Orðaskipti við Illuga Jökulsson

Illugi Jökulsson birti færslu núna í morgun:

Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. Svo vildi til að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn en sveigði fram hjá. „Innviðirnir eru komnir að þolmörkum, ég get ekkert lið lagt,“ sagði presturinn við sjálfan sig. Eins kom og Levíti þar að, sá manninn og sveigði fram hjá. „Við erum nú þegar að hjálpa fleirum en Norðurlöndin samanlögð,“ hugsaði Levítinn. En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum og er hann sá manninn kenndi hann í brjósti um hann, gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: „Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meira til skal ég borga þér þegar ég kem aftur.“ Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni sem féll í hendur ræningjum?
 
Ég svaraði:
 
Þú gleymir ýmsu: 1) Presturinn og levítinn voru úr flokki ykkar menntamannanna, harðbrjósta mælskumenn. 2) Samverjinn gerði góðverk sitt fyrir eigið fé, ekki annarra. Þið vinstri menn gerið öll ykkar góðverk á kostnað annarra. 3) Samverjinn var aflögufær, svo að þetta var röksemd fyrir því, að til væri efnafólk. 4) Maðurinn var rændur, af því að ekki var haldið uppi lögum og reglu á veginum frá Jórsölum til Jeríkó. Það er einmitt erfitt að halda uppi lögum og reglu, þar sem fjölmennir hópar ganga í lið með stigamönnunum, eins og gerist í Svíþjóð og víðar á Norðurlöndum. Glæpatíðni er mest meðal Palestínu-Araba, og lögreglan hættir sér ekki inn í sum hverfi. Viljum við hafa sama ástand og á veginum milli Jórsala og Jeríkó?

Sagnritun dr. Gylfa (4)

W08_Thorvaldur_Gylfason_speaker_ArnarhollNýlega sagði dr. Gylfi Zoëga í málgagni vinstriöfgamanna, Heimildinni, að „margir“ reyndu að skrifa sögu bankahrunsins upp á nýtt. Hann átti við mig, en ég hef sett fram þá skoðun, að bankahrunið hafi verið „svartur svanur“, óvæntur atburður, sem aðeins sé fyrirsjáanlegur eftir á. En auðvitað er það rétt, sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu, að íslensku auðjöfrarnir fóru langt fram úr sjálfum sér. Þegar fyrrverandi ráðamenn eru hins vegar gagnrýndir fyrir að hafa ekki haldið þeim í skefjum, verður ekki aðeins að hafa í huga takmarkaðar valdheimildir þeirra, heldur líka hið einkennilega andrúmsloft í landinu. Þegar voldugasti auðjöfurinn, Jón Ásgeir Jóhannesson, sætti ákæru vorið 2005 fyrir ýmis efnahagsbrot, skrifaði vinur dr. Gylfa, Þorvaldur Gylfason: „Nú virðist standa til að jafna um Jón Ásgeir og fimm menn aðra fyrir rétti. Hvað býr að baki?“
Rannsóknarnefnd Alþingis sakaði í skýrslu sinni sjö fyrrverandi ráðamenn um vanrækslu, þótt hún beitti lögum afturvirkt, því að hún vísaði aðeins í lögin um nefndina sjálfa, og þau voru ekki sett fyrr en í árslok 2008. En spyrja má: Hvers vegna var þá Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ekki sökuð um vanrækslu? Hún hafði afgreitt viðvaranir Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra sem „útaustur eins manns“ og hvatt bankana í septemberbyrjun 2008 til að halda áfram innlánasöfnun sinni erlendis. Hún bar líka ábyrgð á því, sem var líklega eina alvarlega brotið á góðum stjórnsýsluvenjum í aðdraganda bankahrunsins, að bankamálaráðherrann var ekki hafður með í ráðum í Glitniskaupunum. Og hvað um Jón Sigurðsson, formann stjórnar fjármálaeftirlitsins? Samkvæmt lögum átti forstjóri fjármálaeftirlitsins að bera allar „meiri háttar ákvarðanir“ undir stjórnina. Var Jóni hlíft, af því að hann var æskuvinur föður eins nefndarmannsins, Sigríðar Benediktsdóttur? Og hafði það einhver áhrif, að varaformaður stjórnarinnar var gift einum starfsbróður annars nefndarmanns, Páls Hreinssonar? Ég tek fram, að meira máli skiptir að læra af reynslunni en leita uppi sökudólga, og eflaust er dr. Gylfi sammála mér um það. En ráðamennirnir sjö, sem rannsóknarnefndin hjó til, voru engu meiri sökudólgar en þau Ingibjörg Sólrún og Jón. Þetta fólk var allt að reyna að gera sitt besta.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 3. febrúar 2024.)


Sagnritun dr. Gylfa (3)

DarlingBrown.KenJack:AlamyNýlega sagði dr. Gylfi Zoëga í málgagni vinstriöfgamanna, Heimildinni, að „margir“ reyndu að skrifa sögu íslenska bankahrunsins upp á nýtt. Hann átti við mig, þótt ég sé ekki að reyna að endurskrifa söguna, heldur hafa það, sem sannara reynist. Hér skal ég benda á fjórar mikilvægar staðreyndir um bankahrunið, sem ég hef bent á, en aðrir leitt hjá sér, þar á meðal dr. Gylfi.
Fyrsta staðreyndin er, að ríkisstjórn breska Verkamannaflokksins þurfti ekki að beita hryðjuverkalögum til að koma í veg fyrir hugsanlega ólöglega fjármagnsflutninga frá Bretlandi til Íslands. Þegar hafði verið girt fyrir þann möguleika með tilskipun Breska fjármálaeftirlitsins til Landsbankans 3. október 2008, þar sem bankanum var bannað að flytja fé úr landi nema með skriflegu leyfi fjármálaeftirlitsins og þriggja daga fyrirvara. (Það reyndist ekki heldur vera fótur fyrir ásökunum um ólöglega fjármagnsflutninga Kaupþings til Íslands, enda þagnaði allt tal um það skyndilega.)
Önnur staðreyndin er, að ríkisstjórn breska Verkamannaflokksins braut samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, þegar hún bjargaði öllum breskum bönkum öðrum en þeim tveimur, sem voru í eigu Íslendinga, Heritable og KSF. Með því mismunaði stjórnin eftir þjóðerni, sem var bannað samkvæmt samningnum og líka Rómarsáttmálanum. Furðu sætir, að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skuli ekki hafa gert athugasemd við þetta.
Þriðja staðreyndin er, að þessir tveir bankar, Heritable og KSF, sem bresk stjórnvöld lokuðu, um leið og þau björguðu öllum öðrum breskum bönkum, reyndust eiga fyrir skuldum, þegar upp var staðið. Svo virðist sem sumir aðrir breskir bankar, sem fengu aðstoð, til dæmis RBS, Royal Bank of Scotland, hafi hins vegar ekki átt fyrir skuldum, þótt kapp sé lagt á að fela tapið og fresta uppgjörum.
Fjórða staðreyndin er, að íslensku bankarnir gerðust ekki sekir um nærri því eins alvarleg brot og til dæmis Danske Bank, sem varð uppvís að stórkostlegu peningaþvætti, og RBS, sem tók þátt í ólöglegri hagræðingu vaxta á millibankamarkaði. Það er kaldhæðni örlaganna, að Danske Bank og RBS hefðu báðir fallið haustið 2008, hefðu þeir ekki fengið lausafjáraðstoð frá bandaríska seðlabankanum og Englandsbanka.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 27. janúar 2024.)


Sagnritun dr. Gylfa (2)

RNAÍ nýlegri grein í málgagni vinstriöfgamanna, Heimildinni, kveður dr. Gylfa Zoëga marga reyna að endurrita sögu bankahrunsins. Með þessum „mörgu“ á hann við mig. En málið snýst ekki um að endurrita neina sögu, heldur hafa það, sem sannara reynist. Gylfi styðst við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu. Á henni eru margir annmarkar. Einn er, að nefndin yfirheyrði menn ekki í heyranda hljóði eins og rannsóknarnefndir í Bretlandi og Bandaríkjunum gera. Eðlilegt hefði verið að sjónvarpa beint frá yfirheyrslunum. Þess í stað valdi nefndin sjálf úr það, sem hún taldi eiga erindi í skýrslu sína. Stakk hún ýmsu forvitnilegu undir stól.

Annar annmarki er, að nefndin einblíndi á innlenda þætti bankahrunsins, sem vissulega voru mikilvægir, en setti það ekki í alþjóðlegt samhengi. Það var hörð fjármálakreppa í heiminum, sem skall af meiri þunga á Íslandi en öðrum löndum.

Þriðji annmarkinn er, að nefndin veitti ófullkomna skýringu á bankahruninu. Hún sagði bankana hafa fallið, því að þeir hefðu verið of stórir. Röklega er þessi skýring svipuð þeirri, að gler brotni, af því að það sé brothætt, eða ópíum svæfi vegna svæfingarmáttar síns. Stærðin var nauðsynlegt, en ekki nægilegt skilyrði fyrir bankahruninu. Svissnesku bankarnir hrundu ekki, og var stærð þeirra þó tíföld landsframleiðsla. Samkvæmt útreikningum dr. Gylfa sjálfs var stærð íslenska bankakerfisins fyrir hrun þess um 7,8-föld landsframleiðsla.

Fjórði annmarkinn á skýrslu nefndarinnar er, að hún vildi sefa almenning með því að leita uppi sökudólga í hópi ráðamanna, en fann enga (þótt gagnrýni hennar á bankamenn væri um margt réttmæt). Þess vegna skapaði nefndin sökudólga með því að víkka út vanræksluhugtak gildandi laga, svo að hún gæti sakað sjö ráðamenn um vanrækslu. Lögfræðingarnir í nefndinni, Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson, vissu, hvað þeir voru að gera. Þeir tóku ætíð fram, að vanrækslan væri í skilningi laganna um nefndina, sem sett voru eftir bankahrunið. Til þess að sefa almenning beittu þeir lögum afturvirkt.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 20. janúar 2024.)


Sagnritun dr. Gylfa (1)

Dr. Gylfi Zoëga prófessor birti nýlega grein um bankahrunið í málgagni íslenskra vinstriöfgamanna, Heimildinni. Þar segir hann marga hafa reynt að skrifa söguna upp á nýtt. Þeir haldi því fram, að hið sama hafi gerst erlendis og hér á landi, að Bretar og Hollendingar hafi komið illa fram við okkur og að innlend stjórnvöld hafi staðið sig vel eftir bankahrunið. Hann telur sannleikskorn í þessum þremur skoðunum, en aðalatriðið sé að koma í veg fyrir nýtt bankahrun.
Taleb_mugLíklega á ég að taka sneiðina til mín. En ég hef ekki reynt að skrifa söguna upp á nýtt, heldur hafa það, sem sannara reynist. Ég held, að bankahrunið hafi orðið fyrir samverkan margra ólíkra þátta, sem af ýmsum ástæðum toguðu allir í sömu átt. Þetta hafi verið „svartur svanur“, eins og Nassim Taleb kallar það: mikill, óvæntur og ólíklegur atburður, sem verður ekki fyrirsjáanlegur, fyrr en hann er orðinn. Eins og skáldið sagði: Það var ekki fyrr en eftir hrunið sem allir sáu það fyrir.
Þessir þættir voru: 1) Eigendur bankanna höfðu tekið lán fyrir hlutabréfum sínum og sáu verðmæti þeirra snarminnka í kreppunni frá hausti 2007. 2) Íslendingar höfðu komið sér út úr húsi í Danmörku, og Danske Bank vann gegn þeim. 3) Eigendur bankanna nutu lítils trausts erlendis. 4) Vogunarsjóðir veðjuðu óspart gegn bönkunum. 5) Seðlabankar G-10 ríkjanna sammæltust um það í maí 2008 að veita Íslandi ekki lausafjáraðstoð. 6) Innlánasöfnun bankanna erlendis mæltist illa fyrir. 7) Seðlabanki Evrópu krafðist betri trygginga en bankarnir gátu veitt. 8) Bandaríkin skeyttu engu um örlög Íslands. 9) Forsætisráðherra og fjármálaráðherra Breta voru báðir Skotar og vildu sýna kjósendum sínum, að sjálfstæði væri varhugavert. 10) Lehman Brothers féll, skömmu áður en stórt lán Glitnis var á gjalddaga, svo að kreppan harðnaði og bankinn gat ekki útvegað sér fé. 11) Kaup ríkisins á Glitni mistókust, ekki síst þegar aðaleigendurnir fóru í herferð gegn þeim. Traustið minnkaði í stað þess að aukast. 12) Samfylkingin var höfuðlaus her, því að formaður hennar lá á sjúkrahúsi.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 13. janúar 2024.)


Ný sýn á gömul deilumál

David_Friedman_by_Gage_SkidmoreÁrið 2023 fór ég víða og hlustaði á marga fyrirlestra. Tveir voru fróðlegastir. Prófessor David D. Friedman, sem lauk doktorsprófi í eðlisfræði, en hefur löngum starfað sem hagfræðiprófessor, talaði á ráðstefnu í Lissabon í apríl. Hann miðar rökræðunnar vegna við spálíkön milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um hlýnun jarðar, en reynir að bera saman kostnað og ábata af hinni hugsanlegu hlýnun. Niðurstaða hans er, að erfitt sé eða ókleift að sýna fram á, að kostnaðurinn verði meiri en ábatinn. Fróðlegt var að hlusta á hann fara yfir málið og vitaskuld forvitnilegt að gera þennan samanburð, en einblína ekki á aðra hliðina.

Phil Gramm, sem var lengi bandarískur öldungadeildarþingmaður, en þar á undan hagfræðiprófessor, talaði á ráðstefnu í Bretton Woods í nóvember. Hann leiðir rök að því, að tölur frá bandarísku hagstofunni um tekjudreifingu veiti ekki rétta mynd af kjörum Bandaríkjamanna. Ólíkt því sem gerist víðast annars staðar séu tekjurnar ekki ráðstöfunartekjur, reiknaðar eftir skatta og bætur. Skattar lenda af miklu meiri þunga á tekjuháu fólki, en bætur renna í miklu meira mæli til tekjulágs fólks. Þegar tekið er tillit til þess, verður tekjudreifingin miklu jafnari. Gramm bendir á, að heildarneysla tekjulægsta hópsins samkvæmt tölum bandarísku hagstofunnar nemi um tvöföldum heildartekjum hans fyrir skatta og bætur.

Gramm segir, að samkvæmt nýjustu opinberum tölum séu tekjur 20% tekjuhæsta hópsins í Bandaríkjunum um 17-faldar tekjur 20% tekjulægsta hópsins. En bilið minnkar stórkostlega, eftir að reiknað hefur verið með sköttum og bótum. Þá séu tekjur 20% tekjuhæsta hópsins um fjórfaldar tekjur 20% tekjulægsta hópsins. Gramm heldur því fram, að í raun hafi fátækt minnkað í Bandaríkjunum síðustu áratugi og tekjudreifing orðið jafnari.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 6. janúar 2024.)


Deila okkar Evu Hauksdóttur um Palestínu-Araba

Ég setti færslu á Facebook:

Það er óðs manns æði að hleypa fleiri Palestínu-Aröbum inn í landið. Danir hleyptu inn 321 árið 1992, og nú er komin reynsla af því. 204 hafa hlotið dóm fyrir margvísleg afbrot, og 176 eru á opinberu framfæri. Tölur frá Norðurlöndunum, þar á meðal Svíþjóð, sýna, að glæpatíðni er mest hjá Palestínu-Aröbum, en næstmest hjá Sýrlendingum. Auðvitað má ekki dæma heila þjóð eftir þessu, en það þrífst einhver ofbeldismenning hjá þeim, sem við ráðum illa við. (Ég geri ekki ráð fyrir, að neinn taki mark á þessum varnaðarorðum mínum, en ég vil geta rifjað þau upp eftir nokkur ár.)

Eva Hauksdóttir spurði:

Áttu við að ef fólk er í lífshættu þá eigi líkurnar á því að það muni brjóta af sér og þiggja framfærslustyrki í framtíðinni að ráða því hvort björgunaraðgerðir verði reyndar? Eða á það eingöngu við ef það eru arabar sem eru í hættu?

Ég svaraði:

Það væri eflaust ofsagt, að íbúarnir á Gasa svæðinu bæru einhverja hópábyrgð á ódæðum Hamas liða, enda tel ég, að hóp- eða samábyrgðarhugtakið sé ofnotað. Menn bera aðallega ábyrgð á eigin gerðum og ekki annarra. En það breytir því ekki, að þessir íbúar virðast langflestir styðja Hamas liða, ekki aðeins miðað við fagnaðarlætin á torgum úti eftir árásina á Ísrael 7. október, heldur líka samkvæmt skoðanakönnunum, sem Pew og fleiri gera. Við erum engir aðilar að þessari deilu, sem á rætur sínar í, að Arabaríkin neituðu að taka á móti flóttamönnum frá Ísrael. Við þurftum ekki að taka á móti þeirri einni milljón Grikkja, sem flýðu frá Tyrklandi eftir 1920, þeim 400 þúsund Finnum, sem flýðu frá Karelíu árið 1944, þeim 700 þúsund frönskumælandi Alsírbúum, sem flýðu frá Alsír árið 1962, og okkur ber ekki skylda til að taka á móti mörg hundruð þúsund Armenum, sem þurfa nú að flýja frá Nagorno-Karabak, eða öðrum eins fjölda Afgana, sem þurfa nú að flýja frá Pakistan. Það stendur öðrum nær. Grikkland tók á móti Grikkjunum, Finnland tók á móti Finnunum, Frakkar tóku á móti Alsírbúunum, Armenía er að taka á móti Armenunum, og Afganistan verður að taka á móti Afgönunum. Af hverju taka Arabaríkin ekki á móti þessum flóttamönnum? Eru þetta ekki allt Arabar? Hvað um bræðralag múslima? Nóg eiga þessi ríki af fé eftir að hafa okrað á olíu áratugum saman. Af hverju bera háværustu gagnrýnendur Ísraels á Ísland, þær Helga Kress, Pia Hansson og Sema Serdaroglu, aðeins umhyggju fyrir sumum, en ekki öllum?


Rannsóknarskýrsla mín fyrir 2023

Ritrýnd útgáfa með alþjóðlega skírskotun

Kápa.FourIcelandicSagasThe Icelandic Sagas. Collection of Four Short Sagas. Almenna bókafélagið, Reykjavík 2023. Útdráttur á ensku úr The Saga of Burnt Njal (Brennu-Njáls saga), 48 bls., The Saga of Gudrid (Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga), 42 bls., The Saga of Egil (Egils saga), 35 bls., og The Saga of Gudrun (Laxdæla), 34 bls. Ásamt stuttum inngangi að hverri sögu. Sögurnar fjórar eru settar saman í eina öskju.

Nordic Liberalism. An Anthology. Ritstjórn og inngangur. Brussels: New Direction [lokið 2023, væntanlegt í ársbyrjun 2024].

European Conservative Liberalism: North and South. Brussels: ECR, European Conservatives and Reformists [lokið 2023, væntanlegt í ársbyrjun 2024].

Ritrýnt útgáfa fyrir staðbundið fræðasamfélag

Rætur frelsisins. Greinasafn. Reykjavík: Almenna bókafélagið [lokið 2023, væntanlegt í ársbyrjun 2024].

Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð. Reykjavík: Almenna bókafélagið [lokið 2023, væntanlegt í ársbyrjun 2024].

Erindi á alþjóðlegum ráðstefnum

European Culture from a Conservative-Liberal Point of View. Erindi á menningarhelgi ECR, European Conservatives and Reformists, í Split í Króatíu 31. mars–1. apríl 2023.

Reforming the European Union. Erindi á alþjóðlegri ráðstefnu European Resource Bank 14.–16. apríl 2023 í Porto í Portúgal.

Champions of Liberty: Hannes H. Gissurarson. Dagskrá helguð mér í tilefni sjötugsafmælis míns á 600 manna alþjóðlegri ráðstefnu, European Students for Liberty, í Lissabon 23. apríl 2023.

HHG.12.05.2023.2Lokaorð á alþjóðlegri ráðstefnu Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands mér til heiðurs 12. maí 2023.

Can liberals and conservatives still get along? Erindi á alþjóðlegri ráðstefnu New Direction og annarra rannsóknastofnana í Madrid 21.–22. september 2023.

Erindi á málstofum og fundum

The Conservative-Liberal Approach to Some Current Problems. Erindi á ráðstefnu ECR í Lundúnum 14. janúar 2023.

GeirHHarde.HHG.OgmundurLandsdómsmálið. Erindi á ráðstefnu Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála 16. janúar 2023.

Towards a better future. Erindi á málstofu, Free Market Road Show og University of Bristol Liberty Society, í Bristol-háskóla 17. apríl 2023.

The Role of Entrepreneurs and Venture Capitalists in the Free Market Order. Erindi á málstofu, Free Market Road Show, Cobden Centre og Ayn Rand Centre, London 18. apríl 2023.

Piketty and Redistribution: A Critique. Erindi á málstofu, Free Market Road Show og IREF (Institute of Research in Economic and Fiscla Issues), í Sorbonne-háskóla, París 19. apríl 2023.

Rawls and Redistribution: A Critique. Erindi á málstofu, Free Market Road Show og Neederlands Instituut voor Praxeologie, Amsterdam 20. apríl 2023.

Nordic Conservatism in a European Perspective. Erindi á ráðstefnu norrænna íhaldsstúdenta í Helsinki 20. maí 2023.

Nordic Conservatism. Erindi á sumarskóla New Direction, Oikos og Konservativa förbundet í Sundbyholm-höll 16.–18. júní 2023.

Greinar í ritrýndum tímaritum

The 1941 Hoff-Frisch Correspondence. Þýðing á ensku ásamt inngangi á bréfaskiptum dr. Trygve Hoff og prófessors Ragnars Frisch árið 1941 á norsku um sósíalisma. Samþ. til útgáfu í Econ Watch Journal.

The Impeachment of Geir H. Haarde, Part I: Political Machinations and Legal Manoeuvres. The European Conservative, May 2023.

The Impeachment of Geir H. Haarde, Part II: A Flawed and Biased Process. The European Conservative, May 2023.

The Impeachment of Geir H. Haarde, Part III: Conclusions. The European Conservative, May 2023.

Vísindamiðslun á fagsviði starfsmanns

1. Ég skrifaði fastan dálk í veftímaritið The Conservative:

Conservatives and Classical Liberals: Natural Allies. European Diary: The Escorial, June 2021. The Conservative 20. október 2023.

The Right Responses to the Left. European Diary: Lisbon, September 2021. The Conservative 23. október 2023.

Balzac Refutes Piketty. European Diary: Paris, October 2021. The Conservative 27. október 2023.

Vices, Not Crimes. European Diary: Akureyri, October 2021. The Conservative 27. október 2023.

The City of His Dreams. European Diary: Vienna, November 2021. The Conservative 12. nóvember 2023.

Poland’s Road from Communism. European Diary: Warsaw, November 2021. The Conservative 26. nóvember 2023.

Commercial Society Creates, Not Only Dissolves. European Diary: Budapest, November 2021. The Conservative 26. nóvember 2023.

Snorri Sturluson as a Conservative Liberal. European Diary: Reykjavik, December 2021. The Conservative 26. nóvember 2023.

When Prometheus Becomes Procrustes. European Diary: Prague, November 2021. The Conservative 26. nóvember 2023.

Threats to Digital Freedom. European Diary: Rome, December 2021. The Conservative, 8. desember 2023.

Small States Feasible, Efficient, and Desirable. European Diary: Ljubljana, May 2022. The Conservative 14. desember 2023.

Catholicism and Capitalism Are Compatible. European Diary: Zagreb, May 2022. The Conservative 16. desember 2023.

An Early Critic of Unlimited Government. European Diary: Reykholt, April 2022. The Conservative 8. desember 2023.

Make Trade, Not War. European Diary: Sarajevo, May 2022. The Conservative 28. desember 2023.

Liberty Made Inspiring Again. European Diary: Belgrade, May 2022. The Conservative 30. desember 2023.

2. Ég skrifaði þrjár langar greinar í Morgunblaðið:

Sérstaða og samstaða: Tveir ásar Íslandssögunnar. Morgunblaðið 17. janúar 2023.

Afareglan um aflahlutdeild. Morgunblaðið 19. október 2023.

Adam Smith enn í fullu fjöri! Morgunblaðið 5. desember 2023.

3. Ég skrifaði fastan dálk í Morgunblaðið:

Ne bid in idem. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 7. janúar 2023.

In dubio, pars mitior est sequenda. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 14. janúar 2023.

Tveir fróðlegir fundir. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 21. janúar 2023.

Atvik úr bankahruninu. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 28. janúar 2023.

Lundúnir, janúar 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 4. febrúar 2023.

Reykjavík, janúar 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 11. febrúar 2023.

Sjötugur. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 18. febrúar 2023.

Stighækkandi tekjuskattur. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 25. febrúar 2023.

Refsað fyrir ráðdeild? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 4. mars 2023.

Sögulegar deilur. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 11. mars 2023.

Níðvísan þjónaði tilgangi. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 18. mars 2023.

Landsfeður, leiðtogar, fræðarar, þjóðskáld. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 25. mars 2023.

Danskur þjóðarandi. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 1. apríl 2023.

Split, apríl 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 8. apríl 2023.

Ný sýn á gamalt mál. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 15. apríl 2023.

Höfn, apríl 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 22. apríl 2023.

Brúarstæði, apríl 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 29. apríl 2023.

Lundúnir, apríl 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 6. maí 2023.

París, apríl 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 13. maí 2023.

Óhappamenn frekar en friðflytjendur. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 20. maí 2023.

Lissabon, apríl 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 27. maí 2023.

Fólksfjölgun og hlýnun jarðar. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 3. júní 2023.

Amsterdam, apríl 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 10. júní 2023.

Helsinki, maí 2021. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 17. júní 2023.

Eskilstuna, júní 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 1. júlí 2023.

Jórvík, júní 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 8. júlí 2023.

Westminster-höll, júní 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 15. júlí 2023.

Norræna leiðin: Montesquieu. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 22. júlí 2023.

Norræna leiðin: Molesworth. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 29. júlí 2023.

Undrunarefni Sigurðar. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 5. ágúst 2023.

Þrír norrænir spekingar. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 12. ágúst 2023.

Gamansemi Grundtvigs um Íslendinga. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 26. ágúst 2023.

Upprifjun um alræmdan sjónvarpsþátt. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 2. september 2023.

Norrænar lausnir. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 9. september 2023.

Mælanleg mistök. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 16. september 2023.

Tvenn örlagarík mistök. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 23. september 2023.

Dráp Kambans. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 30. september 2023.

Hitt drápið. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 7. október 2023.

Tilveruréttur Ísraels. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 14. október 2023.

Eru Palestínumenn þjóð? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 21. október 2023.

Jafnaðarmerkið á ekki við. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 28. október 2023.

Lýðræðisumræðurnar í Danmörku. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 5. nóvember 2023.

Madrid, september 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 11. nóvember 2023.

Hugtökin nýlendustefna og þjóðarmorð. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 18. nóvember 2023.

Öfgamúslimar. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 25. nóvember 2019.

Bretton Woods, nóvember 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 2. desember 2023.

Nýja Jórvík, nóvember 2023. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 9. nóvember 2023.

Gyðingahatur. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 16. desember 2023.

Jólasveinarnir. Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 23. desember 2023.

Hvað olli synjuninni? Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 30. desember 2023.

 


Liberty Made Inspiring Again

European Diary: Belgrade, May 2022

Belgrad.DanubeSava.shutterstock_2129440943Belgrade, the capital of Serbia, is located at the confluence of the Sava and Danube Rivers as well at the crossroads of the Pannonian Plain and the Balkan Peninsula. It is therefore not surprising that it is a very old city, indeed one of the oldest continuously inhabited cities in Europe and in the world. Belgrade means White City, and it is named after its fortress, which was built on a white ridge of strategic importance. After the fall of the Roman Empire it was conquered and controlled and sometimes destroyed by various invaders, such as the Huns, Goths, Hungarians, and Byzantines. In the 13th century it became the capital of the so-called Serbian Despotate but in 1521 it fell to the Ottomans. After the Serbian wars for independence, Belgrade became in 1841 the capital again of Serbia, first the principality and then the kingdom. In 1918 the city became the capital of the Kingdom of the Serbs, Croats and Slovenes which was in 1929 changed into the Kingdom of Yugoslavia. This was an artificial country, jumbled together at the end of the First World War. It was basically a hostile takeover by Serbia of Slovenia, Croatia, Bosnia, Hercegovina, Northern Macedonia, and Montenegro. It was therefore not surprising that Yugoslavia broke up soon after the death of the communist leader Josip Broz Tito who had for decades ruled these diverse territories with an iron hand. But Belgrade itself has gained from diversity as I discovered when I was  there in May 2022. It is a lively and pleasant city. Being a meeting place of many cultures, it is however hard to tell whether it belongs to the East or the West.

On the Bank of the Danube

In Belgrade I was presenting my book in two volumes on Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers at a seminar organised jointly by the Austrian Economics Center in Vienna and the Faculty of Economics and Business Administration at the University of Belgrade. The evening before the seminar I went for a stroll from my hotel down to the Danube. I stood for a while and watched this magnificent river which flows through four European capitals, Vienna, Bratislava, Budapest, and Belgrade. Originating in the Black Forest in southern Germany, it empties into the Black Sea through the Danube Delta between Romania and Ukraine. It is the second-largest river in Europe, after Volga in Russia. Indeed, the Habsburg Empire was sometimes called the Danubian Empire. Although a famous waltz by Johann Strauss Junior is called ‘On the beautiful blue Danube’, in fact the river is not blue: it is gray or even muddy. Nevertheless, the Danube was and is a great European waterway, connecting east and west, south and north. Italian writer Claudio Magris has written a book about the river, Danube: A Sentimental Journey from the Source to the Black Sea. He uses the Danube as a metaphor for life, as it winds safely from its source to the sea.

As I stood there on the river bank, I could not but reflect on the fact that sometimes history can be a burden. There are in the Balkans so many historical sources of enmity, so many battles to remember, so many betrayals to avenge, between Christians and Muslims, Catholics and Eastern Orthodoxes, Serbs and Croats, Slavs and Albanians, and so on, and between traditional allies and enemies of nearby powers, the Austro-Hungarian Empire, the Russian Empire, and the Ottoman Empire, and their successor states. It is only if and when the many and diverse peoples of this European frontier territory can find and develop the appropriate arrangements and political units, preferably as small as possible, that history for them will become less a burden than a blessing, full of inspiring and meaningful moments, myths, legends, songs, and tales, unifying them, enabling them to identify with a community, creating a sense of belonging.

The Courage to Be Utopian

At the seminar, I chose a somewhat different topic from what I have been talking about before in many European cities. What I now emphasised was that liberty had to be made exciting again, seen as an intellectual adventure, recognised as a precondition for innovation and entrepreneurship. I recalled Hayek’s observation in his celebrated essay on ‘The Intellectuals and Socialism’:

The main lesson which the true liberal must learn from the success of the socialists is that it was their courage to be Utopian which gained them the support of the intellectuals and therefore an influence on public opinion which is daily making possible what only recently seemed utterly remote. Those who have concerned themselves exclusively with what seemed practicable in the existing state of opinion have constantly found that even this had rapidly become politically impossible as the result of changes in a public opinion which they have done nothing to guide. Unless we can make the philosophic foundations of a free society once more a living intellectual issue, and its implementation a task which challenges the ingenuity and imagination of our liveliest minds. But if we can regain that belief in the power of ideas which was the mark of liberalism at its best, the battle is not lost.

Indeed, Hayek and another renowned economist, Milton Friedman, made economic liberalism inspiring again. Paradoxically, their courage to be (or at least appear) utopian turned out to be both economically practical and politically successful. Friedman once said to me: ‘First, they try to ignore you. Then, they try to ridicule you. Finally, they say that of course money matters, but that everybody already knew that.’

In the chapter on Friedman in the second volume of my book I describe the theory and practice of what is sometimes called ‘neoliberalism’: the reconstruction of Germany, Austria and Italy after the Second World War (led by Ludwig Erhard, Reinhard Kamitz, and Luigi Einaudi, respectively, all members of Hayek’s Mont Pelerin Society); the comprehensive economic reforms in countries as diverse politically as Great Britain under the Conservatives, Chile ruled by a military junta, and New Zealand at the initiative of social democrats; and the return to normalcy in Central and Eastern Europe, guided by Mart Laar in Estonia, Vaclav Klaus in the Czech Republic (both members of the Mont Pelerin Society) and other economic liberals. Speakers at the seminar included Dr. Barbara Kolm of the Austrian Economics Center in Vienna and Professor Christopher Lingle of Francisco Marroquín University in Guatemala. Professor Sinisa Zaric was the Chair.

An Evening in Belgrade

After the seminar, on my last evening in Belgrade, I went with a friend to one of the city’s finest Michelin-star restaurants, Salon 1905, close to the Sava River as it joins the Danube. We walked from the hotel. I found it extraordinary that a street on the way, Gavrila Principa, is named after the assassin of Archduke Franz Ferdinand and his wife Sophie in Sarajevo in 1914. Gavril Princip committed one of the foulest crimes of the twentieth century, with terrible consequences. Be that as it may, the restaurant itself is in a magnificent, ornate house in the old town, built in 1905. This house was then the headquarters of a bank, directed by one of Serbia’s greatest capitalists at the time, Luka Ćelović. The food was delicious and the service impeccable. Capitalism has returned to Serbia. Hopefully it will connect East and West, and turn the burden of history into a blessing.

(The Conservative, 30 December 2023.)


Make Trade, Not War

European Diary: Sarajevo, May 2022

Sarajevo.CityHall.shutterstock_788937649Sarajevo! The name reminds us all of the First World War (originally called the Great War) which broke out after the heir to the Habsburg throne, Archduke Franz Ferdinand, was assassinated in the city on 28 June 1914, with his wife, Duchess Sophie von Hohenburg. The perpetrator was a Bosnian Serb, Gavrilo Princip, a young, fanatical nationalist with close ties to the Serbian secret service (which supplied the weapons to him and his accomplices). Serbian nationalists were hostile to Franz Ferdinand because he wanted to turn the Danubian Monarchy into a federal union which probably would have greatly reduced discontent among the many Slavic peoples under Habsburg rule, such as Poles, Czechs, Slovaks, Slovenes, Croatians, Bosnian Serbs, and Bosnian Croats. Serbian ultra-nationalists had in 1903 stormed the Royal Palace in Serbia’s capital, Belgrad, shot the pro-Austrian king, Alexander I Obrenovich, and his wife, Draga, stripped their bodies and mutilated them, before throwing them out of a second-floor window into a pile of garden manure. A long-time enemy of the Obrenović family, Peter Karachorchevich, was proclaimed king of Serbia as Peter I. He was hostile to the Austrians, and pro-Russian. After this macabre event, Serbia pursued aggressive nationalist policies, aimed at creating a Greater Serbia by extending her rule to all Slavic peoples in the Western Balkans, then under Habsburg rule. Since Serbian participation in the assassination of the Archduke and his wife was considered almost certain, after the assassination Austria-Hungary issued an ultimatum to Serbia which was not met, whereupon Austria-Hungary declared war on Serbia, followed by her ally, Imperial Germany. France and Russia subsequently declared war on Austria-Hungary and Germany.

A World Lost

The French were not really concerned about Serbia: they wanted to take revenge on the Germans for their humiliation in the 1870 Franco-German war and to regain the territories then lost. Nevertheless, this would have remained mostly a Balkan affair, if the United Kingdom had not made the fateful decision to join France and Russia in supporting Serbia, with the United States entering the war on their side in 1917. This turned an almost certain swift victory of Austria-Hungary and Germany over Serbia and Russia into a prolonged, vicious, sanguinary world war, leading to the collapse of four empires, and the Bolshevik Revolution and the disintegration of the liberal international order. In retrospect, it is amazing not only how catastrophic the assassination of Franz Ferdinand and his wife turned out to be, but also how entirely evitable it was. The Archduke was supposed to be opening the state museum in Sarajevo which had as the capital of Bosnia flourished under Austrian rule since 1878. On his way from the Train Station to the Town Hall a bomb was thrown at his car, bouncing off its back hood and exploding under the next car in the motorcade, wounding the people in it. The Archduke and his wife escaped unharmed. After a reception at the Town Hall (depicted above), the Archduke wanted to visit the victims of the bombing. On the way to the hospital, his driver made a wrong turn, and when he realised this, he applied the brakes, stopping the car on a side street just where one of the would-be assassins, Princip, happened to be. Princip could therefore shoot the couple at short range.

The collapses of the Russian and Ottoman Empires were certainly not to be lamented, as many oppressed nations now were able to establish their own states. (For better or worse, a nation may require a state. What is the difference between a language and a dialect? That the language is supported by a navy.) The collapse of the Danubian Empire meant however the disintegration of a large area of free trade and common currency in Europe’s midst, under a relatively liberal regime. One of Princip’s co-conspirators, the Bosnian Serb Vaso ÄŒubrilović, only seventeen at the time, was released from prison at the end of the war and became a historian and in Communist Yugoslavia a government minister. Looking back after fifty years, he expressed regret about the conspiracy. ‘We destroyed a beautiful world that was lost forever due to the war that followed.’ This was a world eloquently described in Stefan Zweig’s The World of Yesterday. On the 100th anniversary of the assassination, a prominent journalist, the Bosnian Croat Fedzad Forto, denounced it in an interview with the BBC, British Broadcasting Corporation. The Bosnians had been much better off under the Habsburgs than under the Yugoslavian (Serbian) kings and the communists, he said. ‘You can look at the historical records and see how Austria-Hungary cared about issues like the rule of law. We lost so much in 1918.’

Two Ways of Keeping Peace

It was therefore appropriate that I discussed trade, war and peace at a seminar on 12 May 2022 in Sarajevo, organised by the Sarajevo School of Science and Technology, SSST, and the Austrian Economics Center in Vienna. I repeated my argument, made elsewhere, that small states may be feasible and, in many cases, more efficient and desirable than larger political units, but that they are vulnerable, as the recent Russian attack on Ukraine showed. The events that unfolded in Sarajevo more than a century ago demonstrated this, as Czech writer Milan Kundera once commented:

The Austrian empire had the great opportunity of making Central Europe into a strong, unified state. But the Austrians, alas, were divided between an arrogant Pan-German nationalism and their own Central European mission. They did not succeed in building a federation of equal nations, and their failure has been the misfortune of the whole of Europe. Dissatisfied, the other nations of Central Europe blew apart their empire in 1918, without realising that, in spite of its inadequacies, it was irreplaceable. After the First World War, Central Europe was therefore transformed into a region of small, weak states, whose vulnerability ensured first Hitler’s conquest and ultimately Stalin’s triumph.

Being vulnerable, small states must form alliances with one another and with stronger states.

There are essentially two pillars of peace, I observed in Sarajevo. One is free trade. Your propensity to shoot at your neighbour diminishes, if you see in him a potential customer. And, when goods are not allowed to cross borders, soldiers will. There is truth in this observation, but it is not the whole truth. The other indispensable pillar of peace is preparedness, as the Romans knew: Si vis pacem, para bellum. If you want peace, prepare for war. (Or as the Anglo-Irish army officer and writer William Blacker exclaimed: ‘Put your trust in God, my boys, and keep your powder dry!’) The free countries of the world, under the leadership of the United States, must be powerful enough that nobody dares attack them. This was the main idea behind NATO, the North Atlantic Treaty Organisation, the defence alliance of the West. If we do not all hang together, we shall all hang separately. What we are faced with now, I said in Sarajevo, is that China and Russia seem to reject democratic capitalism, with its tolerance, decentralisation, diversity, and respect for human rights and with the peaceful means of replacing bad rulers with better ones. The very existence of individual freedom and democracy is seen by oriental despots as external threats.

What We are Defending

I concluded my talk in Sarajevo by stressing that the West has to know what it wants to defend. I have myself recently published a book about Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers who had since the Middle Ages articulated the political tradition of limited government, private property, and free trade. It was a tradition which included philosophers and economists as different as St. Thomas Aquinas and Ayn Rand, Ludwig von Mises and Robert Nozick, Herbert Spencer and Karl Popper, not to mention its two best-known modern proponents, Friedrich von Hayek and Milton Friedman. It was, and is, a tradition which has encouraged economic growth, innovation and entrepreneurship, but also the development of individual skills, abilities and talents, enabling individuals to live meaningful lives and flourish. It was a tradition which recognised the many intermediate institutions, habits, manners, conventions and customs which had developed spontaneously in the moral space between individuals and the state, and the several ties, commitments and attachments they inherited and formed, outside the realm of contract.

Other speakers at the Sarajevo seminar were Austrian economist Dr. Barbara Kolm on globalisation, American businessman Terry Anker on business regulations, and American Professor Christopher Lingle on entrepreneurship. Professor Vjekoslav Domljan, Dean of the Economics Faculty of the SSST, chaired the meeting. Sarajevo, the capital of a Bosnian kingdom in the Middle Ages, under the Ottomans between 1461 and 1878 and  the Habsburgs between 1878 and 1918, now seems peaceful. But a visitor can sense how strongly many Bosnians want to be a part of the West.

(The Conservative, 28 December 2023.)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband