Upp koma svik um síđir

Voriđ 2003 var stutt í ţingkosningar. Helsta kosningamál Samfylkingarinnar var, ađ Davíđ Oddsson, ţáverandi forsćtisráđherra, vćri harđstjóri, sem sigađi lögreglunni á óvini sína. Fréttablađiđ, sem ţá var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, ţótt leynt fćri, birti frétt 1. mars um, ađ stjórn Baugs hefđi á öndverđu ári 2002 óttast ađgerđir Davíđs, nokkrum mánuđum áđur en lögregla gerđi húsrannsókn hjá fyrirtćkinu vegna kćru starfsmanns (en sannleiksgildi kćrunnar var síđar stađfest af dómstólum). Hafđi fundargerđum stjórnarinnar veriđ lekiđ í Fréttablađiđ. Jón Ásgeir, ađaleigandi Baugs, birti ţá yfirlýsingu um, ađ lekinn vćri ekki frá sér. Ritstjóri blađsins, Gunnar Smári Egilsson, stađfesti ţá yfirlýsingu opinberlega. En fáir hafa veitt ţví athygli, ađ höfundur fréttarinnar hefur upplýst máliđ. Reynir Traustason segir beinlínis í bók sinni, Afhjúpun, sem kom út áriđ 2014, ađ ţessi yfirlýsing sé ósönn (97. bls.). Ţađ merkir auđvitađ á mannamáli, ađ lekinn var frá Jóni Ásgeiri.
Voriđ 2009 var aftur stutt í ţingkosningar. Ţá birti Stöđ tvö, sem var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, frétt um ţađ, ađ Sjálfstćđisflokkurinn hefđi tekiđ viđ 30 milljón króna styrk frá FL Group áriđ 2006, en ţađ var síđasta ár án takmarkana á styrkjum til stjórnmálaflokka. Allir flokkar flýttu sér ţá ađ upplýsa um styrki frá fyrirtćkjum ţađ ár. Samfylkingin sagđist (í Fréttablađinu 11. apríl) hafa fengiđ 36 milljónir í styrki yfir 500 ţúsund krónur frá fyrirtćkjum, en Sjálfstćđisflokkurinn kvađst hafa fengiđ 81 milljón í styrki yfir eina milljón. Kjósendur gengu međ ţessar upplýsingar inn í kjörklefann og veittu Sjálfstćđisflokknum ráđningu. En í janúar 2010 birtist skýrsla Ríkisendurskođunar um styrki fyrirtćkja til stjórnmálaflokka áriđ 2006. Í ljós kom, ađ Sjálfstćđisflokkurinn hafđi ţetta ár fengiđ samtals 104 milljónir króna, sem er í góđu samrćmi viđ veittar upplýsingar, ţví ađ munurinn fólst í smćrri styrkjum en einni milljón. En Samfylkingin, hafđi ţá fengiđ samtals 102 milljónir króna frá fyrirtćkjum. Aldrei hefur veriđ veitt nein skýring á ţessu hróplega misrćmi. Í Morgunblađinu 12. janúar 2006 hafđi einn samkennari minn, Margrét S. Björnsdóttir, einmitt skrifađ: „Ţađ getur veriđ hćtta á ađ orđtakiđ; ć sér gjöf til gjalda, eigi viđ í einhverjum tilvikum og ţví mikilvćgt ađ öll stćrri framlög séu opinber.“

Ć sér gjöf til gjalda, sagđi Margrét. Upp koma svik um síđir, segjum viđ hin.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 8. júní 2019.)


Talnameđferđ Pikettys

Screenshot 2019-06-08 at 12.49.39Hiđ nýja átrúnađargođ jafnađarmanna, franski hagfrćđingurinn Thomas Piketty, telur fjármagn hlađast upp í höndum örfárra manna, svo ađ leggja verđi á alţjóđlega ofurskatta, 80% hátekjuskatt og 5% stóreignaskatt. Máli sínu til stuđnings ţylur hann í bókinni Fjármagni á 21. öld tölur um ţróun eigna- og tekjudreifingar í mörgum vestrćnum löndum, ţar á međal Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Svíţjóđ. Ađ baki ţeim liggja ađ hans sögn margra ára rannsóknir.
En sýna gögn, ađ eigna- og tekjudreifing hafi orđiđ miklu ójafnari síđustu áratugi? Um ţađ má efast. Sumar tölur Pikettys virđast vera mćlingaskekkjur frekar en niđurstöđur áreiđanlegra mćlinga. Til dćmis er eina ástćđan til ţess, ađ eignadreifing mćlist nú ójafnari í Frakklandi og víđar en áđur, ađ fasteignaverđ hefur rokiđ upp. Ţví veldur ađallega tvennt: Ríkiđ hefur haldiđ vöxtum óeđlilega langt niđri, og einstök bćjarfélög hafa skapađ lóđaskort á margvíslegan hátt, međal annars međ ströngu bćjarskipulagi. (Viđ Íslendingar ţekkjum ţetta hvort tveggja.) Ef hins vegar er litiđ á arđ af ţví fjármagni, sem bundiđ er í fasteignum, ţá hefur hann ekki aukist ađ ráđi síđustu áratugi. Ţess vegna er hćpiđ ađ tala um, ađ eignadreifing hafi orđiđ til muna ójafnari.
Tölur Pikettys um ójafnari tekjudreifingu í Bandaríkjunum vegna skattalćkkana Ronalds Reagans virđast líka helst vera mćlingaskekkjur. Áriđ 1981 var jađarskattur á fjármagnstekjur lćkkađur úr 70% í 50%. Ţá brugđust fjármagnseigendur viđ međ ţví ađ selja skattfrjáls verđbréf á lágum vöxtum, til dćmis skuldabréf bćjarfélaga, og kaupa ţess í stađ arđbćrari verđbréf og ađrar eignir. En ţótt tekjudreifingin hefđi ţví ekki breyst, svo ađ heitiđ gćti, mćldist hún ójafnari. Áriđ 1986 var jađarskattur á tekjur síđan lćkkađur úr 50% í 28%. Ţetta hvatti hátekjufólk eins og lćkna og lögfrćđinga til ađ vinna meira og greiđa sér frekar laun beint í stađ ţess ađ taka tekjurnar út í fríđindum eins og kaupréttar- og lífeyrissamningum. Enn ţarf ekki ađ vera, ađ tekjudreifingin hefđi breyst verulega, ţótt hún mćldist ójafnari. Piketty notađi líka tölur um tekjur fyrir skatt, en tekjudreifingin var vitanlega miklu jafnari eftir skatt.
Margar fróđlegar greinar um gallana á talnameđferđ Pikettys birtast í bókinni Anti-Piketty, sem Cato Institute í Washington gaf út áriđ 2017.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 1. júní 2019.)


Bloggfćrslur 8. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband