Fullveldisdagurinn

Þegar horft er um öxl til tuttugustu aldar, hygg ég, að mestu tímamótin séu 1904, þegar Íslendingar fengu heimastjórn, og 1918, þegar til varð sjálfstætt, íslenskt ríki í konungssambandi við Dani. Þess vegna er fullveldisdagurinn 1. desember einn merkasti dagur ársins, þótt ekki væri haldin vegleg hátíð hér þennan dag árið 1918, enda var þetta í skammdeginu miðju og Íslendingar enn miður sín eftir spánsku veikina, sem kostaði hér hundruð mannslífa. Samningamenn Íslendinga 1918 héldu af festu og hyggindum á málum, sérstaklega Jón Magnússon. Þeir skildu, að semja yrði við aðrar þjóðir, en ástæðulaust væri að gefast upp fyrir þeim. En því sorglegra er að líta til ráðamanna nú. Samfylkingin er höfuðlaus her, og Steingrímur J. Sigfússon hefur fyllst óþolandi hroka. Framkoma ríkisstjórnarinnar gagnvart stjórnarandstöðunni einkennist af óþolinmæði og frekju.

Einnig var sorglegt að sjá það leikrit, sem stjórnarsinnar settu á svið á fullveldisdaginn á Alþingi. Sigurður Líndal prófessor hafði látið í ljós rökstuddar efasemdir um, að Icesave-samkomulagið (sem er raunar ekkert samkomulag, heldur aðeins uppgjöf) stæðist stjórnarskrá. Þá voru kallaðir til tveir lögfræðingar, sem höfðu verið með í ráðum um samkomulagið, ásamt Sigurði og fjórða manni. Auðvitað sögðu lögfræðingarnir tveir, sem höfðu verið ráðgjafar „samningamannanna“ íslensku um Icesave, að gerðir þeirra sjálfra hefðu ekki stangast á við stjórnarskrá. Hvað áttu þeir að gera annað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband