóri, hafđi haft forgöngu um stofnun ţess 1985 upp úr Bćjarútgerđ Reykjavíkur, sem lengi hafđi veriđ rekin međ stórtapi. Eru allir nú sammála um, ađ ţetta hafi veriđ hiđ mesta heillaráđ.

Ţegar ég sneri til Íslands haustiđ 1985 eftir nám í Oxford, hafđi ég helst hug á ţví ađ kenna í viđskiptafrćđideild. Árni var ţar ţá prófessor og deildarforseti og réđ mig ţangađ í stundakennslu, sem ég sinnti um skeiđ mér til ánćgju. Viđ héldum góđri vináttu, eftir ađ ég fluttist yfir í félagsvísindadeild. Árni fór vandlega yfir lítiđ rit, sem ég skrifađi voriđ 1990 um skipulag fiskveiđa, ţar sem ég mćlti eindregiđ međ kerfi varanlegra og framseljanlegra aflakvóta. Fórum viđ eitt kvöldiđ eftir vinnu ađ handritinu á veitingastađinn Café Óperu og héldum duglega upp á verkiđ. Árni kunni vel ađ gleđjast á góđri stund, ţótt hann vćri hófsmađur á vín. Einnig er mér minnisstćđur kvöldverđur međ Árna og dr. Benjamín Eiríkssyni á veitingahúsinu Viđ Tjörnina, eftir ađ ég hafđi gefiđ út ćvisögu Benjamíns haustiđ 1996. Spurđi Árni Benjamín spjörunum úr um ár hans í Harvard-háskóla, en ţar hafđi Árni einnig stundađ nám. Rifjađi Benjamín líka upp margar skemmtilegar sögur af ţví, ţegar hann var ráđgjafi ríkisstjórnar Íslands og bankastjóri Framkvćmdabankans, og var hlegiđ dátt.

Eftir ađ Árni sagđi lausu prófessorsembćtti sínu og sneri sér óskiptur ađ rekstri Granda, hittumst viđ ekki oft, en töluđum stundum saman í síma. Síđasti fundur okkar var á Hótel Borg voriđ 2008, ţar sem viđ drukkum saman kaffi međ Kristjáni Loftssyni. Árni lét ţá í ljós áhyggjur af hinum mikla kostnađi, sem hlađist hafđi á mig vegna málareksturs fyrir dómstólum í Reykjavík og á Bretlandi, og bauđ fram myndarlega ađstođ, sem ég ţáđi međ ţökkum. Sýndi Árni ţađ ţá, sem ég vissi raunar fyrir, ađ hann var sannur höfđingi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband