Ólík örlög tveggja ţjóđa

Hvar er fátćkt fólk best komiđ? spyr John Rawls. Berum saman Argentínu og Ástralíu, sem ćttu um margt ađ eiga samleiđ. Löndin eru stór, bćđi á suđurhveli jarđar, međ svipađ loftslag og svipađar auđlindir. Ţau eru bćđi ađ langmestu leyti byggđ innflytjendum frá Evrópu. Áriđ 1900 öđlađist Ástralía sjálfstćđi innan breska samveldisins, en Argentína hafđi ţá lengi veriđ sjálfstćtt ríki. Ţá voru lífskjör svipuđ í ţessum tveimur löndum og ţau ţá á međal ríkustu landa heims. Menn ţurfa ekki ađ ganga lengi um götur Góđviđru, Buenos Aires, til ađ sjá, hversu auđug Argentína hefur veriđ í upphafi tuttugustu aldar.

Á tuttugustu öld hallađi undan fćti í Argentínu. Ţađ er eina land heims, sem taldist ţróađ áriđ 1900 og ţróunarland áriđ 2000. Áriđ 1950 voru ţjóđartekjur á mann í Argentínu 84% af međalţjóđartekjum í löndum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Áriđ 1973 var hlutfalliđ komiđ niđur í 65% og áriđ 1987 í 43%. Napur sannleikur virđist vera í ţeirri sögu, ađ fyrst hafi Guđ skapađ Argentínu, en ţegar hann sá, hversu örlátur hann hafđi veriđ, ákvađ hann til mótvćgis ađ skapa Argentínumenn. Auđvitađ varđ landiđ illa úti í heimskreppunni á fjórđa áratug, en svo var og um Ástralíu. Áriđ 2016 voru ţjóđartekjur á mann í Ástralíu orđnar rösklega tvöfalt hćrri en í Argentínu.

Hvađ olli? Skýringarnar eru einfaldar. Órói var löngum í landinu, og lýđskrumarar og herforingjar skiptust á ađ stjórna, en velflestir fylgdu ţeir tollverndarstefnu og reyndu líka ađ endurdreifa fjármunum. Hollir vindar frjálsrar samkeppni fengu ekki ađ leika um hagkerfiđ, og ţegar endurdreifing fjármuna varđ ríkissjóđi um megn, voru prentađir peningar, en ţađ olli verđbólgu og enn meira ójafnvćgi og óróa. Argentína er skólabókardćmi um afleiđingarnar af ţví ađ eyđa orkunni í ađ skipta síminnkandi köku í stađ ţess ađ mynda skilyrđi fyrir blómlegum bakaríum.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 23. mars 2019.)

Línurit.Argentína.Ástralía


Bloggfćrslur 24. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband