Skoplegur harmleikur í Þjóðmenningarhúsinu

Mánudaginn 5. mars 2012 hófst skoplegur harmleikur í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Geir H. Haarde á eins og lambið í Jóhannesarguðspjalli að bera allar syndir heimsins. Hann er saklaus af því, sem hann er ákærður um, og á ekki að vera fyrir landsdómi. Þeir, sem samþykktu ákæru á hendur honum, eru lítilmenni.

Ég spái því, að önnur ritningarorð muni síðar meir verða talin eiga eins vel við þetta dæmalausa landsdómsmál. Þau eru úr Hósea bók gamla testamentisins: „Þeir sá vindi, og storm skulu þeir uppskera.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband