Nýársheit mín

Ég veit ekki, hvort aðrir hafa á því áhuga, en ég setti mér þrjú nýársheit fyrir árið 2010 og reyndi að hafa þau skýr og framkvæmanleg:
  • Að ljúka alls konar smáverkefnum, sem hafa hlaðist upp, og hreinsa til á borðinu hjá mér. Menn eru miklu duglegri við að hefja hvern leik en ljúka honum. Ég þarf að lesa prófarkir af tveimur ritum eftir mig og skila nokkrum ritgerðum í tímarit og bækur, m. a. um Björn Ólafsson ráðherra, Jean-Jacques Rousseau og Herbert Spencer, sem hafa lengi verið í vinnslu hjá mér.
  • Að eyða ekki um efni fram. Ég er eins og aðrir Íslendingar: Ég hef trúað því, að „allt myndi reddast“. Ég gæti eytt að vild og síðan aflað fjár upp í eyðsluna. Sá tími er liðinn í sögu einstaklings og þjóðar.
  • Að ná af mér nokkrum aukakílóum. Það er engin töfralausn til á þeim vanda, en margföld reynsla af því, að meiri hreyfing og minna af mat skila árangri. Ef í hart fer, þá má líka minnka drykkjuna, þótt margsannað sé að vísu, að rauðvín er hollt, sérstaklega fyrir hjarta og æðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband