Sjónarmið Sigurðar Líndal

lindal.jpgSigurður Líndal lagaprófessor ritar grein í Fréttablaðið 19. nóvember 2009 um Icesave-samningana, sem bíða nú afgreiðslu Alþingis. Hann víkur í því sambandi að stjórnarskránni:

Í 21. gr. segir að samþykki Alþingis þurfi til breytinga á stjórnarhögum ríkisins og í 40. gr. að ekki megi taka lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild. Með frumvarpi því sem nú bíður afgreiðslu liggur vissulega fyrir lagaheimild, en verður ekki að gera þá kröfu að hún sé þannig úr garði gerð að skuldbindingum séu sett skýr takmörk og stofni þannig fullveldi ríkisins ekki í hættu? Og hér er álitaefnið hvort frumvarpið fullnægi þessum áskilnaði. Um það skal ekkert fullyrt, en hins vegar kemur á óvart að þessi þáttur virðist ekki hafa komið til almennrar umræðu. Væri nú ekki rétt að huga að þessu áður en frumvarpið verður samþykkt?

Ég er sammála Sigurði. Annað atriði er einnig umhugsunarefni. Nú er talsvert talað um Landsdóm vegna hugsanlegrar vítaverðrar vanrækslu einhverra valdsmanna í aðdraganda bankahrunsins, enda hafi sú vanræksla valdið þjóðinni stórkostlegu fjárhagstjóni. En skyldu hinir hraksmánarlegu Icesave-samningar ekki veita fullt tilefni til að leiða núverandi ráðamenn fyrir Landsdóm, þegar þjóðin áttar sig loks á, hvað þeir eru að gera? Geta þessir menn skuldbundið þjóðina stórkostlega fjárhagslega, án þess að séð verði, að þær skuldbindingar styðjist við lög eða alþjóðasamninga, auk þess sem enginn veit, hvað þær fela í sér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband