10.2.2012 | 06:16
Erindi í Rotary-klúbbi Reykjavíkur
Ég flutti erindi um bók mína, Íslenska kommúnista 19181998, í Rotary-klúbbi Reykjavíkur miðvikudaginn 8. febrúar 2012. Þar fór ég yfir helstu niðurstöður bókarinnar, rakti rannsóknir mínar og sýndi nokkrar myndir úr bókinni.
Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, sagði mér á fundinum, að Alþýðuflokksmenn hefðu gert átak í því að fá forystumenn flokksins til að taka saman skjöl sín og afhenda Þjóðarbókhlöðunni. Er það til fyrirmyndar.
Sjálfur kannaði ég bréfasöfn Einars Olgeirssonar, Kristins E. Andréssonar og Þóru Vigfúsdóttur, Þórbergs Þórðarsonar, Brynjólfs Bjarnasonar, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Ragnars Jónssonar í Smára og Bjarna Benediktssonar (og fleiri manna), áður en ég skrifaði bók mína.
Mikilvægt er, að fróðleg skjöl, sem varpað geta ljósi á fortíðina, glatist ekki.
6.2.2012 | 20:21
Manndómsvígsla Ögmundar
Eftir að Ögmundur Jónasson hljóp út undan sér á dögunum með því að vilja fylgja samvisku sinni einni í landsdómsmálinu, þurfti vitaskuld að taka hann aftur inn í ættbálkinn. Til þess hlaut hann að gangast undir þá manndómsvígslu, sem er einna algengust í röðum Vinstri grænna. Hún er að ráðast á skrif Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, en taka fram um leið, að þau séu látin ólesin.
Í frétt af fundi Vinstri grænna á dögunum skýrði DV frá því, að Ögmundur hefði þar varað menn við að fylgja fordæmi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og vísa öðrum út í ystu myrkur vegna ágreinings um eitthvert eitt atriði. Sjálfur hefði hann ekki viljað kaupa bók hans, Íslenska kommúnista 19181998, en blaðað í henni í bókabúð og þá séð, að menn væru umsvifalaust taldir kommúnistar, væru þeir ekki sammála höfundi í einu og öllu.
Því miður er ekki nóg að fella dóm um bók eftir að hafa aðeins blaðað í henni. Ég ræddi sérstaklega í eftirmála bókar minnar, hverjir gætu talist kommúnistar á Íslandi og hvers vegna. Þeir, sem vísuðu því ekki á bug að ná völdum sjálfir með ofbeldi og studdu einræðisstjórnir kommúnista annars staðar heils hugar, teljast kommúnistar í mínum huga. Hygg ég, að sú merking orðsins sé almenn og óumdeild.
Samkvæmt því voru allir félagar í kommúnistaflokknum 19301938 kommúnistar. Málið flæktist nokkuð, eftir að kommúnistaflokkurinn var lagður niður 1938. Sósíalistaflokkurinn var í reynd kommúnistaflokkur, því að gamli kommúnistakjarninn hafði þar tögl og hagldir, þótt margir óbreyttir fylgismenn flokksins teldu sig vissulega ekki kommúnista. Alþýðubandalagið 19681998 var hins vegar ekki kommúnistaflokkur, þótt ýmsir þar hefðu samúð með einræðisstjórnum kommúnista, síður þó í Ráðstjórnarríkjunum en í Rúmeníu og á Kúbu.
Í frásögn DV af fundi Vinstri grænna kom fram, að áheyrendur hefðu gert góðan róm að þeirri fullyrðingu Ögmundar, að hann hefði ekki viljað kaupa bók mína. Kvöddu ýmsir sér hljóðs til að vera ekki minni menn en Ögmundur og hældu sér af því að kaupa hvorki né lesa Morgunblaðið.
Sagan endurtekur sig. Ég segi frá því í bók minni, þegar Benjamín Eiríksson skrifaði fyrstu greinar sínar 1939 um það, að Sósíalistaflokkurinn ætti að vinna að hagsmunum íslenskrar alþýðu í stað þess að fylgja í blindni utanríkisstefnu Kremlverja. Þá gekk kunnur kommúnisti, Jón Rafnsson, að honum á götu, hvessti á hann augun og hvæsti: Skrifaðu! Við lesum það ekki!
6.2.2012 | 10:31
Grein um kommúnisma í Grapevine
From Copenhagen, via Moscov and Reykjavik, to Havana
Twists and Turns in the History of the Icelandic Communist Movement
The Icelandic communist movement started earlier, had closer ties with the Kremlin, was more influential, and lasted longer, than has previously been fully recognized. These are the main conclusions of my book, Islenskir kommunistar 19181998 (Icelandic Communists, 19181998), published in the autumn of 2011 and already provoking heated debate amongst Icelandic historians.
The origin of the Icelandic communist movement can be traced back to November 1918 when two Icelandic students at Copenhagen University, Brynjolfur Bjarnason and Hendrik S. Ottosson, participated in a street riot in Copenhagen, and became political radicals. They got into contact with the main Soviet agent then in the Nordic countries, the Swedish Fredrik Ström, who sponsored their trip to the 2nd Comintern congress in Moscow in 1920. There they heard Vladimir Lenin comment on the strategic importance of Iceland in a coming war in the North Atlantic; they also received some funds to use for propaganda in Iceland. In Moscow the two young Icelanders met some future leaders of the international communist movement, such as the famous German propaganda master Willi Münzenberg, from whom Goebbels later learned a lot.
In the next few years a small, but determined, communist nucleusconsisting mostly of young intellectuals who had studied in Denmark and Germanyformed in Iceland, becoming the radical wing of the Social Democratic Party. Those communists had close ties to Comintern, sending representatives to all its congresses, not only in 1920, but also in 1921, 1922, 1924 and 1928. Moreover, Comintern sent agents to Iceland to help organize a communist party: Olav Vegheim in 1925, Hugo Sillén in 1928 and 1930, and Haavard Langseth, Harry Levin and (possibly) Viggo Hansteen in 1930. Finally, the Icelandic Communist Party was established in November 1930 with Brynjolfur Bjarnason as its chairman. During the Depression, the communists organized various violent clashes with the police, mostly in connection with labour disputes. A Comintern agent, Willi Mielenz, was sent to Iceland in 1932, probably to advise on illegal activity (which had been his specialty in the German Communist Party). The Icelandic communists even organized a fighting force, modelled on the German Rot Front (Red Front, the Communist fighting force), and sent around 20 Icelanders for revolutionary training in Moscow. One of those trainees, Hallgrimur Hallgrimsson, later fought in the Spanish Civil War.
Archives in Moscow reveal that the Icelandic Communist Party was closely monitored and financially supported by Comintern, by then tightly controlled by Stalin and his clique. The Party faithfully followed the changing directives from Moscow, fighting against Social Democrats as social fascists until 1934, but trying to establish a United Front with them after that. Unlike its counterparts in other Western European countries, it succeeded in luring some leading Social Democrats into its camp, and in October 1938, the Socialist Unity Party was established. Its first chairman was the Social Democrat Hedinn Valdimarsson, but the communists controlled the party, as became obvious in 1939, when Hedinn Valdimarsson and some of his followers left in disgust over the communists unwavering support of Stalins politics. The communist Einar Olgeirsson then became chairman of the Socialist Unity Party.
The close ties with Moscow remained. Leading members of the Socialist Unity Party, such as Kristinn E. Andresson and Einar Olgeirsson, went to Moscow, gave reports and received advice (and money). The Party also towed the Soviet line in international affairs, defending the notorious show trials in Eastern Europe and the communist invasion of South Korea. The socialists staged violent demonstrations in the spring of 1949, when Iceland joined NATO. Archives in Moscow reveal that in the 1950s and 1960s, the Socialist Unity Party received substantial financial support directly from the Soviet Communist Party, and important assistance from it and from other communist parties in Central Europe, in particular the East German Socialist Unity Party, SED. Needless to say, this was kept strictly secret. The only example I have found of the Socialist Unity Party not adhering to the Moscow line was that it refused to condemn those communist parties which had fallen out with the Kremlin leaders, such as the Yugoslavian party in the late 1940s, and later the Albanian and Chinese parties.
After the 1968 Soviet invasion of Czechoslovakia, those Icelandic socialists who wanted to sever ties with Moscow, gained the upper hand in the Socialist Unity Party. In the autumn of 1968 the Peoples Alliance (which had previously existed as a loose electoral alliance) began to operate as a party, while the Socialist Unity Party was disbanded. The considerable properties that the Socialist Unity Party had accumulated, most likely with Soviet money, remained in the hands of the old leadership of the Socialist Unity Party, but were later sold to solve a financial crisis in the Peoples Alliance. Some leading members of the Peoples Alliance, including Ludvik Josepsson (chairman 197780) and Svavar Gestsson (chairman 198087) , discreetly maintained ties to the Soviet Union, for example in visits to Moscow. Svavar Gestsson had attended a special cadre school in East Berlin 196768, Institut für Gesellschaftswissenschaften bei ZK der SED (the Institute for Social Sciences of the Central Committee of the Socialist Unity Party), supposed to be the highest educational institution for the countrys communist elite. After 1968, however, Svavar Gestsson and other leading socialists increasingly turned to Ceausescus Roumania and Castros Cuba for inspiration.
During its lifetime, 1938 and 1968, the Socialist Unity Party was stronger than its counterparts in most other Western European countries. It received, for example, 19.5% of the votes in 1949 and 16% in 1953. Its chairman to the end, Einar Olgeirsson, remained a staunch supporter of the Soviet regime. The Peoples Alliance, mostly controlled by the socialists, participated four times in government during the Cold War, 195658, 197174, 19781979, and 19801983, and some of its ministers were old Stalinists, including Ludvik Josepsson and Magnus Kjartansson, neither of whom ever repented publicly. The Icelandic socialists were also very influential both in the labour movement and in Icelandic cultural life (partly, as the Moscow archives show, due to generous support from the Soviet Union).
While the Socialist Unity Party was in effect a communist party, the same cannot be said about the Peoples Alliance which operated as a party between 1968 and 1998. However, many in the Peoples Alliance had sympathy with the communist states. Some of my left-wing colleagues at the University of Iceland even volunteered to harvest sugar cane in Cuba in the 1980s, proudly defending the oppressive communist regime there. Significantly, also, the last act of the Peoples Alliance, in November 1998, was to accept an invitation from the Cuban Communist Party. The Icelandic delegation to Cuba included the former chairman, Svavar Gestsson, and the last chairman, Margret Frimannsdottir (chairman from 1995). The Icelandic political pilgrims had hopes of seeing the dictator, Fidel Castro, who did not however bother to receive them. Thus, the history of the Icelandic communist movement ended, in the poets words, not with a bang, but with a whimper.
(Þessi grein birtist, stytt, í 2. tbl. Grapevine 2012.)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook
3.2.2012 | 21:51
Hvers vegna breytti NASA tölum veðurstofunnar?
Ég benti hér í gær á, að bandaríska geimferðastofnunin, NASA, sem safnar skipulega upplýsingum um veður, hefur breytt tölum frá veðurstofunni íslensku um hitafar í Reykjavík á tuttugustu öld. Það hefur ýmsar afleiðingar.
Þetta sést vel á eftirfarandi mynd af heimasíðu Ágústs H. Bjarnasonar verkfræðings. Tölur veðurstofunnar eru notaðar í efsta línuritinu til hægri. Þar er hallastuðullinn nálægt því að vera enginn (beina línan, sem er næst því að lýsa þróun talnanna). Þegar það línurit er skoðað, virðist hlýnun í Reykjavík á tuttugustu öld hafa verið einhver, en þó óveruleg.
Hinar breyttu eða leiðréttu tölur NASA eru notaðar í næsta línuriti fyrir neðan. Þar er hallastuðullinn miklu brattari. Þegar það línurit er skoðað, virðist hlýnun í Reykjavík á tuttugustu öld hafa verið talsverð.
Á þriðja og neðsta línuritinu til hægri sjást beint breytingarnar, sem NASA gerði á tölum veðurstofunnar. Þar eru tölur um hitastig fyrst lækkaðar lítillega, síðan hækkaðar (svo að frostaveturinn mikli 1918 hverfur), síðan lækkaðar aftur og það talsvert (svo að hlýindaskeiðið um og eftir 1940 hverfur líka), en loks hækkaðar.
Ljóst er, að enginn starfsmaður NASA hefur setið sveittur við að breyta tölunum, enda eru þær ættaðar frá annarri bandarískri stofnun. Þær hafa verið settar inn í forrit, sem leiðréttir sjálfkrafa, og að baki þessu forriti hljóta að vera niðurstöður (eða hugsanlega ágiskanir) vísindamanna um kerfisbundna skekkjuvalda í hitafarsmælingum eða tilviljunarkenndar og þó auðgreinanlegar skekkjur, sem leiðrétta þurfi fyrir.
Í úrvinnslu tölulegra gagna eru slíkar leiðréttingar oft nauðsynlegar. Hráar tölur þarf stundum að matreiða, svo að þær verði meltanlegar. En í þessu dæmi skil ég þær ekki. Nú hefur Íslendingum til dæmis fjölgað talsvert frá því um miðja öldina og byggð þést, sérstaklega í Reykjavík. Hefði þá ekki frekar átt að færa tölurnar frá þeim tíma í Reykjavík eitthvað niður á við en ekki upp á við eins og NASA gerði til að leiðrétta fyrir hitanum af fólkinu og starfsemi þess?
Og var frostaveturinn mikli 1918 svo tilviljunarkenndur, að hann skekki og trufli heildarmyndina? Það er hugsanlegt. En hið sama er ekki að segja um hlýindin í Reykjavík um og eftir 1940.
Aðalatriðið er þó það, að eftir leiðréttingarnar er hallastuðullinn brattur. Talsvert hefur samkvæmt því hlýnað í Reykjavík á tuttugustu öld. Þá hafa vísindamenn NASA og annarra erlendra stofnana með breytingum sínum einmitt fundið það, sem þeir leituðu að: enn einu dæminu um hlýnun jarðar. Skyldi forritið hafa sömu áhrif á allar aðrar tölur, sem stofnuninni berast af hinum ólíkustu stöðum?
3.2.2012 | 10:26
Breytti NASA tölum veðurstofunnar?
Enginn getur neitað því, að veður hefur hlýnað síðustu áratugi. Ég man vel eftir því, þegar ég var drengur á sjötta áratug tuttugustu aldar, að stundum var ófært í barnaskóla sökum snjókomu, og afabróðir minn, dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri, var reglulegur gestur í útvarpinu til að tala um kal í túnum. Enginn getur heldur neitað því, að einhver gróðurhúsaáhrif verki á veðrið. Ágreiningur hugsandi manna hlýtur að vera um tvennt annað: hvort önnur áhrif á loftslag séu jafnmikilvæg eða mikilvægari (til dæmis áhrif sólar eða hafstrauma) og hvernig (og hvort) eigi að bregðast við því, ef hlýnunin reynist að mjög miklu leyti vera af mannavöldum.
Í þessu sambandi vekja tvær nýlegar fréttir athygli mína. Önnur er, að sextán vísindamenn skrifuðu undir opið bréf, sem birtist í Wall Street Journal 27. janúar 2012. Þar fullyrða þeir, að ástæðulaust sé að fyllast ótta vegna hlýnunar jarðar. Þeir benda einnig á þá athyglisverðu staðreynd, að jörðin hefur ekki hlýnað að ráði síðustu tíu ár. Sú tilgáta, að hlýnun jarðar stafi af losun koltvísýrings út í andrúmsloftið, hefur því að minnsta kosti veikst. Miklu meiri koltvísýringur er nú losaður út í andrúmsloftið en fyrir tíu árum, en samt hefur jörðin ekki hlýnað að ráði.
Vísindamennirnir sextán rifja upp, að í tölvuskeyti frá 2009, sem laumað var í Netið, sagði ákafur stuðningsmaður tilgátunnar um hlýnun af mannavöldum, Kevin Trenberth: Sannleikurinn er sá, að við getum ekki skýrt, hvers vegna ekki hlýnar um þessar mundir, og það er fáránlegt. Höfundar opna bréfsins í Wall Street Journal telja, að margir vísindamenn ekki síður en stjórnmálamenn hafi veðjað á tilgátuna um hlýnun jarðar af mannavöldum. Hún auðveldar þeim að útvega sér styrki og fá áheyrn og áhrif. Vísindamenn eru um það líkir öðru fólki, að þeir vita oftast betur af eigin hag en annarra.
Hin fréttin er, að bandaríska geimferðastofnunin, NASA, virðist hafa breytt tölum frá veðurstofunni um hitastig í Reykjavík á tuttugustu öld. Þetta er skilmerkilega rakið á heimasíðu Ágústs H. Bjarnasonar verkfræðings. Þar eru nokkur fróðleg línurit. Eitt er frá veðurstofunni og sýnir hitafar í Reykjavík 18662009. Þar sést til dæmis, að langtímaþróunin (meðaltöl síðustu þrjátíu ára á hverjum tíma) hefur ekki verið í átt til mikillar hlýnunar á tuttugustu öld. Einnig sjást vel á línuritinu frostaveturinn mikli 1918 og hlýindaskeiðið á Íslandi um 1940.
Á heimasíðu NASA eru birt ýmis línurit um hitafar í Reykjavík á tuttugustu öld. Eitt er svipað og línurit veðurstofunnar. Þar er hlýnun óveruleg. En annað línurit er leiðrétt. Þar hefur tölum veðurstofunnar verið breytt, en afleiðingin er, að talsverð hlýnun birtist skyndilega frá upphafi til loka tuttugustu aldar. Hvort tveggja hverfur, frostaveturinn mikli 1918 og hlýindaskeiðið um 1940.
Hvað veldur því, að vísindamennirnir hjá NASA, sem margir styðja dyggilega tilgátuna um hlýnun jarðar af mannavöldum, breyta svo tölum veðurstofunnar? Með hvaða rökum? Og er við því að búast, að þeir hafi á sama veg breytt tölum frá öðrum aðilum?
2.2.2012 | 15:03
Hvar er föðurlandið?
Föðurland manns er ekki nauðsynlega landið, þar sem hann fæddist eða ólst upp, enda hafa einstaklingar, fjölskyldur og þjóðir flust til í aldanna rás. En hvar er þá föðurlandið?
Gríska gamanleikjaskáldið Aristófanes svaraði í leikritinu Plútosi: Föðurland manns er, þar sem honum gengur vel.
Rómverska skáldið Marcus Pavius sagði hins vegar: Föðurland er alls staðar, þar sem gott er að vera.
Þaðan er sennilega runninn rómverski málshátturinn kunni: Ubi bene, ibi patria. Föðurlandið er hvar, sem gott er að vera.
Fjöldi afbrigða er af þessum orðum. Rómverski rithöfundurinn Quintus Curtius Rufus skrifaði til dæmis í verki um Alexander mikla: Patria est ubicumque vir fortis sedem sibi elegerit. Föðurland mikilmennis er hvar, sem hann kýs að setjast að.
Enska skáldið John Milton sagði hið sama og Aristófanes í bréfi til Peters Heimbachs 15. ágúst 1666: Our country is wherever we are well off. Föðurland okkar er hvar, sem okkur gengur vel.
Ítalska ljóðskáldið Apostolo Zeno sagði í söngleiknum Temistocle (1721): La patria al saggio è dove trova il bene. Föðurland spekingsins er hvar, sem honum líður best.
Bandaríski byltingarmaðurinn James Otis hafði hins vegar að kjörorði: Ubi libertas, ibi patria. Föðurlandið er hvar, sem ég er frjáls.
Og Stephan G. Stephansson, sem fluttist frá Íslandi til Kanada, orti 1920:
Hvar sem mest var þörf á þér,
þar var best að vera.
1.2.2012 | 19:08
Misskipting gæðanna
Hugsandi mönnum hefur á öllum öldum orðið starsýnt á misskiptingu gæðanna. Snorri Sturluson sagði í Eddu: Ef nornir ráða örlögum manna, þá skipta þær geysi ójafnt, er sumir hafa gott líf og ríkulegt en sumir hafa lítið lén eða lof, sumir langt líf, sumir skammt.
Íslenski kommúnistaleiðtoginn Brynjólfur Bjarnason vitnaði iðulega í fræg ummæli franska rithöfundarins og Nóbelsverðlaunahafans Anatoles Frances, sem sagði um fátæklinga: Þeir verða að ganga til verka sinna andspænis hinu hátignarlega jafnrétti laganna, sem banna ríkum sem fátækum að sofa undir brúarsporðum, betla á strætum úti og stela brauði.
Minnir þetta beiska háð á orð írska dómarans Sir James Mathews, sem lést 78 ára 1908: Í Englandi hafa allir sama aðgang að dómstólum eins og að Ritz-hótelinu. Get ég trútt um talað. Auðmaður einn dró mig fyrir enskan dómstól, og kostaði það mig hátt í þrjátíu milljónir króna.
Snorri rakti misskiptingu gæðanna til norna, en þeir France og Mathew bentu báðir á aðstöðumun ríkra og fátækra. Sænski rithöfundurinn Arnold Ljungdal, sem uppi var 1901-1968, gekk lengra en þeir. Aðstöðumunurinn væri manngerður: Það rignir yfir réttláta og rangláta. Vandinn er aðeins sá, að hinir ranglátu hafa venjulega komist yfir regnhlífar hinna réttlátu. Annar kunnur Svíi, Hjalmar Branting, leiðtogi jafnaðarmanna og þrisvar forsætisráðherra, sagði: Það er hæðst að hinum lamaða með því að tryggja honum réttinn til að ganga, eins og frjálshyggjumenn vilja.
Svipuð hugsun var orðuð á einfaldan hátt á fundi í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur snemma í nóvember 1960. Svavar Guðjónsson verkamaður gagnrýndi þar þá kenningu ráðamanna, að við værum öll að ausa úr sömu skálinni og ekki stækkaði hún við það, þegar menn stjökuðu þar hver við öðrum. Já, en sum okkar hafa sleifar og önnur aðeins teskeiðar!
(Fróðleiksmoli úr Morgunblaðinu 21. janúar 2012, sóttur á ýmsa staði í Kjarna málsins. Fleyg orð á íslensku, sem kom út 2010.)