Svar við spurningum NEW YORK TIMES

Ég hef reynt New York Times að góðu einu, þótt sumir vinir mínir séu andvígir því blaði. Það skrifaði vinsamlega um hið undarlega mál, sem ég átti í fyrir breskum dómstólum um árið.

Í mig hringdi 5. mars 2012 blaðakona frá NYT og spurði um landsdómsmálið. Ég svaraði hinu sama og áður, en bætti við, þegar hún spurði, hvort ekki mætti eitthvað læra af málinu: „Jú, mér finnst, að þeir, sem ákærðu Geir gegn betri vitund, eigi að taka fulla ábyrgð á því. Ef hann verður sýknaður, sem mér finnst eðlilegast, þá eiga þeir að víkja af þingi og hætta stjórnmálaafskiptum.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband