Vindur og andi

jadar_image_gray_941025.jpgÓlíkt er þeim farið, starfsbræðrunum, rithöfundunum Guðmundi Andra Thorssyni og Einari Má Guðmundssyni. Guðmundur Andri var blygðunarlaus Baugspenni. Þegar Davíð Oddsson lagði fram fjölmiðlafrumvarpið vorið 2004, skrifaði Guðmundur Andri í Fréttablaðið 26. apríl: „Hefði Baugur ekki tekið að fjárfesta á þessum markaði þá væru fjölmiðlar á Íslandi færri og einsleitari, hvort sem litið er á fréttaflutning, stuðning við pólitísk öfl eða almennt yfirbragð. Eins og sérhver neytandi getur vitnað um þá hefur fjölbreytnin aukist — og er það vandamál?“ Beinteinn á Króknum hefði ekki getað orðað það betur í lofgrein um Bogesen gamla á Óseyri við Axlarfjörð. Og Guðmundur Andri skrifaði um Baugsmenn í Fréttablaðið 17. maí 2004: „Það er ekki boðlegt að þeir skuli sæta ofsóknum mánuðum og jafnvel árum saman af hendi forsætisráðherra fyrir einhverjar sakir sem enginn fær botn í.“ Eftir hrunið hefur Guðmundur reynt að skrifa sig frá Baugsþjónkun sinni, en með litlum árangri. Beinteinn á Króknum skrifaði líka illa um Bogesen, þegar sá gállinn var á honum.

jadar_image_gray-1.jpgEinar Már lét hins vegar engan kaupa sig. Ég er á öndverðum meiði við hann um margt, en tvennt getur enginn tekið af honum. Hann er ekki falur, og hann er manna pennafærastur, eins og nýleg Hvítbók hans sýnir. Guðmundur Andri er vindur. Einar Már er andi. Guðmundur Andri er útblásinn. Einar Már er innblásinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband