Hægri og vinstri

Ég sótti fróðlega fyrirlestra í stjórnmálafræðideild föstudaginn 4. nóvember. Dr. Ólafur Þ. Harðarson opnaði fræðimönnum gagnagrunn, sem hann hefur stofnað, um kosningar allt frá 1983. Er lofsvert, hvernig hann leyfir öðrum aðgang að þessum gögnum. Dr. Hulda Þórisdóttir notaði gagnagrunninn til að setja Íslendinga á sinn stað á hægri-vinstri-kvarðanum. Eva Heiða Önnudóttir kynnti rannsóknir sínar á „búsáhaldabyltingunni“.

Hvar skilur á milli hægri og vinstri? Hægri menn vilja traustar varnir og lága skatta. Vinstri menn vilja veikar varnir og háa skatta. Mér sýndist rannsókn Huldu staðfesta það. Eva Heiða kallaði óeirðirnar 2008–2009, sem hrakti ríkisstjórn Geirs H. Haardes frá völdum, „búsáhaldabyltinguna“. Er ekki nær að kalla hana „búsáhaldabarsmíðabyltinguna“, því að tilgangur sumra mótmælenda var að þagga niður í kjörnum fulltrúum með hávaða og gera þeim ókleift að gegna trúnaðarstörfum sínum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband