Hvers vegna gelti hundurinn ekki?

Í smásögu um leynilögreglumanninn Sherlock Holmes, Silver Blaze, sem hlotiđ hefur heitiđ Verđlauna-Blesi á íslensku, hverfur verđmćtur veđreiđahestur um nótt. Holmes hefur orđ á ţví viđ fákćnan lögregluţjón, ađ framferđi varphundsins í hesthúsinu um nóttina hafi veriđ merkilegt. En hundurinn gerđi ekkert um nóttina, segir lögregluţjónninn undrandi. Ţađ er einmitt ţađ, sem er sérstakt, svarar Holmes. Skýringin var auđvitađ, ađ hundurinn ţekkti manninn, sem rćndi hestinum.

Mér datt ţessi saga í hug um daginn, ţegar ég rifjađi upp skýrslu Rannsóknarnefndar Alţingis um bankahruniđ 2008. Ţar er ekki síđur merkilegt, hverju er sleppt, en hvađ er tekiđ međ. Af mörgu er ađ taka, en eitt dćmi er, ađ ţar er ekki sagt efnislega frá fundi, sem fjórir ráđherrar héldu um vanda bankanna 7. ágúst 2008 međ fjórum hagfrćđingum, Friđrik Má Baldurssyni, Gauta B. Eggertssyni, Má Guđmundssyni og Jóni Ţór Sturlusyni.

Ţar lögđu ţeir Friđrik Már, Gauti og Már allir til (samkvćmt minnisblađi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur), ađ ríkiđ reyndi ađ bjarga bönkunum. Ţeir voru um ţetta ósammála seđlabankastjórunum ţremur, sem töldu fall bankanna líklegt og ţá vćntanlega óviđráđanlegt, en ríkiđ yrđi ţá ađallega ađ lágmarka skuldbindingar sínar og gćta hags innstćđueigenda. Upplýsingar um ţessar fráleitu hugmyndir hagfrćđinganna komu ekki fram fyrr en í landsdómsmálinu 2012.

Hvers vegna var ekki rćtt um ţessar tillögur í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar frá 2010, ţó ađ fundarins sé getiđ í 6. bindi? Vildu nefndarmenn hlífa hagfrćđingunum viđ ţví ađ birta ţessar upplýsingar, sem voru óţćgilegar fyrir ţá í ljósi eftirleiksins? Gauti hafđi skrifađ í blöđ til varnar einum nefndarmanninum, Sigríđi Benediktsdóttur, eftir ađ hún hafđi í upphafi rannsóknarinnar tilkynnt í bandarísku stúdentablađi, ađ kenna mćtti „tómlátu andvaraleysi“ Seđlabankans og Fjármálaeftirlitsins um bankahruniđ, og ţannig orđiđ vanhćf til ađ rannsaka ţađ. Már var skipađur seđlabankastjóri í júní 2009 og réđ Sigríđi í bankann 2012. Ţarf einhvern Sherlock Holmes til ađ skýra máliđ?

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 18. september 2021.)


Fyrir tuttugu árum

Sumar fréttir eru svo óvćntar og stórar, ađ allir muna, hvar ţeir voru, ţegar ţeim bárust ţćr. Áriđ 1963 var ég tíu ára lestrarhestur á Laugarnesvegi 100. Hinar fjölmörgu bćkur á heimili foreldra minna nćgđu mér ekki, svo ađ ég laumađist oft upp til vinafólks okkar í sama stigagangi og grúskađi í bókum. Ég sat ţar viđ lestur síđdegis föstudaginn 22. nóvember, ţegar annar sonur hjónanna í íbúđinni kom ađ mér og kallađi: „Hefurđu heyrt fréttirnar? Ţeir hafa skotiđ Kennedy!“ Öllum var brugđiđ.

Haustiđ 1997 var ég á leiđ til Torino, ţar sem ég skyldi vera gistifrćđimađur í nokkra mánuđi. Ađ morgni sunnudagsins 31. ágúst var ég nýlentur í Mílanó (sem fornmenn kölluđu Melansborg) og í leigubíl á leiđ til járnbrautarstöđvarinnar. Lágvćrt útvarp á ítölsku var í gangi. Skyndilega hrópađi ökumađurinn: „Díana prinsessa er látin! Hún lenti í bílslysi!“ Ég var forviđa. Ţađ var ótrúlegt, ađ ţessi ţokkadís vćri öll.

Ţriđjudaginn 11. september 2001 var ég nýkominn á gistihús í Bratislava í Slóvakíu, ţar sem halda átti svćđisţing Mont Pelerin-samtakanna, alţjóđasamtaka frjálslyndra frćđimanna. Laust eftir klukkan ţrjú síđdegis hringdi bandarískur kunningi í mig. Hann var í uppnámi: „Komdu upp í íbúđina til mín og horfđu á sjónvarpiđ međ mér. Ţađ er veriđ ađ gera loftárás á New York!“ Ég trúđi ekki mínum eigin eyrum. „Eins og í kvikmynd?“ sagđi ég. „Já, en ţetta er ekki kvikmynd, ţetta er veruleiki,“ svarađi hann. Ég fór upp í íbúđ hans, viđ fengum okkur drykki og blönduđum sterkt, settumst fyrir framan sjónvarpiđ og horfđum ţöglir á árásirnar í beinni útsendingu. Ţegar áfengisbirgđir ţraut úr kćliskápnum í íbúđ hans, náđi ég í ţađ, sem til var í mínu herbergi.

Ólíkt hörmulegum andlátum Kennedys og Díönu markađi árásin á Bandaríkin tímamót. Ţetta var í fyrsta skipti, sem fjandmenn höfđu ráđist inn í landiđ sjálft. En hryđjuverkasamtökin Al-Kaida höfđu vanmetiđ styrk Bandaríkjanna, sem lögđu ţau ađ velli á nokkrum misserum, ţótt ekki hafi ţeim tekist međ öllu ađ upprćta ţau. Enginn skyldi samt vanmeta ţennan styrk.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 11. september 2021.)


Vinnubrögđ Rannsóknarnefndarinnar

Hér hef ég rifjađ upp, ađ Rannsóknarnefnd Alţingis á bankahruninu varđ ţegar í febrúar 2009 vanhćf, eftir ađ einn nefndarmađur tilkynnti í bandarísku stúdentablađi, hverjar niđurstöđur hennar yrđu. Óháđ ţví má greina ýmsa galla á vinnubrögđum nefndarinnar.

Af hverju voru yfirheyrslur nefndarinnar ekki opinberar og sjónvarpađ beint frá ţeim? Og af hverju eru gögn nefndarinnar lokuđ inni? Nefndin ákvađ ein, hvađ birta skyldi úr gögnunum. Ég hef kynnt mér nokkur ţeirra og séđ margt merkilegt, sem nefndin sleppti.

Mjög orkađi tvímćlis, ađ nefndin fékk friđhelgi ađ lögum. Borgararnir voru sviptir rétti sínum til ađ bera undir dómstóla, ef ţeir töldu hana hafa á sér brotiđ. Jafnframt var ţeim bannađ ađ skjóta hugsanlegum brotum til Umbođsmanns Alţingis.

Nefndin komst ađ ţeirri niđurstöđu, ađ nokkrir ráđherrar og embćttismenn hefđu gerst sekir um vanrćkslu. En sú niđurstađa var um vanrćkslu í skilningi laga nr. 142/2008, sem samţykkt voru eftir bankahruniđ. Lög eiga ekki ađ vera afturvirk.

Sá munur var ađ lögum á bankaráđi Seđlabankans og stjórn Fjármálaeftirlitsins, ađ bankaráđiđ markađi ekki stefnu bankans í efnahagsmálum, heldur bankastjórnin ein, en forstjóri Fjármálaeftirlitsins átti ađ bera allar meiri háttar ákvarđanir undir stjórn. Hvers vegna tók nefndin ekki ábyrgđ stjórnar Fjármálaeftirlitsins til rćkilegrar rannsóknar?

Rannsóknarnefndin horfđi nćr alveg fram hjá ţví, ađ bankarnir uxu hratt árin 2002–2005, en óverulega eftir ţađ. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins, formađur bankastjórnar Seđlabankans og forsćtisráđherra hófu allir störf, eftir ađ bankarnir voru fastir í stćrđargildrunni.

Rannsóknarnefndin sakađi forsćtisráđherra um ađ hafa haldiđ upplýsingum frá bankamálaráđherranum. En ţađ var ekki ákvörđun hans ađ gera ţađ, heldur formanns samstarfsflokksins.

Rannsóknarnefndin horfđi nćr alveg fram hjá ţví, ađ bankarnir féllu vegna alţjóđlegrar lausafjárkreppu, ţar sem Íslandi var neitađ um ţá ađstođ, sem ađrir fengu. Ekki var til dćmis leitađ skýringa á ţví, ađ breska ríkisstjórnin bjargađi haustiđ 2008 öllum öđrum bönkum landsins en ţeim tveimur, sem voru í eigu Íslendinga, en í uppgjöri ţeirra beggja síđar meir kom fram, ađ ţeir áttu vel fyrir skuldum.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 3. september 2021.)


Hallađ á tvo ađila

Skömmu eftir ađ Sigríđur Benediktsdóttir tók sćti í Rannsóknarnefnd Alţingis á bankahruninu sagđi hún í blađaviđtali: „Mér finnst sem ţetta sé niđurstađan af öfgakenndri grćđgi margra sem hlut eiga ađ máli og tómlátu andvaraleysi ţeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit međ fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöđugleika í landinu.“ Sigríđur átti auđvitađ viđ Fjármálaeftirlitiđ, sem átti samkvćmt lögum ađ hafa eftirlit međ fjármálakerfinu, og Seđlabankann, sem átti ađ sjá um fjármálalegan stöđugleika.

Međ ţessum fyrirframdómi varđ Sigríđur tvímćlalaust vanhćf, ţótt hún neitađi ađ víkja, er eftir ţví var leitađ. Nokkrar ađrar ástćđur voru til ađ draga í efa hćfi nefndarmanna. Ţegar Björgólfsfeđgar keyptu Landsbankann 2003, var föđur Sigríđar, sem hafđi veriđ yfirmađur lögfrćđisviđs bankans, sagt upp. Ţetta varđ fjölskyldunni mikiđ áfall, eins og heimildir eru til um. Annar nefndarmađur, Tryggvi Gunnarsson, átti son, sem missti viđ bankahruniđ starf sitt í Landsbankanum, og tengdadóttir hans gegndi yfirmannsstöđu í Fjármálaeftirlitinu.

Deila má um, hvort ţessar viđbótarstađreyndir hafi einar sér valdiđ vanhćfi. En á daginn kom, ađ rannsóknarnefndin hallađi frekar á Landsbankann en hina viđskiptabankana og á Seđlabankann frekar en Fjármálaeftirlitiđ. Til dćmis var í skýrslu nefndarinnar rangt fariđ međ nokkrar lánveitingar til Björgólfsfeđga úr bönkum, og sú stađreynd var vandlega falin, ađ lántökur ţeirra í Landsbankanum minnkuđu miklu hrađar árin fyrir bankahrun en lántökur annarra eigendahópa í sínum bönkum.

Ţrátt fyrir mikla fyrirhöfn fann nefndin ekkert athugavert viđ embćttisfćrslur seđlabankastjóranna ţriggja nema ţađ, ađ ţeir hefđu ekki aflađ nćgra upplýsinga til stuđnings tveimur ákvörđunum, sem ţó voru taldar eđlilegar, ađ neita Landsbankanum um lausafjárfyrirgreiđslu í ágúst 2008 og Glitni um neyđarlán í september sama ár. En Seđlabankinn hafđi ekki ađgang ađ slíkum upplýsingum, ađeins Fjármálaeftirlitiđ.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 28. ágúst 2021.)


Tómlátt andvaraleysi?

Skömmu eftir ađ Sigríđur Benediktsdóttir var í árslok 2008 skipuđ í rannsóknarnefnd Alţingis á bankahruninu, sagđi hún í bandarísku stúdentablađi: „Mér finnst sem ţetta sé niđurstađan af öfgakenndri grćđgi margra sem hlut eiga ađ máli og tómlátu andvaraleysi ţeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit međ fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöđugleika í landinu.“ Sigríđur átti viđ tvćr stofnanir, Fjármálaeftirlitiđ, sem skyldi hafa eftirlit međ fjármálakerfinu, og Seđlabankann, sem skyldi vinna ađ fjármálastöđugleika. Hún hafđi ţannig fellt dóm fyrirfram. Páll Hreinsson, formađur rannsóknarnefndarinnar, hringdi ţví í Sigríđi 22. apríl 2009 og bađ hana ađ víkja úr nefndinni. Hún neitađi, og Páll glúpnađi.

En Seđlabankinn verđur ekki sakađur um „tómlátt andvaraleysi“. Ţegar Davíđ Oddsson var nýorđinn seđlabankastjóri haustiđ 2005, varađi hann ráđherrana Halldór Ásgrímsson og Geir H. Haarde viđ ţví, ađ bankakerfiđ gćti hruniđ. Ţađ vćri orđiđ stćrra en svo, ađ íslenska ríkiđ fengi bjargađ ţví í lánsfjárkreppu. Hann stakk upp á ţví viđ bankastjóra viđskiptabankanna (eins og fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar), ađ Kaupţing flytti höfuđstöđvar sínar úr landi, Glitnir seldi hinn stóra banka sinn í Noregi og Landsbankinn fćrđi Icesave-reikninga í Bretlandi úr útbúi í dótturfélag. Auđvitađ gat hann ekki látiđ áhyggjur sínar í ljós opinberlega. Í nóvember 2007 sagđi Davíđ ţó á morgunverđarfundi Viđskiptaráđs, ađ bankakerfiđ vćri „örugglega viđ ytri mörk ţess sem fćrt er ađ búa viđ til lengri tíma“. Í árslok 2007 varađi hann ráđherrana Geir H. Haarde og Ţorgerđi K. Gunnarsdóttur enn viđ hugsanlegu hruni bankakerfisins. Seđlabankinn fékk í febrúar 2008 enska fjármálafrćđinginn Andrew Gracie til ađ gera skýrslu um vanda bankakerfisins, og komst hann ađ ţeirri niđurstöđu, ađ ţađ gćti hruniđ í október.  

Fram eftir ári 2008 margreyndi Seđlabankinn ađ gera gjaldeyrisskiptasamninga viđ ađra seđlabanka, en var víđast hafnađ. Bankinn ákvađ ţví ađ bjarga ţví sem bjargađ yrđi međ ţví ađ takmarka eftir föngum skuldbindingar hins opinbera. Stofnađur var í kyrrţey starfshópur um lausafjárstýringu, sem undirbjó neyđarráđstafanir. Bankinn ţurfti ađ senda einkaţotu eftir fjármálaráđgjöfum J. P. Morgan, svo ađ ţeir gćtu sannfćrt hikandi ráđherra Samfylkingarinnar á nćturfundi um ţá lausn, sem valin var međ neyđarlögunum 6. október 2008. Fátt af ţessu vissi Sigríđur, ţegar hún tilkynnti dóm sinn um „tómlátt andvaraleysi“ í hinu bandaríska stúdentablađi.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 21. ágúst 2021.)


Styrmir Gunnarsson

Sá Styrmir Gunnarsson, sem ég kynntist ungur, var ólíkur hinni opinberu mynd af Morgunblađsritstjóranum, en hann átti ađ vera klćkjarefur međ alla ţrćđi í hendi sér. Sá Styrmir, sem ég ţekkti, hafđi ţrjár eiginleika til ađ bera í meira mćli en flestir ađrir: hann var trygglyndur, vinnusamur og tilfinninganćmur. Hann var um árabil einn nánasti trúnađarmađur Geirs Hallgrímssonar, enda sagđi Geir mér úti í Lundúnum haustiđ 1981, ađ hann vildi helst, ađ Styrmir tćki viđ formennsku af sér. Er bók Styrmis um átökin í Sjálfstćđisflokknum á áttunda og níunda áratug hin fróđlegasta. En Styrmir var ekki síđur tryggur ćskuvinum sínum, jafnvel ţótt ţeir hefđu haslađ sér völl annars stađar, og ţótti okkur sjálfstćđismönnum stundum nóg um.
Styrmir var afar vinnusamur, vakinn og sofinn á Morgunblađinu, en um leiđ jafnan reiđubúinn ađ eyđa löngum tíma í spjalli yfir hádegisverđi eđa kaffibolla, og kom ţá í ljós, hversu áhugasamur hann var um fólk. Hann hugsađi miklu frekar í mönnum en málefnum, fannst mér stundum. Ţó var hann eindreginn fylgismađur lýđrćđisţjóđanna í Kalda stríđinu og stundađi ţá upplýsingaöflun fyrir Vesturveldin, eins og hann lýsir í einni bók sinni. Hann sagđi mér, ađ ţeir Matthías Johannessen hefđu ákveđiđ eftir sigurinn í Kalda stríđinu ađ beita ekki hinu mikla afli Morgunblađsins til ađ gera upp viđ íslenska kommúnista. Grćđa ţyrfti sár frekar en stćkka. En hann efađist samt stundum um, ađ sú ákvörđun hefđi veriđ rétt, sérstaklega eftir ađ hann las bćkur okkar Ţórs Whiteheads og Snorra G. Bergssonar um kommúnistahreyfinguna.
Styrmir var í ţriđja lagi mjög tilfinninganćmur. Hann var í hjarta sínu, fannst mér, enginn sérstakur stuđningsmađur hinna ríku og voldugu, eins og margir héldu, heldur hafđi hann óskipta samúđ međ lítilmagnanum, hver sem hann var. Hann tók alltaf svari smákapítalistanna gegn stórlöxunum. Jafnframt átti hann til mikla blíđu. Viđ sátum stundum ađ skrafi á skrifstofu hans á Morgunblađinu, og var hann ţá hinn ákveđnasti, en ef dćtur hans hringdu, tók hann alltaf símann og málrómurinn breyttist, röddin lćkkađi og mýktist. Hann reyndist fjölskyldu sinni og vinum mjög vel, og hann elskađi land sitt og ţjóđ fölskvalaust. Hann var ţjóđernissinni í bestu merkingu ţess orđs.
(Minningargrein í Mbl. í dag. Myndin er af dr. Arnóri Hannibalssyni prófessor, Styrmi og dr. Ţór Whitehead prófessor í kvöldverđarbođi Davíđs Oddssonar til heiđurs utanríkisráđherrum Eystrasaltslandanna 25. ágúst 1991, ţegar Ísland varđ fyrst landa til ađ endurnýja viđurkenningu sína á ţessum löndum.)
Arnór.Styrmir.Ţór.25.08.1991

Sjálfstćđi dómarans

Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins 2003–2017, gerir harđa hríđ ađ eftirmanni sínum, Páli Hreinssyni, í Morgunblađinu 31. júlí 2021. Nefnir hann nokkur dćmi, ţar sem hann telur dómstólinn undir forystu Páls draga taum norska ríkisins, en Páll hafi auk ţess tekiđ ađ sér launađa ráđgjöf fyrir forsćtisráđuneytiđ íslenska og skert međ ţví sjálfstćđi sitt. Ég ţekki ekki hin norsku mál, en kann eitt íslenskt dćmi.

Í árslok 2008 var Páll skipađur formađur rannsóknarnefndar Alţingis á bankahruninu. Međ honum í nefndinni skyldu sitja Tryggvi Gunnarsson lögfrćđingur og Sigríđur Benediktsdóttir hagfrćđingur. Hinn 31. mars 2009 birtist í bandarísku stúdentablađi viđtal viđ Sigríđi, ţar sem hún sagđi um bankahruniđ: „Mér finnst sem ţetta sé niđurstađan af öfgakenndri grćđgi margra sem hlut eiga ađ máli og tómlátu andvaraleysi ţeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit međ fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöđugleika í landinu.“ Međ „tómlátu andvaraleysi“ gat Sigríđur ekki átt viđ nema tvćr stofnanir, Fjármálaeftirlitiđ, sem átti ađ hafa eftirlit međ fjármálakerfinu, og Seđlabankann, sem átti ađ sjá um fjármálastöđugleika. Hún hafđi ţannig fellt dóm fyrirfram.

Eftir ţessu var strax tekiđ. Ásmundur Helgason, ađallögfrćđingur Alţingis, taldi Sigríđi hafa gert sig vanhćfa međ ţessum ummćlum. Ţeir Páll og Tryggvi voru sömu skođunar, en Páll er sérfrćđingur í hćfisreglum stjórnsýslu, sem hann hafđi skrifađ um heila doktorsritgerđ. Í símtali 22. apríl 2009 báđu Páll og Tryggvi Sigríđi um ađ víkja úr nefndinni. Hún neitađi, og hófst vel skipulögđ fjölmiđlaherferđ henni til stuđnings. Viđ svo búiđ skiptu ţeir Páll og Tryggvi um skođun og kváđu nú ummćli Sigríđar hafa veriđ almenns eđlis, enda hefđi hún ekki nafngreint neinar stofnanir. Hún gćti ţví setiđ áfram í nefndinni. Ţessi rökstuđningur var fráleitur. Lögum samkvćmt hefur ein stofnun eftirlit međ fjármálakerfinu, Fjármálaeftirlitiđ, og önnur stofnun sér um fjármálastöđugleika, Seđlabankinn. Auđvitađ var Sigríđur ađ tala um ţessar stofnanir og engar ađrar. Doktorsritgerđ Páls var ţegjandi og hljóđalaust sett upp í hillu.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. ágúst 2021.)


Leiđréttingar á grein Stefáns Snćvarrs um mig

Stefán Snćvarr birti í gćr grein í nettímaritinu Stundinni um skođanir mínar á tengslum fasisma og sósíalisma. Hann segir ţar:

Frjálshyggjumađurinn Ludwig von Mises lofsöng fasismann ítalska áriđ 1927 og sagđi (í enskri ţýđingu úr ţýsku): “It cannot be denied that Fascism and similar movements aiming at the establishment of dictatorships are full of the best intentions and that their intervention has, for the moment, saved European civilization. The merit that Fascism has thereby won for itself will live on eternally in history” (Mises (1985): 51). Gerir ţetta frjálshyggjuna ađ systur  nasismann og fasismans? Hannes nefnir ekki ţessa athugasemd Mises í bók sinni Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers (2 bindi).

Ţetta er rangt. Ég skrifađi langt mál um ţessa athugasemd Mises á bls. 94–95 í seinna bindi bókar minnar:

For Mises, a choice always involves trade-offs. Sometimes it is between a greater and a lesser evil. This explains his comment on fascism that left-wing intellectuals are fond of quoting: ‘It cannot be denied that Fascism and similar movements aiming at the establishment of dictatorships are full of the best intentions and that their intervention has, for the moment, saved European civilization. The merit that Fascism has thereby won for itself will live on eternally in history.’ But Mises should not be quoted out of context, because he continues: ‘But though its policy has brought salvation for the moment, it is not of the kind which could promise continued success. Fascism was an emergency makeshift. To view it as something more would be a fatal error.’ Mises’ point is the plausible one that for a liberal faced with two evils, fascism and communism, fascism seems the lesser one, not least because it is possibly reversible. It is authoritarian rather than totalitarian: It aims not at total control of mind and body, but rather of body alone. Because it does not abolish private property rights to the means of production, it does not unite all economic control in one body. What Mises was referring to in the 1920s was that the ex-socialist Benito Mussolini in Italy and Admiral Miklós Horthy in Hungary hindered communist takeovers, although in Hungary the communists actually ruled by terror for a few months. Later examples might be Francisco Franco in Spain and Augusto Pinochet in Chile. Be that as it may, European fascism of the 1920s was quite different to Hitler’s national socialism with its horrible antisemitism. It should also be pointed out that in the 1920s Austria was surrounded by hostile neighbours and that her only potential ally and protector then was Mussolini’s Fascist Italy.


Leiđréttingar viđ grein Reynis Traustasonar um mig

Screenshot 2021-08-10 at 07.10.50Reynir Traustason birti í gćr grein um mig í nettímaritinu Mannlífi. Margt er ónákvćmt eđa rangt í ţessari grein, og hefđi honum veriđ í lófa lagiđ ađ hafa samband viđ mig til ađ fá stađreyndir málsins réttar.

1) Útivistardómurinn yfir mér í Bretlandi fyrir meiđyrđi var ógiltur af ţarlendum dómstólum, vegna ţess ađ mér hafđi ekki veriđ stefnt eftir réttum reglum. Málinu lauk svo, ađ Jón Ólafsson sótti bćtur til breskra stjórnvalda vegna ţessarar handvammar. Hins vegar kostuđu ţessi málaferli mig um 25 milljónir, jafnvel ţótt ég hlyti ađ lokum engan dóm. Hvorki Rithöfundasambandiđ né Blađamannafélagiđ ályktuđu mér til stuđnings, ţótt eftir ţví vćri leitađ. Málfrelsiđ er ađeins fyrir vinstri menn. New York Times og Sunday Times skrifuđu hins vegar mér til stuđnings, og meiđyrđalöggjöfinni hefur veriđ breytt í Bretlandi, međal annars vegna ţessa máls, sem vakti mikla athygli ţar ytra og ţótti furđulegt.

2) Ég hlaut engan dóm fyrir ritstuld, heldur fyrir brot á höfundarrétti, enda gerđi ég enga tilraun til ađ leyna ţví, ađ í bók um ćskuverk Laxness studdist ég ađ miklu leyti viđ endurminningar Laxness frá ćsku. Ég notađi sömu ađferđir og Laxness í bókum eins og Heimsljósi og Íslandsklukkunni og Pétur Gunnarsson í bókum sínum um Ţórberg. En auđvitađ giltu ađrar reglur um ţá en mig. Ţeir máttu ţađ, sem ég mátti ekki. Bókmenntafrćđingar sögđu í ađdáunartón, ađ eitt einkenni Laxness vćri, hvernig hann ynni eigin texta úr texta annarra! Ég sýndi raunar fjölskyldu Laxness handritiđ, og sátu tvćr dćtur hans í tvo daga yfir ţví, eins og ţáverandi starfsmađur útgáfunnar, Bjarni Ţorsteinsson, bar fyrir Hérađsdómi. Guđný Halldórsdóttir var ekki stödd í réttarsal, ţegar Bjarni bar vitni, og ţegar hún bar síđan vitni og var spurđ, hversu lengi hún hefđi setiđ međ handritiđ, svarađi hún, um ţađ bil kortér! Viđstaddir, sem hlustađ höfđu áđur á framburđ Bjarna, tóku andköf. Ţeir vissu, ađ hún var ađ setja ósatt. Ţađ var ekki nema von, ađ Hérađsdómur sýknađi mig. En Hćstiréttur virđist ekki hafa litiđ á ţessa hliđ málsins. Fyrir mér vakti auđvitađ alls ekki ađ brjóta höfundarrétt á Laxness-fjölskyldunni, sem hefur raunar nýlega tilkynnt skattyfirvöldum, ađ höfundarrétturinn sé einskis virđi, svo ađ hún eigi ekki ađ greiđa erfđaskatt af honum.

En bćđi ţessi dómsmál voru óskemmtileg, og sagđi ég stundum nemendum mínum, ađ eini dómurinn, sem ég hefđi hlotiđ og vćri stoltur af, vćri fyrir ađ reka Frjálst útvarp. Okkur tókst ađ brjóta á bak aftur einokun ríkisins á útvarpsrekstri.


Hvađ sögđu ráđunautarnir?

HalldorLaxnessGögn úr skjalasafni bandaríska útgefandans Alfreds A. Knopfs, sem Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafrćđingur hefur grafiđ upp og birt á Moggabloggi sínu, afsanna ţá kenningu, ađ Bjarni Benediktsson og bandarískir erindrekar hafi í sameiningu komiđ í veg fyrir, ađ bćkur Laxness yrđu gefnar út í Bandaríkjunum á dögum Kalda stríđsins. Knopf gaf Sjálfstćtt fólk út 1946, enda höfđu rithöfundarnir May Davies Martinet og Bernard Smith mćlt sterklega međ bókinni. Hún seldist vel, eftir ađ Mánađarbókafélagiđ, Book-of-the-Month Club, gerđi hana ađ valbók.

Knopf lét ţví skođa Sölku Völku, sem til var í enskri ţýđingu. Starfsmađur hans, bókmenntafrćđingurinn Roy Wilson Follett, las ţýđinguna, en taldi söguna standa ađ baki Sjálfstćđu fólki, vera hráa og ruglingslega. Ákvađ Knopf ađ gefa bókina ekki út. Ári síđar, 1947, var honum send dönsk ţýđing á Heimsljósi ásamt nokkrum köflum á ensku. Hann bar ensku kaflana undir annan starfsmann sinn, rithöfundinn Herbert Weinstock, sem kvađst ekki hafa veriđ hrifinn af Sjálfstćđu fólki og taldi ţetta brot úr Heimsljósi ekki lofa góđu. Tímasóun vćri ađ skođa verkiđ nánar.

Í árslok 1948 var Knopf send sćnsk ţýđing á Íslandsklukkunni, og nú var Eugene Gay-Tifft fenginn til ađ meta verkiđ, en hann hafđi ţýtt talsvert úr norsku fyrir Knopf. Hann skilađi rćkilegri umsögn, var hrifinn af verkinu, en taldi vafamál, ađ ţađ myndi höfđa til bandarískra lesenda. Ákvađ Knopf ađ gefa bókina ekki út. Enn var Knopf send ţýsk ţýđing á Íslandsklukkunni haustiđ 1951, og taldi rithöfundurinn Robert Pick (sem var austurrískur flóttamađur) ástćđulaust ađ endurskođa fyrri ákvörđun.

Snemma árs 1955 var Knopf send sćnsk ţýđing Gerplu. Nú var bókin borin undir sćnska konu, Alfhild Huebsch, sem gift var bandarískum bókmenntamanni, og lagđi hún til, ađ henni yrđi hafnađ. Sagan vćri góđ og gćti skírskotađ til norrćnna lesenda, en ekki bandarískra.

Ţremur árum síđar las einn ráđunautur Knopfs, Henry Robbins, enska ţýđingu Gerplu, og vildi hann líka hafna bókinni, enda vćri hún misheppnuđ skopstćling á Íslendinga sögum.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. ágúst 2021.)


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband