Óviðunandi vinnubrögð

ossur_skarphedinsson.jpgIcesave-málið er ekkert smámál. Þetta er einhver mesta skuldbinding, sem Íslendingar hafa tekið á sig. Þess vegna er sorglegt að sjá, hversu flausturslega málið hefur verið unnið og afgreitt. Farið hefur verið á svig við ráðleggingar bestu lögfræðinga okkar og látið undan Bretum í flestu eða öllu.

  • Hvers vegna eigum við Íslendingar að greiða skuldir, sem einkaaðilar hafa stofnað til?
  • Hvar stendur í samningum og lögum, að ríkissjóður sé ábyrgur fyrir því, sem Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta ræður ekki við að greiða?
  • Væri ríkissjóður ábyrgur fyrir því að lögum, hvers vegna þarf þá að semja sérstaklega um það og setja í lög?
  • Hvers vegna var Bretum ekki sendur reikningur fyrir því tjóni, sem þeir ollu íslensku bönkunum með því að neita Singer&Friedlander einum breskra banka á því tímabili um aðstoð og með því að setja Landsbankann á lista um hryðjuverkasamtök?
  • Hvers vegna hefur ekki mátt reyna á þessar feikimikilvægu skuldbindingar fyrir dómstólum?
  • Úr því að samið var, hvers vegna var þá ekki samið um sömu vexti og Bretar og Hollendingar taka sjálfir á lánum sínum til innstæðusjóða sinna?
  • Hvers vegna hafa ráðherrar margsinnis orðið uppvísir að ósannindum um málið, til dæmis um hlut Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að því?

Nú síðast bætast við deilur um álit breskrar lögmannsstofu, sem utanríkisráðherra segist ekki einu sinni hafa séð. En getum við treyst sannsögli Össurar Skarphéðinssonar? Muna ekki allir, þegar hann sagðist á fundi í Háskólabíói 26. maí 1986 ætla að senda alla óþæga embættismenn „í öskuna“ eða reka þá, en þrætti síðan fyrir þetta í sjónvarpsumræðum 30. maí, þótt vottfest væri og tekið upp?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband