Bók mín væntanleg

ka_769_pahhg.jpgNú er bók mín, Íslenskir kommúnistar 1918–1998, sem prentuð var í Finnlandi, á leið til landsins, og verður henni væntanlega dreift í bókabúðir um miðja næstu viku. Hún er 624 bls. að stærð með um 500 myndum. Sagan hefst á Grænatorgi í Kaupmannahöfn í nóvember 1918, þegar tveir ungir Íslendingar við nám þar flækjast inn í átök við lögreglu. Henni lýkur í Havana á Kúbu í nóvember 1998, þegar forystusveit Alþýðubandalagsins þiggur heimboð kúbverska kommúnistaflokksins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband