BRIK-löndin

Ég kenndi veturinn 2010–2011 Bandarísk stjórnmál, sem ég hafði ekki kennt áður, enda hljóp ég þá í skarðið fyrir annan kennara. Það var skemmtilegt, þótt ég geti ekki kallast sérfræðingur um alþjóðastjórnmál. Svo lengi lærir sem lifir.

Nú er ég að hugsa um að bjóða upp á námskeið næsta vetur, líklega á haustmisseri 2012, um BRIK-löndin fjögur. Þau eru Brasilía, Rússland, Indland og Kína. Ég hef dvalist um nokkurt skeið í þremur af þessum fjórum rísandi stórveldum.

Á meðal þess, sem ég vonast til að gera, er að flétta inn í námskeiðin erindi sendiherra þessara ríkja á Íslandi, en einnig að skoða kvikmyndir frá löndunum, sem brugðið geta ljósi á menningu þeirra og sérkenni.

Við Íslendingar verðum að muna, að fleira er til en Evrópusambandið, þótt sjálfsagt sé að halda góðu sambandi við ríki þess.


Hvað þarf til?

Mér finnst mál Gunnars Þ. Andersens, fyrrverandi forstöðumanns Fjármálaeftirlitsins, Ársæls Valfells lektors og þeirra félaga allt hið furðulegasta. Eitthvað býr að baki, og veit ég ekki, hvað það er. Lét Gunnar ekki að stjórn?

Kom hins vegar einhverjum á óvart, að Gunnar laumaði upplýsingum í fjölmiðla til að reyna að ná sér niðri á andstæðingum sínum? Hann varð fyrst landsfrægur fyrir það í Hafskipsmálinu 1985.

Framganga Ársæls Valfells er líka mjög óvenjuleg, þótt auðvitað beri að fagna því, þegar Íslandspósti og bílstjórunum á Hreyfli er veitt samkeppni um pakkasendingar í hús í Reykjavík. En ég hnýt um eitt. Háskólayfirvöld sneru sér til Ársæls Valfells og báðu um skriflegar skýringar á hlut hans að málinu. Hvert var tilefnið? Spurningar fréttamanna? Engar niðurstöður hafa fengist í þessu máli, hvorki um hlut Ársæls né annarra. Ekkert skýrt og afmarkað erindi lá á borði háskólayfirvalda.

Fara háskólayfirvöld í manngreinarálit? Hvað þarf til, að þau hreyfi sig? Árið 2008 birti Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, brot úr dagbókum sínum. Þar er fært inn 8. maí 1996:

Stefán Ólafsson félagsfræðingur sagði okkur Styrmi í morgun í trúnaði að nokkrir vinir Davíðs Oddssonar hefðu beðið Félagsvísindastofnun um að gera könnun á fylgi hans ef hann færi í forsetakjör. Könnunin var gerð skömmu fyrir páska en þó eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti um framboð sitt. Niðurstöður könnunarinnar voru þær að Ólafur fengi um 60% af fylgi þeirra 80% sem svöruðu og tóku afstöðu. Ég man ekki fylgi annarra frambjóðenda en það var hverfandi. Og sjálfur Davíð Oddsson hlaut ekki nema um 10% atkvæða. Margir voru alfarið á móti honum, aðrir vildu að hann héldi áfram í núverandi störfum. Stefán taldi að hann hefði getað reiknað með eitthvað yfir 30% atkvæða ef hann hefði farið í framboð. En þá hefðu þeir sem vildu að hann héldi áfram núverandi störfum kosið hann þegar á hólminn væri komið.

Þetta dagbókarbrot vakti nokkra athygli, og skrifaði DV meðal annars um þetta. Ljóst er, að Stefán, sem þá var forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskólans, braut freklega af sér með því að segja þeim Matthíasi og hinum ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarssyni, frá þessari skoðanakönnun, sem Hreinn Loftsson hafði látið Félagsvísindastofnun gera í strangasta trúnaði, en ekki síst að ráði mínu, sem treysti þá Stefáni.

Nú er spurningin: Af hverju sneru háskólayfirvöld sér ekki til Stefáns Ólafssonar sumarið 2008 og báðu um skriflegar skýringar í tilefni fjölmiðlafrétta um trúnaðarbrot hans? Það virðist þó miklu augljósara, að hann hafi brotið af sér á þann hátt, að Háskólanum kæmi við, en Ársæll Valfells. Háskólayfirvöld eiga að fara eftir föstum, almennum, fyrirsjáanlegum reglum, ekki hrekjast undan áreitni fjölmiðlamanna.


Þrjú erindi

Í mars 2012 hef ég flutt þrjú erindi.

Hið fyrsta var á fundi frjálshyggjudeildar Sambands ungra sjálfstæðismanna í Valhöll fimmtudaginn 8. mars. Þar talaði ég um hægri stefnu. Ég taldi, að allir hægri menn ættu að geta sameinast um fjögur baráttumál: að skattar ættu að vera hóflegir, svo að ekki dragi úr vinnusemi og verðmætasköpun; að oftast væri best að tryggja umhverfisvernd með því að finna umhverfisverndara, skilgreina einkaeignarrétt að gæðum; að hlutverk fjármagnseigenda og framkvæmdamanna í framsæknu og vaxandi hagkerfi væri mikilvægt; og að aldrei mætti gleyma fórnarlömbum alræðisstefnu 20. aldar, nasisma og kommúnisma.

Annað erindið var í stjórnmálaskóla Heimdallar laugardaginn 10. mars. Þar talaði ég um stofnun og séreðli Sjálfstæðisflokksins. Stefnu hans mætti lýsa með orðum Landnámu um Steinunni gömlu, ræðu Einars Þveræings gegn ágjörnum konungum og fleygum orðum tveggja Íslendinga á 20. öld. Loftur Bjarnason sagði: „Ég get sofið á næturna, þótt öðrum gangi vel.“ Og reykvíski smákapítalistinn Júlíus skóari sagði: „Sjálfstæði er að sækja það eitt til annarra, sem greitt er fullu verði.“ En þótt Sjálfstæðisflokkurinn væri rammíslenskur flokkur, væri hann auðvitað hliðstæður frjálslyndum, borgaralegum flokkum annars staðar á Vesturlöndum, sem sæktu rök í boðskap Johns Lockes um takmarkað ríkisvald og kenningu Adams Smiths um sjálfsprottna samvinnu.

Þriðja erindið var á fundi Frjálshyggjufélagsins á Sólon fimmtudaginn 15. mars. Þar talaði ég um íslenska kommúnista 1918–1998, en um það efni gaf ég út bók fyrir síðustu jól. Ég ræddi meðal annars um ofbeldi íslenskra kommúnista og sósíalista, um njósnir Kremlverja á Íslandi og um rússagullið, sem skipti verulegu máli í stjórnmálabaráttunni hér á landi. Þótt jafnaðarmenn og kommúnistar deildu sama markmiði á 20. öld, gengu þeir víðast í tveimur fylkingum, af því að kommúnistar vildu aldrei hverfa frá ofbeldi sem hugsanlegri leið til valda; um það snerist ágreiningur þessara tveggja fylkinga.


Valdsmenn standi ekki fyrir sólinni

Þýski rithöfundurinn Bertolt Brecht skrifaði í leikritinu Lífi Galileós 1939: „Hamingjusnautt er það land, sem þarf á hetjum að halda.“ Hann átti við það, að þær þjóðir væru sælastar, sem lentu ekki í slíkum háska, að þær þyrftu að kalla sér til fulltingis á hetjur með brugðinn brand.

Íslenska skáldið Jakob Thorarensen hafði orðað svipaða hugsun í kvæðinu „Vergangi“ 1922:

Einn háski í launsát liggur

gegn landsins glöðu vonum,

og hafið gát á honum,

það hermir gömul spá:

Hann felst í foringjonum,

þá Fróni liggur á.

Ef til vill var það í þessum anda, sem Jón Magnússon, forsætisráðherra 1917-1922 og 1924-1926, sagði: „Þeir eru alltaf að stagast á því, að ég sé enginn skörungur. En hvenær hef ég sagst vera skörungur, og hvað ætla þeir með skörung að gera?“ Jón var í eðli sínu mannasættir.

Skúli Þórðarson sagnfræðingur sagði nemendum sínum í Gagnfræðaskóla Austurbæjar um miðja síðustu öld: „Þar sem kóngarnir eru lélegir, þá líður fólkinu vel.“

Endurómar þar speki fornkínverska spekingins Laó Tse: „Stjórn, sem virðist duglaus, er oft affarasælust fyrir þjóðina. Ströng stjórn, sem skiptir sér af öllu, veldur þjóðinni ófarnaði.“

Stundum þarf á hetjum að halda. En oftast geta þjóðirnar bjargað sér af eigin rammleik í starfi og leik. Þá geta þær sagt hið sama við valdsmennina og forngríski spekingurinn Díógenes við Alexander mikla, sem spurði, hvort veita mætti honum einhverja ósk: „Já, að þú standir ekki fyrir sólinni.“

(Þessi fróðleiksmoli birtist í Morgunblaðinu 10. mars 2012.)


Grein mín á Bloomberg

Bloomberg-fréttaveitan, sem sérhæfir sig í viðskiptafréttum, bað mig að blogga fyrir sig um landsdómsmálið, og er bloggið hér á ensku, en það birtist fyrst að kvöldi 12. mars 2012.

Ég bendi þar á, að réttarhöldin yfir Geir eiga rætur sínar í stjórnmálasjónarmiðum: Lítill meiri hluti þingmanna vildi ákæra hann, og greiddu flestir þingmenn atkvæði eftir flokkslínum. Með þessu var Geir órétti beittur.

Við fall íslensku bankanna notuðu vinstri menn tækifærið til að gera upp sakir við gamla fjandmenn, en árin 1991–2004 var atvinnufrelsi aukið og hagkerfið opnað með þeim afleiðingum, að það varð viðkvæmara fyrir erlendum hagsveiflum.

Davíð Oddsson, sem haft hafði forystu um opnun hagkerfisins, sölu ríkisfyrirtækja og skattalækkanir, var flæmdur úr Seðlabankanum, sem hafði áður átt að heita sjálfstæður, og Geir H. Haarde var ákærður fyrir vanrækslu í starfi. Davíð var eini maðurinn í trúnaðarstöðu, sem varað hafði við útþenslu bankanna.

Þessar hefndaraðgerðir virðast þó vera að snúast í höndum vinstri manna og sumir þeirra að sjá að sér. Til dæmis hefur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýst því yfir opinberlega, að hann telji ranglátt að gera aðeins einn stjórnmálamann ábyrgan lagalega fyrir falli bankanna.

Íslendingar eru líka að ná áttum eftir áföll síðustu ára. Þeir sjá, að fall íslensku bankanna var enginn einstæður viðburður í veraldarsögunni, heldur aðeins einn þátturinn af mörgum í einhverri verstu lánsfjárkreppu, sem riðið hefur yfir heiminn í hátt í hundrað ár. Grikkland og Írland eru ekki betur stödd lönd en Ísland, en munurinn sá, að Íslendingar neituðu að bjarga lánardrottnum bankanna (af því að þeir gátu það ekki, en það reyndist vera lán í óláni).

Íslendingar eru smám saman að læra, að í stað þess að leita uppi sökudólga ætti að reyna að finna leikreglur, sem laða fram skynsamlega hegðun manna. Það er engin frétt, að bankamenn láti stjórnast af græðgi, en þeirri græðgi þarf að snúa til almannaheilla í stað þess eins að andvarpa yfir henni.


Ljós og myrkur

Lýsingar ungverska rithöfundarins Arthurs Koestlers og íslenska ritskýrandans Kristins E. Andréssonar á því, hvernig þeir tóku ungir menn trú á kommúnisma upp úr 1930, eru mjög svipaðar.

Koestler sagði í Guðinum sem brást 1950: „Að segja, að maður „hafi séð ljós“ er harla lítilfjörleg lýsing á þeirri andlegu hrifni, sem maður fyllist, er verður skyndilega trúaður (og skiptir þá ekki máli, til hvaða trúar hann hefur snúist). Þetta nýja ljós virtist leika um huga minn úr öllum áttum í senn; veröldin öll komst í fastar skorður eins og myndaþraut, sem ráðin hefur verið á augabragði með einhverjum töfrum.“

Kristinn E. Andrésson sagði í Enginn er eyland 1971: „Af fyrstu ritum, sem ég nú las af athygli um marxismann, brá eins og leiftri upp fyrir mér nýju lífsviðhorfi, sögulegum skilningi, nýjum lífstilgangi og framtíðarsýn. Allt varð mér ljóst af bragði, hugur og heimur, sagan og mannfélagið, þróun þess og markmiðin framundan.“

Þótt þeir Kristinn og Koestler tækju trú sína um svipað leyti, urðu örlög þeirra ólík. Koestler fór hinn áhugasamasti til Spánar í borgarastríðinu 1936-1939. Hann kynntist þar ofríki kommúnista, sem hegðuðu sér líkt og þeir áttu eftir að gera víðar, ráku leyniþjónustu, héldu sýndarréttarhöld yfir andstæðingum sínum og tóku þá af lífi.

Áður en Koestler snerist þó opinberlega frá kommúnisma, hafði hann skrifað bók um spænska borgarastríðið. Kristinn fékk ungan samherja sinn, Þorvald Þórarinsson, þá laganema, til að þýða bókina á íslensku. En eftir að Koestler hvarf úr röðum kommúnista, var snarlega hætt við þýðinguna.

Kristinn var til dauðadags sannfærður kommúnisti, en hægri menn létu þýða tvær bækur Koestlers á íslensku, fyrrnefnt rit, Guðinn sem brást (þar sem Koestler og fimm aðrir menntamenn lýsa vonbrigðum sínum með kommúnismann) og hina merku skáldsögu um Moskvuréttarhöldin, Myrkur um miðjan dag.

(Þessi fróðleiksmoli birtist í Morgunblaðinu 3. mars 2012 og er sóttur í bók mína, Kjarna málsins. Fleyg orð á íslensku, en hún er barmafull af sögum og fróðleik.)


Í réttarsal undir framburði Arnórs og Davíðs

Ég sat í réttarsal í landsdómsmálinu síðdegis 6. mars 2012. Hlustaði ég á framburð Arnórs Sighvatssonar, fyrrverandi aðalhagfræðings Seðlabankans (núverandi aðstoðarseðlabankastjóra), og Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra.

Arnór kvaðst hafa haft miklar áhyggjur af viðskiptabönkunum árin fyrir fall þeirra. Ég varð aldrei var við þær áhyggjur, á meðan ég sat í bankaráði Seðlabankans árin 2001–2009. Arnór og helsti samstarfsmaður hans, Þórarinn G. Pétursson, voru með allan hugann við reiknilíkan það, sem þeir notuðu til að ákveða vexti. Þeir litu undrandi upp úr reiknilíkaninu, þegar ekkert var lengur eftir til að bera vexti.

Ég get hins vegar borið um það, að Davíð Oddsson lét oft í ljós áhyggjur af bönkunum, útlánaþenslu þeirra, krosseignatengslum og gagnkvæmum lánum. Þar eð hann var ekki yfirmaður Fjármálaeftirlitsins, hafði hann hins vegar ekki vald til þess að afla nægilegra upplýsinga eða taka í taumana. Hann varð einnig að tala varlega á opinberum vettvangi, því að hann vildi ekki fremur en aðrir valda áhlaupi á bankana.

Davíð skýrði líka vel tvö atriði, sem fávísir fjölmiðlungar hafa reynt að gera að árásarefni á Seðlabankann í undanfara falls bankanna. Annað var, að ekki hefði verið svarað tilboði í bréfi frá Mervyn King, seðlabankastjóra Englands, vorið 2008 um að aðstoða íslensku bankana við að minnka. Davíð benti á, að bréfið snerist um annað. Með því var hafnað að veita seðlabankanum lánalínur, eins og rætt hafði verið um vikum saman. Það „tilboð“, sem á eftir fór um aðstoð við að minnka íslensku bankana, var ekkert annað en kurteisistal, og hafði slíkt tilboð verið sett margsinnis fram í umræðunum á undan. Fylgdi þessu kurteisistali ekkert tilboð um lánafyrirgreiðslu, sem nauðsynleg hefði verið til að breyta útibúum Landsbankans í Bretlandi í dótturfélög.

Hitt atriðið var, að Seðlabankinn hefði minnkað bindiskyldu erlendra útibúa Landsbankans. Davíð svaraði því til, að þetta hefði verið gert að ósk Landsbankans, sem teldi, að evrópsk lög giltu um þann rekstur. Það var mat Seðlabankans, að þetta væri rétt. Auk þess skipti sú upphæð, sem þá losnaði (um 20 milljarðar króna), ekki höfuðmáli.

Davíð minnti líka í framburði sínum á það, að sumir vildu bregðast við erfiðleikunum haustið 2008 með því að ausa fé í bankana, en ekki bjarga íslenska hluta þess einum og láta erlenda lánardrottna um að vinna úr erlenda hlutanum, eins og gert var með neyðarlögunum svokölluðu. Davíð nefndi sérstaklega þáverandi utanríkisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Einnig mætti nefna Má Guðmundsson, núverandi seðlabankastjóra (eins og sjá má í Fréttablaðinu 5. nóvember 2008), og Jón Steinsson hagvitring.


Svar við spurningum NEW YORK TIMES

Ég hef reynt New York Times að góðu einu, þótt sumir vinir mínir séu andvígir því blaði. Það skrifaði vinsamlega um hið undarlega mál, sem ég átti í fyrir breskum dómstólum um árið.

Í mig hringdi 5. mars 2012 blaðakona frá NYT og spurði um landsdómsmálið. Ég svaraði hinu sama og áður, en bætti við, þegar hún spurði, hvort ekki mætti eitthvað læra af málinu: „Jú, mér finnst, að þeir, sem ákærðu Geir gegn betri vitund, eigi að taka fulla ábyrgð á því. Ef hann verður sýknaður, sem mér finnst eðlilegast, þá eiga þeir að víkja af þingi og hætta stjórnmálaafskiptum.“


Svör við spurningum tveggja spænskra blaða

Tvö spænsk blöð hafa snúið sér til mín vegna málarekstursins yfir Geir H. Haarde og aðstæðna á Íslandi. Annað er ARA í Barcelona. Cristina Mas spurði mig ýmissa spurninga, og hér eru svörin:

1. How did the 2007-08 crisis change Icelandic society?


It caused a social crisis, with people ceasing to believe in traditional values, like politeness and civic responsibility. Also it meant a sharp turn to the left.

2. What are the main concerns of people according to polls?

To those who are thrifty and creating wealth, the main concern is that taxes have been raised. To those who have recklessly accumulated debt, sometimes in foreign currency, the main concern is how they can avoid paying back their debts.

3. What is the opinion of people now of the financial system?

It is rather low. The Icelanders lost confidence in the system after the fall of the banks.

4. The same for the political system?

People have very little faith in the political system. The leaders who came into power in 2009, after the financial crisis, have not managed to create any confidence. They seem to be petty, vengeful characters, stuck in past rivalries. One example is how they broke all the unwritten rules of Icelandic politics by ousting the former conservative leader out of the Central Bank, even if that man, David Oddsson, had been the only person of authority who had warned against the expansion of the banks. Another example is how they have put the Prime Minister during the crisis, Geir H. Haarde, on trial on charges which are so weak that they are almost laughable.

5. Are people confident in the future?

Some are, with good reason. There are great possibilities in Iceland for the very few people who inhabit this interesting and beautiful island: fertile fishing grounds around the island, lots of hydroelectric and thermal power, and a flourishing tourist industry. But the present government is hostile to all creation of wealth. It just wants to redistribute wealth, not to facilitate its creation.

6. What about the idea of adopting the Canadian dollar?

Some people want to abandon the krona and adopt the Canadian dollar. This is a fanciful idea. With the krona we could adjust to a severe recession, which we could not have done under the euro or any other foreign currency, as the example of Greece shows very well. However, in general I think that small nations may consider adopting the currencies of bigger countries, for example under currency board arrangements, provided that economic fluctuations move in the same way in the two areas. The country which is closest to us for that purpose would be the United Kingdom with its pound sterling which is not going to disappear, I predict.

Hitt blaðið er La Vanguardia, og sá Glora Moreno um viðtalið, sem hér fer á eftir:

1. Do you agree with this trial of Geir H. Haarde?

I do not agree with it. I think it is a travesty of justice, a show trial, a political vendetta by the left in Iceland. Even if Geir Haarde may not always have reacted very swiftly or prudently to the crisis, he did not commit any crimes. We must bear in mind that this was an international financial crisis which hit Iceland particularly bad in the autumn of 2008 because the banks were relatively big in Iceland. The growth of the banks was not illegal, although it was unfortunate in the circumstances. In Spain, Santander grew very rapidly. Which politicians would be put on trial for not hindering that?

2. What do you think about the fact that finally the charges against the other three members of Haarde's Government were dropped? Does this decision undermine now someway the trial against Haarde?

It definitely shows that this is a political trial. This outcome was narrowly decided with the votes of the hard-core left in the Icelandic parliament. They did not want the social democrats to go on trial, but they wanted to try the conservative. If there was a political responsibility for the fall of the Icelandic banks, it was of course shared by the social democrats who were in government with the conservatives. And political responsibility should be decided on in elections, not in criminal court.

3. What do you think about the fact that two of the charges against Haarde were finally dropped?

The charges should all have been dropped. Some of the remaining ones are almost farcical, such as the charge that he did not hold sufficiently many meetings with his ministers! This had of course nothing to do with the fall of the Icelandic banks.

Thank you very much. Of course, if you want to make more comments on this issue, you're more than welcomed.

The people who have worked against the national interest of Iceland are the present leaders of the government, Johanna Sigurdardottir and Steingrimur J. Sigfusson. Johanna was Minister of Housing in the government preceding the financial crisis, and she did her best to increase housing loans or mortgage possibilities! Steingrimur and his helpers negotiated a very bad deal with the British and the Dutch about reimbursing them for expenses connected with deposits in Icelandic banks abroad. An accomplished international lawyer negotiated a much better deal later, even if that was also rejected by the Icelandic people. This case brought Steingrimur’s ineptitude and recklessness well into focus.

Johanna is an under-educated, but vengeful and petty personality, who lacks all language skills and can therefore not uphold the Icelandic cause abroad. Steingrimur is a hard-core leftist whose only idea of reform is to raise taxes and to hire more personnel for his ministry from the ranks of his ever-dwindling party. He ran in the last elections on an anti-EU platform, but he has sold out on that issue to the social democrats, with the consequence that his party has split.

Ég segi síðan: Og þar hafið þið það!


Skoplegur harmleikur í Þjóðmenningarhúsinu

Mánudaginn 5. mars 2012 hófst skoplegur harmleikur í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Geir H. Haarde á eins og lambið í Jóhannesarguðspjalli að bera allar syndir heimsins. Hann er saklaus af því, sem hann er ákærður um, og á ekki að vera fyrir landsdómi. Þeir, sem samþykktu ákæru á hendur honum, eru lítilmenni.

Ég spái því, að önnur ritningarorð muni síðar meir verða talin eiga eins vel við þetta dæmalausa landsdómsmál. Þau eru úr Hósea bók gamla testamentisins: „Þeir sá vindi, og storm skulu þeir uppskera.“


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband