Spuninn um Seðlabankann

Ótrúlegt er að sjá enn sama spunann frá sömu spekingunum, sem allt þykjast vita og ekkert kunna. Það var ekki fyrr en eftir hrunið sem þeir sáu það fyrir. Hvers vegna tapaði Seðlabankinn miklu fé fyrir og í hruninu? Til þess voru aðallega tvær ástæður:

Kröfur frá Seðlabankanum á viðskiptabankana voru með neyðarlögunum haustið 2008 settar aftar en kröfur innstæðueigenda. Með þessari aðgerð voru auðvitað eignir bankans felldar stórlega í verði.

Bankarnir ofmátu eignir sínar á móti skuldum, veðhæfi bréfa sinna, og skal hér látið liggja milli hluta, hvort því olli óhófleg bjartsýni eða eitthvað annað. Það var hins vegar skylda Seðlabankans að reyna til þrautar að halda þeim gangandi.

Rannsóknarnefnd Alþingis leitaði á sínum tíma logandi ljósi að einhverju misjöfnu um Seðlabankann og fann ekkert nema hlægileg aukaatriði. Halda menn, að hún hefði ekki gert það að neinu máli, hefði Seðlabankinn gert sig sekan um stórkostleg glöp?

Hvers vegna tala spekingarnir ekki um þá Má Guðmundsson og Jón Steinsson, sem báðir vildu ganga miklu lengra en gert var til að halda bönkunum gangandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband