Ég ætla að svara þeim

Nýlega kom út sumarhefti Tímarits Máls og menningar. Þar er grein eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing um bók mína, Íslenska kommúnista 1918–1998. Ég er þakklátur Árna fyrir að hafa gefið sér tíma til að lesa bókina og gera við hana athugasemdir, en því miður eru þær flestar hæpnar og sumar fráleitar. Ritstjóri tímaritsins hefur góðfúslega orðið við ósk minni um að fá að svara Árna í næsta hefti.

Einnig er nýtt hefti af Herðubreið komið út. Þar hellir Pétur Tyrfingsson sálfræðingur úr skálum reiði sinnar yfir mig og Snorra G. Bergsson sagnfræðing, sem er manna fróðastur um íslenska kommúnistahreyfingu og gaf nýlega út rit um upphafsár hennar. Mér finnst Pétur fara offari í grein sinni, en þó er rétt að bregðast við henni, og hefur ritstjóri Herðubreiðar einnig góðfúslega orðið við ósk minni um að fá að svara Pétri í næsta hefti.

„Alltaf að svara þeim,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra eitt sinn við Matthías Johannessen ritstjóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband